Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 1
2. hefti 29. árg. 1956 GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA Premlistin er göfug itieitnt i. Prentun er það kallað, eins og allir vita nú, því að það heyrir til al- mennrar menntunar, að flytja lit eða liti ranghverfra mynda af bókstöfum eða öðru af fleti úr hörðu efni, viði, málmi eða svipuðu, yfir í rétthverfu við þrýstingu á flöt úr linu efni, pappír, dúki eða Því um líku. Prentverk er það erfiði, sem þarf að drýgja með líkamlegu afli eða vél- rænu, þegar unnið er að prentun, og árangur af því. Prentiðn er framleiðsla prentaðra muna, prentgripa, af ýmsu tagi af þeirri kunnáttu til sérstakra verka, sem þarf til þess, að þeir komi að til- ætluðum notum. Prentlist er það kallað að ganga svo frá prentgrip, að myndir hans og myndun komi almenningi þokkalega og þægilega fyrir sjónir. Prentlist er þó ekki frjáls list, því að hún er háð notagildi prentgripa, en ekki listgildi myndunar þeirra. Hún er nytjalist. Prentlist er flatarlist, því að hún kemur fram við þrýstingu flatar að fleti, en það veldur útlitsbreytingu flata. Til eru þrjár greinir prentlistar, og fer greiningin eftir gerð flatar, sem prentað er af, þvi að hún ræður áferð á fleti þeim, er prentað er á. Elzta grein prentlistar heitir lœgða- yrent (ekki „djúpprent", sem er vit- leysa), þvi að liturinn, sem prentað er með, liggur i lægðum á prentflet- inum. Þar til heyrir eirstunga, en nú kallast sérstaklega lægðaprent það, er prentað er með slíkum fleti ættum á sívalningum í hverfipressum. Næstelzta greinin kallast hœöa- prent, því að liturinn flyzt af topp- flötum hæða á prentfletinum. Þar til heyra prentmyndir, skornar í við, kallaðar tréskurðarmyndir eða tré- ristur nú, og „prentlistin", en svo hefir frá öndverðu verið kölluð sú prent- unaraðferð, þar sem prentflöturinn er „settur" saman af margvíslegum sérstökum hlutum, aðallega stílum, sem sé stílletrun, og ræðir sem næst eingöngu um hana í því, sem hér fer á eftir. Yngsta greinin heitir sléttuprent, því að prentflöturinn er alveg sléttur, en svo gerður, að lit festir ekki nema sums staðar á honum. Þar til heyrir steinprentun, ljósprentun o. fl. Á hverri þessara greina eru margir angar, sem hér verður ekki rætt um nánara. Auk þessara þriggja greina prent- listar, sem líka eru nefndar prentunar- aðferðir, má enn nefna eina, sem er eins konar máni þeirra, þvi að með henni er prentað af prentfleti á gúm- veli, sem áður hefir verið prentað á og tvívegis, ef upphaflegi flöturinn hefir verið ranghverfur, og fær þá prentgripur þannig lit sinn frá öðrum, likt og jörðin fær birtu af tungli, þegar sjá má sólskin á því. Þessi prentunaraðferð er hentug til stuðn- ings við hinar þrjár til prentunar á hrjúfan pappír, en hún verður eðli- lega ekki eins skörp og með hinum. Kallast þessi prentunaraðferð „Offset Printing" á ensku og þá flutnings- prent á íslenzku. Hver þriggja greina prentlistar hefir til síns ágætis nokkuð, en það mun þó vera álit hinna dómbærustu manna óháðra, að hæðaprent hafi flesta kosti, þegar rétt er að farið. Prentlistin er fundin upp af Jó- hanni Gútenberg i borginni Mainz í Rínarlöndum á Þýzkalandi um árið 1440. Að áliti fróðustu manna er þessi uppfundning hans sannkallað meistaraverk, því að ekki hafi enn tekizt að hagga við meginatriðum hennar þrátt fyrir margvíslegar til- raunir til þess og ýmsar svokallaðar framfarir, sem orðið hafa í þessari grein síðustu tæp tvö hundruð árin, en þau meginatriði eru fólgin í tengsl- um þriggja hluta: málmblöndu, heppi- legri til að steypa úr hina svokölluðu stíla, þ. e. ferhyrndar stengur með ranghverfum bókstöfum á efri enda, er „setja" mátti hæðaprentsflöt sam- an af, hentugrar pressu til að prenta með af honum og nothæfs prentlitar. Af prentgripum þeim, sem með vissu eru taldir verk Jóhanns Gúten- bergs sjálfs, þykir einna bezt sýna, á hversu hátt stig prentlistin komst þegar í höndum hans, fjörutíu og tveggja lína ritningin svokallaða eða „Gútenbergs-biblían", er kom fyrir al- menningssjónir árið 1455, og er því fimm hundruð ára afmæli hennar á árinu í ár. Af þeirri bók hafa til skamms tíma verið til um tuttugu eintök, prentuð á pappir, og tiu,

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.