Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Side 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Side 1
GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI IONAÐARMANNA Iðnoðurinn krefst mfnréttis Allt fram á hin allra síðustu ár hefir ])aÖ álit almennt verið ríkj- andi, að aðajatvinnuvegir þjóðar- innar væru aðeins tveir, landbún- áður og sjávarútvegur. Þótt það álit manna ríkti töluvert lengur, en rétt- mætt var, ])á var það að vísu lengi rétt, en vert er ])ó að gera sér þess Ijósa grein, að töluverður iðnaður hefir verið stundaður hér allt frá landnámstíð. Að vísu er þar fyrst lengi að öllu, og síðar að miklu leyti, um heimilisiðnað að ræða, og einmitt þess vegna hefir iðnað- urinn staðið i skugga liinna atvinnu- veganna, en þá verður og að gæta þess, að heimilin voru, allt fram á þessa öld, svo miklu stærri, cn nú er. Þau voru mörg hver stór framleiðslufyrirtæki á þeirra tíma mælikvarða, höfðu mörgu starfs- fólki á að skipa og framleiddu landbúnaðarafurðir og iðnaðarvör- ur bæði til eigin nota og til sölu innan lands og utan. Það voru og einmitt iðnaðarvörur, sem voru fyrstu útflutningsvörur þjóðarinnar, 'hennar fyrsti gjaldeyrir, og helzti gjaldmiðill um langt skeið, þar sem voru íslenzku vaðmálin. Mjög víða i sögu þjóðarinnar fyrr og síðar, er getið um menn, er hafi verið ágætir hagleiksmenn á tré og málma, jafnvel svo að undrun sætir, og hafa þeir verið verðugir frum- herjar sumra þeirra iðngreina, sem hér eru hvað þróttmestar i dag. Þannig mun óhætt mega fullyrða, að þáttur iðnaðarins í þjóðarbúskap íslendinga hefir allt frá landnáms- tíð verið allverulegur, og mun meiri, en ahnennt hefir verið talið. Hefir það einkum skyggt á raun- verulega þýðingu hans fyrir þjóðar- búskapinn, hve hann hefir staðið i nánum tengslum við landbúnað- inn sem heimilisíðnaður, og iðn- aðarvörurnar oft og einatt ])á taldar landbúnaðarafurðir. Það er fyrst á þessari öld, að iðnaðurinn færist verulega í auk- ana sem sjálfstæður atvinnuvegur, og hefir hlutur hans í þjóðarbú- skapnum farið hraðvaxandi síðustu áratugina. Hefir iðnaðurinn og nú Um langt skeið tekið við allri aukn- ingu vinnuafls meðal þjóðarinnar, og hann er eini atvinnuvegurinn, sem er liklegur til þess að gera það áfram, eins og málin horfa við í dag. Það er fyrst á þessari öld, að að réttmætt varð að telja iðnaðinn einn af aðalatvinnuvegum þjóðar- innar, en bæði ráðamenn þjóðar- innar, og mikill hluti liennar, liafa ekki viðurkennt þá staðreynd i orði, fyrr en nú á allra síðustu árum. Bar þar einkum þrennt til, að sú viður- kenning loks fékkst. Ilin fjölbreytta og glæsilega iðn- sýning 1952 opnaði mjög augu manna, iðnaðarskýrslurnar frá 1950 sömuleiðis, er sýndu með óhrekjandi tölum hve iðnaðarframleiðslan var orðin rnikil, og tóku þær þó ekki yfir byggingaiðnaðinn, sem þó er stærsti þátturinn, og allslierjarmanntalið frá 1950 sannaði það, sem fáir hefðu áður trúað, að fleiri landsmenn hefðu þá framfæri sitt af iðnaði, cn af landbúnaði og sjávarútvegi til samans. Varð því þá eigi lengur á móti mælt, að iðnaðurinn væri einn af aðalatvinnuvegum þjóðar- innar. En þótt þannig hafi ekki verið lengur hægt að synja iðnaðinum um þessa viðurkenningu i orði, þá vant- ar enn mikið á, að hún hafi verið veitt í verki. Sannast það bezt á því, að enn eru gerðar aðrar og strangari kröfur til iðnaðarins, en annarra atvinnuvega, og honum eru jafnframt slcöpuð önnur og lakari skilyrði, til þess að fullnægja þeim kröfum. Skal nú gerð nokkur grein fyrir því, hversu hlutur iðnaðarins er þannig miklu lakari en annarra aðalatvinnuvega þjóðarinnar. Er þá jafnframt rétt að taka fram, til þess að koma i veg fyrir hugsanlegan misskilning, að í eftirfarandi saman- burði felst engin krafa um það, að landbúnaður eða sjávarútvegur verði sviptir þcim rétti, sem þessir at- vinnuvegir nú hafa, heldur einungis krafa um sama rétt iðnaðinum til handa. Eitt af því, sem við formælendur iðnaðarins fáum oft fyrst að heyra, er við tölum fyrir framgangi hags- munamála hans, og það sem oftast klingir við, þegar rætt er almennt um iðnaðarmál, er það, að íslcnzkur iðnaður verði að vera samkeppnis- fær, við erlendar iðnaðarvörur, til

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.