Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 2

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 2
2 TlMARIT IÐNAÐARMANNA r> u 5Í' C\jÍ|«Uíí 9 i; % jtoptipiaotflfimatitenwáaí aö íii^nm&œmvxMmmntmxúbm ^jj.,teimafaSgRgSto!í&siisáiág|3m, T'W^S'ftKm Ka«r aroírajfms , J 3B^g^gfe.tuanádjirauiraf> ' íulflnSasra-teírt ‘ Bf ir rtmniirmT^ 'ÉsazssgL ttiaraftíJHíBtmiB oirarifirnoiui: pEtíiara.iSraíuíriii-i lunffituöo i- ifjrrgiuána wpulara-frauoiiua!:. rao mferariiflHe-itö pana ranram &ö tm árara-cr íiumac imtuutarú Suliia tonriiianr. Icgira? in urarito nouoc anriOi: jpfos-raana nffli{&. ntmo quoo t| Iriirio nfluramrraö ip raöflÉ.B>imt piragraaa nttmjiiíi. Upphaf fremra dálks 1. bls. í Gút- enbergsbiblíunni“ (daufa letriö var rautt). prentuð á bókfell, og var verð þeirra þá að meðaltali eigi minna en sem svarar einni milljón íslenzkra króna nú, en raunar eru þau ófáanleg. II. Uppfundning Gútenbergs varð þegar í stað ákaflega áhrifamikil. Prentlistin fór eins og eldur í sinu um megin- hluta Norðurálfu, enda var hún, eins og sagt hefir verið, „sprottin af mikilli þörf tímanna", sem hún kom upp á. Fram til þeirra voru bækur dýrgripir, sem ekki var á annarra færi að eign- ast en auðugra manna eða stofnana. „Verðmætar hugsanir" og athuganir spekimanna og spámanna og annarra snillinga voru faldar þar fyrir al- menningi, og eftirrit kostuðu stórfé, því að margra mánaða og jafnvel ára vinnu tók að gera eitt eintak, en á sama tíma mátti prenta mörg hundr- uð. 1 byrjun varð prentlistin því beinn gróðavegur — með fram í skjóli Þess, að bókritarar voru henni mjög fjand- samlegir frá upphafi, því að auðveld lækkun verðs á bókum var hættuleg atvinnu þeirra. Bráðlega lækkaði því verð bóka, og gerðust bókritarar þá prentarar. Leið þá ekki á löngu, er fjandskapurinn var úr sögunni, að þar að kæmi, að prentlistin yrði fjárhags- legur ávinningur bæði einstaklingum og almenningi. Meiri varð þó andlegi ávinningur- inn. Hefir margt snjallt og lofsamlegt verið um hann sagt, en hér má eins vel og eitthvað annað tilfæra, úr því að barst í hendur, það, hversu Condorcet markgreifi, einn af úr- valsmönnum frakkneskra vísinda- manna, hefir lýst honum i „Drögum að sögulegri mynd af framförum mannlegs anda“, er hann reit, „meðan hann beið eftir aftöku" árið 1794. Hann segir svo: „Prentlistin fjölgar óendanlega með litlum tilkostnaði eintökum sömu bókar. Þannig öðlast hver sá, er lesa kann, kost á að eignast bækur og velja þær í samræmi við eiginn smekk og þarfir. Jafnframt þvi, sem þessi kostur jókst, magnaði hann þegar löngun til menntunar og lét í té þau gögn, er efla mætti hana með. ... Fræðsla hefir orðið viðfangsefni ötullega og almennra viðskipta. ... Nýrri gerð lögbergs hefir verið skotið upp. Áhrif, sem valdið er með prentuðum orðum, eru ekki jafn-að- sópsmikil sem þau, er fengin eru við heyrn, en þau falla betur í vitundina; þau taka sér ekki jafn-hlífðarlaus yfir- ráð yfir ástríðum, heldur öruggari og varanlegri stjórn á hæfileikum til hugsunar; með sannarlegri fórn fyrir upplýsingu andans á hæfileika