Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1956, Blaðsíða 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1956, Blaðsíða 1
4. hefti 29. árg. 1956 GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI ION AÐAR MANNA Skýrsla stjórnar landssambands íðnaðarmanna til 18. Iðnþings íslendinga yfir starfstímabilið frá október 1955 til október 1956. Allar þær ályktanir er gerðar voru á 17. I8,nþingi, voru sendar þeim aðilum, er þær beindust að. I framhaldi af því hefir af hálfu Landssambandsins verið unnið að framgangi þeirra með bréfaskriftum og viðræðum, og málunum þokað áfram, eftir því sem frekast hefir verið unnt og tilefni hefir gefizt til. Verður hér á eftir gerð nánari grein fyrir meðferð þeirra, og annarra mála, er Landssambandið hefir tekið upp eða fjallað um. Skipulagsmál byggingaiðnaðarins. Á siðasta Iðnþingi var samþykkt ályktun um að fela stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna að vinna að því við ríkisstjórnina, bæjar- stjórn Reykjavíkur — og ef til vill fleiri bæjarfélög, að skipuð verði nefnd sérfróðra manna, bygginga- iðnaðarmanna, húsameistara og verkfræðinga. til þess að rannsaka byggingamál bæjanna, bæði hvað snertir kostnað, hagnýtingu efnis og gerð og skipulag bygginga, svo og lánakjör til bygginga með tilliti til byggingakostnaðar. Sambandsstjórnin sendi ríkis- stjórninni og borgarstjóranum í Reykjavík ályktun þessa ásamt bréfi, þar sem nánari grein er gerð fyrir ályktun þessari, og með tilmælum um, að þessir aðilar tækju þátt í skipun nefndar þessarar og kostn- aði við störf hennar. Borgarstjórinn í Reykjavik hefir svarað bréfi Landssambandsins, og skýrt frá því, að Reykjavikurbær hafi samþykkt að taka þátt í skinun nefndarinnar og kostnaði við störf hennar. Ríkisstjórnin hefir hins vegar ekki enn svarað þessari mála- leitun Landssambandsstjórnar, og hefir hún þó vcrið itrekuð við nú- verandi rikisstjóm, og henni jafn- framt tilkynnt, að Reykjavíkurbær hafi tekið jákvæða afstöðu til máls- ins. í þessu sambandi er rétt að benda á, að samkvæmt lögum um hús- næðismálastjórn nr. 55 frá 20. maí 1955 segir svo í 2. gr: „Húsnæðismálastjórn skal vinna að umbótum í byggingarmálum með því meðal annars: 1. Að koma á fót og hafa yfirstjórn á leiðbeiningarstarfsemi fyrir húsbyggjendur, í því skyni að lækka byggingarkostnað og koma d hvers konar umbótum i húsa- gerð og vinnutækni við hús- byggingar. 2. Að láta fara fram rannsókn og samanburð á byggingarkostnaði húsa viðsvcgar á landinu, í þvi skyni að finna, hverjir byggja hús með minnstum kostnaði og hvað veldur þeim mun, sem cr á byggingarkostnaðinum. 3. Að gangast fyrir tæknirannsókn- um og kynningu nýjunga í bygg- ingariðnaði með sýningum, nám- skeiðum og útgáfu rita. 4. Að beita sér fyrir útvcgun hag- kvæmra ibúðarteikninga. 5. Að beita sér fyrir endurskoðun byggingarsamþykkta, þar sem þess þykir þörf. Við lausn þessara mála skal bús- næðísmálastjórn leita eftir sam- komulagi við þá aðila, sem hafa sérþekkingu á þessum málum, svo sem Atvinnudeild Háskólans. húsa- meistara rikisins, Iðnaðarmálastofn- un íslands, byggingarnefndir, skipu- lagsstjóra ríkisins, teiknistofu land- búnaðarins, byggingavöruverzlanir og framleiðendur byggingarefnis og íbúðarhluta. Er framangreindum að- ilum skylt að veita húsnæðismála- stjórn hverjar þær upplýsingar, sem hún telur sér nauðsynlegar til að sinna verkefni sínu." Er af þessu ljóst, að ætlast er til að Húsnæðismálastjórn komi upp tæknilegri stofnun, er bæði annist rannsóknir og veiti leiðbeiníngar, og má því gera ráð fyrir, að ríkis- stjórnin ætli henni að annast þær rannsóknir, sem ályktun síðasta iðnþíngs tekur til. Ljóst er, að ekk- ert vit er i, að koma á fót mörgum rannsóknarstofnunum eða nefndum, er hafi sama eða svipuðu hlutverki að gegna. Er þvi æskilegast, ef hægt

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.