Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1956, Blaðsíða 4
4 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Aðfllfundur Iðnaðnrbnnlut fslnnds h.f. Aðalfundur ISnaSarbanka íslands h.f. var haldinn laugardaginn 2. júní s.l. í Pjóðleikhúskjallaranum. Fund- urinn var mjög fjölsóttur og voru þar mættir hluthafar með um 12.200 atkvæði af 13.000 atkvæðum mögu- legum. Formaður bankaráðs, Páll S. Páls- son, setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Kristjón Kristjónsson og fundarritari Jón Sigtryggsson. Formaður hankaráðs flutti skýrslu um starfsemi bankans frá síðasta aðalfundi. Bankastjóri, Guðmundur Ólafs, las upp og skýrði reikninga bankans árið 1955, og voru þeir samþykktir samhljóða. í bankaráð voru kjörnir: Einar Gíslason, Guðmundur II. Guðmundsson, Helgi Bergs, lvristján Jóh. Kristjánsson og Páll S. Pálsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Eggert Jónsson og Pétur Sæmund- sen. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Iðnaðar- banka íslands h.f. haldinn 2. júní 1950, skorar á hæstvirta ríkisstjórn að útvega bankanum liið allra fyrsta 15 milljóna króna lán. sem Alþingi gaf ríkisstjórninni tieimild ti! að taka vegna bankans fyrir þremur árum síðan.“ Tnnstæður i sparisjóði bankans námu um s.l. áramót rúmlega 38.3 millj. króna og höfðu aukizt um nær G millj. króna á árinu. Innstæður í blaupareikningi höfðu aukizt um 4.4 millj. króna og nániu i árslok 11.2 millj. króna. Innstæður í bankanum námu Jiannig alls um 50 millj. króna um áramót, og höfðu þannig aukizt um rúmlega 10 millj. króna á árinu. Útlán á víxlum námu nær 41.4 millj. króna og á hlaupa- reikningum 8.3 millj. króna, eða samtals 49.7 millj. króna. Vaxtatekj- ur nániu rúmlega 3.5 millj. króna, en greiddir vextir af innstæðum 2 millj. króna. Reksturskostnaður nam rúmlega 1 millj. króna, afskriftir kr. 371.700.00 og tekjuafgangur lagð- ur í varasjóð kr. 144.300.00. Hlutafé bankans 6.5 millj. króna. var að fullu greitt er aðalfundur var haldinn. Væntanlega verður síðar skýrt nánar frá skýrslu formanns banka- ráðs í einstökum atriðum. Eigendur drdttarbrauta stofna íéloj í aprílmánuði s.I. komu nokkrir eigendur og fyrirsvarsmenn dráttar- brauta saman á fund í Reykjavík, til þess að ræða stofnun félags í þeim lilgangi að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum dráttar- brautanna. Var stofun slíks félags einróma samþykkt, og voru félag- inu þegar sett lög og kosin stjórn. Félagið heitir „Félag íslenzkra dráttarbrautaeigenda", og er tilgang- ur þess samkvæmt lögum þess: „Að vinna að framgangi sameiginlegra hagsmunamála félagsmanna, sam- ræma verðtaxta dráttarbrautanna, og standa í hvívetna vörð um hags- muni og réttindi félagsmanna,“ Félagsmenn geta allir orðið, sem eiga eða reka dráttarbrautir hér á landi. í stjórn voru kosnir: Formaður: Bjarni Einarsson, Ytri- Njarðvík. Ritari: Marsellíus Bernharðsson, ísafirði. Gjaldkeri: Sigurjón Einarsson, Hafnarfirði. Varamenn: Þorsteinn Danielsson, Reykjavík og Valdemar Björnsson, Keflavík. Skönimu eftir stofnun félagsins var samþykktur sameiginlegur verð- taxti, er tók þegar gildi, og hefir verið farið eftir honum síðan. Er það til mikilla hagsbóta fyrir félags- menn, þar sem verðtaxtar dráttar- brautanna voru sundurleitir, og orðnir mjög í ósamræmi við núver- andi verðlag vegna samtakaleysis, Félagið befir ákveðið að beita sér fyrir þvi, að bætt verði að sigla fiskiskipum til útlanda, lil þess að skipta þar um vélar í þeim, svo sem mjög hefir tíðkast. Er hér um að ræða mikið hagsmunamál, og er fé- lagið staðráðið í, að una eigi lengi við aðgerðarleysi í þeim málum. Félagið mun vinna að því að nægilegt verkefni fáist við nýsmíði fiskiskipa hérlendis, til þess að fyrirtæki félagsmanna þurfi eigi að stöðvast suma hluta ársins vegna verkefnaskorts. Landssamband iðnaðarmanna lief- ir unnið mjög að hagsmunamálum skipasmíðastöðvanna á undanförn- um árum, en mjög styrkir það að- stöðu til þess að ná góðum árangri, að dráttarbrautirnar skuli nú hafa stofnað með sér hagsmunasamtök, sem liafa tekið forystuna í þessari baráttu, og mun Landssambandið að sjálfsögðu halda áfram að leggja þessum málum lið eftir föngum. TÍMARIT IÐNAÐ ARMANN A Útgefandi: Landssamband Iðnaðarmanna. - Ritstjóri og ábyrgðarm.: Eggert Jónsson. - Skrifstofa og afgreiðsla á Laufásvegi 8, Rvk, sími 53G3, pósthólf 102. - Prentað í Herbertsprenti, Bankastr. 3, simi 3635. ------------------------------------------------------------------1

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.