ræðusnillings til að hrista upp í geðs- munum með hreimi raddar koma þau að þeim mun meira gagni í þjónustu sannleikans. ... Sú menntun, sem hver maður fær öðlazt af bókum i þögn og kyrrð, get- ur ekki með öllu spillzt; einungis þarf að vera til frjálst horn af jörð- unni, þar sem prentsmiðja getur út- býtt örkum sínum. Frammi fyrir mergð margvíslegustu bóka og fram- ar öllu við þá staðreynd, að til geti orðið fjöldi eintaka alveg samhljóða af einni og sömu bók, sem aftur megi fljótlega fjölga með endurprentun, — hvernig getur þá nokkur maður vænzt þess að fá lokað fastlega öllum dyr- um, er sannleikur freistar að komast inn um?“ En — prentlistin gegnir fleirum hlutverkum en fræðslu og menntun. Hún er líka til meira en lítilla gagns- muna á öðrum sviðum. Varla er til nokkur grein mannlegra starfa, sem geti nú verið án einhvers konar prentgripa. Frá öndverðu hefir verið siður í stétt prentara að skipta viðfangsefn- um prentlistarinnar í tvo flokka: 1) föst verk, bækur útgáfufyrirtækja, er annaðhvort eiga sjálf prentsmiðjur eða semja við tilteknar prentsmiðjur um prentun á öllum útgáfubókum sínum, blöð, er upphaflega voru yfir- leitt og eru stundum enn gefin út af prentsmiðjum — frá þeim tima stafar útlent samnafn á blöðum: „Pressa" —•, en stundum eiga líka sjálf prent- smiðjur, og tímarit, sem eru eins konar samansteypa blaðs og bókar, og 2) tilföll, en það eru verk, sem ekki hefir verið samið um, heldur falla til, koma ófyrirséð eftir þörfum þeirra, sem láta prenta þau. Þau geta verið nær óendanlega ótrúlega marg- vísleg, ef svo mætti segja; t. d. tekur lausleg upptalning hinna helztu þeirra í Iðnsögu íslands, síðara bindi, 22 linur af 36 á blaðsiðu. Fyrirferðar- mest í þessum flokki eru eyðublöðin, sem Islendingar eru nú farnir að kannast meira en vel við. Hver þess- ara prentgripa getur einnig verið með ótrúlega margvíslegu móti; það er t. d. að eins hending, ef tvær útgáfur af sama eyðublaði verða alveg eins, jafnvel þótt engu sé breytt í lesmáli þess, ef þær eru prentaðar hvor i sinni prentsmiðju. Má geta nærri, hversu fjölbreytta þekkingu, nákvæma kunnáttu og tamda leikni þarf til þess að marka hvern prentgrip þeim svip, er bezt eigi við eðli hans og nota- gildi, halda honum í þeirri tízku, sem ræður á hverjum tíma, og missa þó eigi sjónar á þeim blæ, sem þjóðerni og tunga eiga rétt á, en kalla má, að hver þjóð hafi eiginn prentlistarstíl, og hvi skyldu þá Islendingar ekki eiga sinn? Ætlunarverk prentlistarinnar hefir frá öndverðu verið að fræða, gleðja og gagna. Prentlistin er göfug mennt, en göfgi skyldar. Prentlistin leggur prenturum á herðar þá skyldu að halda uppi fornum heiðri hennar með því að vera sem bezt að sér i sinni mennt og vanda verk sín svo, sem föng eru á, þótt ekki sé vandalaust. Vandinn í prentlistinni er margur og mikill, en ekki hvað minnstur er sá að færa sér í nyt þær framfarir, er orðið hafa í prentlist hina síðari tíma. III. Á siðustu rúmlega hálfri annarri öld hafa orðið miklar svokallaðar

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.