Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1956, Blaðsíða 3
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA framfarir í prentlistinni. Flestar hafa þær miðað að því „að auka hraðann1', stytta svo, sem unnt er, tímann frá því, að handrit kemur í prentsmiðju, til þess, er prentgrip er skilað fullbún- um. Er þar fyrst að nefna handpressu Stan'hopes lávarðs úr stáli í stað við- ar, þá hraðpressur, sem tekið hafa miklum framförum frá hinni fyrstu, og væri mikið mál að lýsa þvi, þá eftirsteypu, er sumir hafa kallað fastaletrun á íslenzku, og loks hverfi- pressur, er prenta af eftirsteypu á sívalningi við sívalning. Uppfundn- ing allra þessara tækja og véla hafa miðað að því að flýta prentun, en margar uppfundningar hafa eigi síð- ur verið gerðar til þess að flýta setn- ingu. Er þá fyrst rétt að nefna að eins stílsetningarvélar, sem allar eru nú raunar úr gildi gengnar, en í stað Þeirra hafa komið linusetningarvélar (Linotype, Typograph og fleiri), eins- stafssetningarvélar (Monotype), síð- ar fjarsetningarvélar og ljósmasetn- ingarvélar, sem allar sameina setn- ingu og steypingu leturs, með því að „sett“ eru stafmót, en ekki stílar. Ýmsar þessara véla, einkum hinar síðast nefndu, kosta svo mikið stofn- fé og sérlega kunnáttu og leikni starfs- fólks, að ekki er á færi annarra en fésterkra fyrirtækja að færa sér kosti þeirra fyllilega í nyt. Auk þess getur verið tvísýnt um fjárhagslegan ávinn- ing, og vita það þeir, sem vel þekkja til. Dæmi eru til þess, að umboðs- menn hafi gripið til þess sem með- mæla með sumum gerðum setningar- véla, að hafa mætti af þeim góðan arð með því að þrælka við þær konur, þar sem vinnuafl þeirra væri ódýrara en karla, og þess utan gætu þær náð meiri hraða en karlmenn. Auk þeirra hluta, sem getið er hér áður, hafa verið fundin upp ógrynni vélgengra og efnafræðilegra hjálpargagna af ýmsu tagi, sem hvert hefir til síns ágætis nokkuð til afnota við prentiðn, en mikla þekkingu og dómgreind og helzt reynslu þarf til að geta metið þau réttilega og valið hin hagkvæm- ustu. Upphaflega voru prentarar allt í senn: leturskrifarar, letursmiðir, setjarar, pressusveinar og litargerðar- menn. Letursmíðin varð snemma sér- stök iðngrein og litargerðin síðar, og smátt og smátt fór á svipaða lund með setningu og prentun. Sumir prentarar fengust eingöngu við setn- ingu, aðrir við prentun, en þó eru enn til prentarar, er iðka hvort tveggja. 1 rekstri stórfyrirtækja skipt- ist iðngreinin í enn fleiri anga. Eftir smíði handpressu úr stáli breyttist tækni prentunar mjög. Vél- knúnar pressur komu brátt í stað handknúinna. Með þeim fylgdi sú breyting á gangi prentunar, að prent- liturinn fluttist vegna vélgengisins af fleti þeim ávölum, sem prentað var af, í mjóum mönum í hliðlægri röð óslitinni yfir á þann, sem prentað var á, í stað þess, að í handpressum og eins í vélgengum fergispressum prent- ast af heilum fleti á heilan. 