Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1956, Blaðsíða 3
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 3 iðnaðinum mjög fyrir þrifum. Var mál þetta m. a. rætt nokkuð á síð- asta iðnþingi. þótt eigi væri gerð þar um það sérstök ályktun. Þann 22. maí s.l., sendu Landssam- band iðnaðarmanna og Félag ísl. iðnrekenda sameiginlegt bréf til iðn- aðarmálaráðherra, þar sem sú ósk var borin fram, að stjórnskipuð yrði þriggja manna nefnd til að kvnna sér byggingarþörf iðnaðarins í land inu, og tæki nefndin til sérstakrar athugunar: — 1. Hvað Iiafi verið byggt af iðnað- arbúsnæði s.l. 8 ár? 2. Hvort ætla megi, að húsnæðis- skortur standi i vegi fyrir eðli- legri þróun iðnfyrirtækja og veiki samkeppniSaðstöðu þeirra gagnvart erlendum varningi? 3. Hve mikið þarf að byggja nú og næstu 3—4 ár til þess að mæta brýnustu húsnæðisþörfum þess iðnaðar sem nú er fyrir í land- inu? (rúmmetrar bygginga og áætlað kostnaðarverð.) 4. Að hve miklu leyti iðnfyrirtækin telji sig hafa fjármagn til þess að byggja fyrir? 5. Hverja aðstöðu iðnfyrirtæki hafa til þess að fá hentugar bygging- arlóðir og athafnasvæði hverju sinni, með nægum fyrirvara áður en ætlað er að byggingafram- kvæmdir hefjist. Iðnaðarmálaráðherra varð þegar við þessum tilmælum og skipaði hinn 24. maí s.l. í nefnd þá: Eggert Jóns- son, framkvæmdastjóra, Pál S. Páls- son, hrl. og Helga Eyjólfsson, fram- kvæmastjóra, er jafnframt var skip- aður formaður nefndarinnar. Voru nefndinni falin i meginatriðum þau sömu verkefni, er að framan greinir. Hinn 17. sept. s.I. skipaði iðnaðar- málaráðherra til viðbótar i nefnd- ina þá Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóra og Axel Kristjánsson, framkvæmdastjóra. Nefndin hefir enn eigi lokið störfum, en þess er að vænla, að iðnaðarmenn bregðist vel við, og láti henni í té þær upp- lýsingar, er hún þarfnast. Er og ástæða til fyrir iðnaðarsamtökin til þess að fylgja máli þessu eftir, þegar niðurstöður rannsóknarinnar tiggja fyrir. til þess að fá leyst úr þessum mikla vanda iðnaðarins. Innflutningur iðnaðarvara og iðnaðarvinnu. Rik áherzla hefir verið lögð á það í samþykktum undanfarinna iðn- þinga, að það væri eigi aðeins í þágu iðnaðarmanna, heldur og beinn bag- ur þjóðarheildarinnar, að eigi væri sótt lil annarra landa um lausn þeirra verkefna, sem auðvelt væri að leysa af hendi í landinu sjálfu. Hefir þetta einkum komið skýrt fram í ályktunum um innflutning fiskibáta og önnur mál i því sam- bandi. Miklir erfiðleikar hafa þó reynzt á að fá þetta sjónarmið viðurkennt í verki af stjórnarvöldum landsins. Ennþá er verið að flytja inn fiski- báta jafnbliða því að nýsmiði hefir dregizt saman hér innanlands, og var þó hvergi nærri eins mikil og vera þurfti. Þótt ráðamenn þjóðar- innar hafi að vísu viðurkennt nauð- syn þess, að innlendar skipasmiða- stöðvar hefðu næg vcrkefni við ný- smíði til atvinnujöfnunar, þá hafa þeir eigi treyst sér til að standa gegn hinum háværu kröfum útvegs- manna um innflutning. Mikil brögð hafa verið að því, að fiskibátum hafi verið siglt til út- landa til þess að skipta þar iun vélar í þeim, og er það eitt mesta hags- munamál skipasmíðastöðvanna, að því verði hætt, en skipt í þess slað um vélarnar hér heima. Megin á- stæðan til þess ástands. sem ríkt hefir í þessum málum, er sú, að séu vélarnar fluttar inn og skipt um þær í bátunum hér heima, þarf að greiða af þeim tolla og aðflutningsgjöld, sem nema t. d. ca. 80—85 þús. króna af 280 hk. vél, en ef skipt er um vél erlendis, þarf engin slík gjöld að greiða er báturinn kernur með hina nýju vél hingað beim. Eru þannig erlendar skipasmíðastöðvar beinlín- is tollverndaðar fyrir binum inn- lendu. Mál þetta hefir verið marg- sinnis og ítarlega rætt m. a. bæði við fyrrverandi og núverandi við- skiptamálaráðherra, er báðir liafa sýnt fullan skilning á málinu og vilja lil að kippa því í lag, en báðir bent á, að þetta væri á valdi fjár- málaráðherra. Þegar rætt hefir verið við fjármálaráðherra hefir hann að vísu viðui-kennt, að þetta mál þyrfti að leysa, en hann hefir neitað að fara þá leið að endurgreiða aðflutn- ingsgjöldin, sem þó virðast liggja beinast við, og i öðru lagi hefir hann haldið því fram, að ef þessi aðflutn- ingsgjöld yrðu felld niður, þá þyrfti um leið að gera eitthvað hliðstætt fyrir landbúnaðinn, sem þá yrði til verulegs tekjumissis fyrir rikissjóð. Fær þó ríkissjóður ekki tekjur af þeim vélum, sem nú er skipt um í bátum erlendis. Eigendur dráttarbrautanna hafa nú stofnað með sér félag, er hefir tekið forystuna í baráttunni fyrir þessum og öðrum hagsmunamálum skipasmíðastöðvanna en Landssam- bandið mun að sjálfsögðu veita því fullan stuðning í þeirri baráttu. Nú fyrir skömnni hafa enn verið veitt innflutningsleyfi fyrir yfir- byggðum almenningsbifreiðum, þótt innlendar bifreiðasmiðjur hafi nú nær engin verkefni við yfirbygging- ar og horfi fram á algera stöðvun í iðninni, ef ekki verður að gert. Mál þetta hefir nýlega verið rætt við viðskiptamálaráðherra, er kvað sér liafa verið tjáð, af hálfu for- mælenda sérleyfishafa, að ekki væri bægt að fá byggt yfir bifreiðar hér, nema með löngum fyrirvara, en auk þess hefði bílaþörfin hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur verið svo að- kallandi, að eigi hefði verið hægt annað en veita þeim nú leyfi fyrir yfirbyggðum vögnum. Annars lýsti hann því sem eindregnum vilja gjaldeyrisyfirvaldanna, að flytja heldur inn grindur, en yfirbyggða vagna, til gjaldeyrisspörunar. Þó mætti gera ráð fyrir, að frá þeirri stefnu yrði vikið, ef hægt væri að kaupa hentuga yfirbyggða vagna frá eimhverju því vöruskiptalandi, sem vér þyrftum að kaupa meira frá, en nú er gert, t. d. Ítalíu. Iðnaðarskýrslur. Söfnun iðnaðarskýrslna fyrir árið 1953, sem ákveðin var á sínum tíma, og ol'l hefir verið rætt um, hefir gengið mjög treglega. Voru og um skeið horfur á, að alveg yrði að hætta við þá söfnun, vegna þess, hve illa hún gekk. Fengu þó fram- kvæmdastjórar iðnaðarsamtakanna ákvörðun um það frestað á s.l. hausti, svo scm greinir í skýrslu Landssam-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.