1 hrað- pressum er flöturinn, sem prentað er á, yfirborð sívalnings og því ávalur og í hverfipressum hvor tveggja flöt- urinn, og verður þá að gera ávala eftirsteypu af prentfletinum og festa á sívalning. Á hann er þá liturinn borinn. Með aukinni þörf fyrir prentgripi og íyrir þar með vaxandi kröfur um fljóta afgreiðslu hafa prentstörfin klofnað í tvennt, setningu og prentun. Æskilegast væri, að fullnuma prent- ari kynni vel hvort tveggja, enda læra prentarar það í ýmsum æðri prentlistarskólum erlendis, en aftur á móti nýtist vinnuafl þeirra betur með hinu laginu. Hvoru fylgir sinn vandi, sem mikla þekkingu, kunnáttu og leikni þarf til að leysa vel af hönd- um. Setjari á að setja rétt; prentari (pressusveinn) á að prenta vel. Til að setja rétt þarf góða þekkingu á máli og kunnáttu í hagnýtri málfræði auk annarra fræðigreina, svo sem list- fræði, litafræði o. fl., fyrir utan hina sérstöku kunnáttu í vinnufræði prent- listarinnar. Hið sama gildir og um sjálfa prentunina, og þar er vandinn jafnvel enn þá meiri að sumu leyti. Það er vafasamt, hvort í nokkurri annarri iðngrein er til jafn-vanda- samt verk sem aðlögun pappírsflatar að prentfleti, sú, er þarf til þess, að unnt sé að prenta vel, prentið verði „gott og hreint guðsorðaprent", skýrt og jafnt, enda er oft mjög syndgað á því sviði þvi miður. Prentiðn er vandasamt starf, þótt ekki liggi það öllum i augum uppi, sem að eins hafa séð prentvélar i gangi. IV. Góður prentari veit hverjum manni betur, hvernig prentgripur á að vera, ef hann getur fengið að vita, til hvers á að nota hann og — hvað hann má kosta, og kann að ganga frá honum i samræmi við það, en til þess þarf lika mikla þekkingu, kunnáttu og leikni. Því hlýtur það að mæða hann mjög, ef tekin eru af honum ráðin um fráganginn og hann verður að haga einhvern veginn öðru vísi en hann telur rétt verki sínu af einhverjum ástæðum, ef til vill eingöngu sakir vanþekkingar verkbeiðanda, sem veit ekki, að hann er að baka hvorum tveggja óþarfa fyrirhöfn og kostnað^ Prentverk er þreytandi vinna. Sér í lagi þreytir það prentara mjög, ef verk er svo illa undirbúið til prent- unar, að mikilla breytinga þurfi við, meðan hún stendur yfir, handrit illa skrifuð eða fyrirkomulag óvandlega hugsað. Slíkt dregur oft á eftir sér margvislegan kostnað, sem erfitt er að henda reiður á. Þarf þá og mikla aðgæzlu til þess, að ekki fari talsverð vinna til ónýtis og verði að tapi. Af fjölbreytni viðfangsefna prent- listarinnar stafar það, að stór og smá íyrirtæki þrífast hlið við hlið. Til dæmis má geta þess, að i Belgíu, sem er á mjög háu stigi í iðnaði, eru um 3.600 prentsmiðjur og þar af 1.800 með 1 kunnáttumanni, 1.100 með allt að 5, 625 með allt að 50, 25 með allt að 200, en 5 teljast stóriðjufyrirtæki. Svipað er hvarvetna, þótt hlutföll séu önnur. „Við nýlega tekið íramleið- endamanntal í Bandaríkjum Norður- Ameriku hefir komið í ljós, að við- skiptaprentiðnaðurinn er nú orðinn ein af aðaliðnaðargreinunum þar. 715.450 manns framleiða árlega and- virði 4.400.000 000 dala, og þykir það jafnvel þar fullsæmileg fjárhæð. Fyrirtæki þessarar iðnaðargreinar eru yfirleitt smá, og er fjöldi þeirra tal- inn 28.986.“ (,,tm“.) Enginn skyldi þó halda, að prentiðn sé gróðavænlegur atvinnuvegur. Þvert á móti er líklega fár atvinnurekstur til, sem auðveldara sé að tapa á. Þetta er eðlilegt. Vinnubrögðin eru saman sett af mörgum smáum at- riðum eða þáttum, sem verða að falla vel saman, þegar einn tekur við af öðrum, og má lítið út af bera, ef vel á að fara. Auk þess verður hvað að reka annað, þvi að töf á framarleg- um þætti getur valdið eða veldur óhjákvæmilega stöðvun á langri röð hinna, sem á eftir fara, og er þá íljótt að draga saman í töluvert t.ap.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.