Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1956, Blaðsíða 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1956, Blaðsíða 1
5. hefti 29. árg. 1956 GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI IONAÐARMANNA 18. IÐNÞING ISLENDINGA Átjánda Iðnþing íslendinga var haldið í Tjarnarcafé í Reykjavík dagana 23.—27. okt. s.l. Þingið var sett af forseta Landssambands iðn- aðarmanna, Björgvin Frederiksen, að viðstöddum þingfulltrúum og boðsgestum, en meðal þeirra voru Gylfi Þ. Gíslason, iðnaðarmálaráð- herra, og Gunnar Thoroddsen, borg- arstjóri. Þingsetningarræða forseta Lands- sambandsins er birt i heild á öðrum stað hér í heftinu. Forseti þingsins var kjörinn Helgi H. Eiríksson, fyrsti varaforseti Gísli Ólafsson og annar varaforseti Vig- fús Sigurðsson. Ritarar voru kjörnir Jón. E. Ágústsson og Siguroddur Magnússon. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna lagði eftirtalin mál fyrir þingið: Innflutningur iðnaðarvara og iðn- aðarvinnu. Iðnaðarbankinn og lánaþörf iðn- aðarins. Iðnfrœðsla og iðnskólar. Innflutningur vélbáta og endur- nýjun véla í fiskibátum. Iðnaðarmálastofnun íslands. Skatta- og tollamál. Skipulagsmál byggingariðnaðar- ins. Húsnæðisþörf iðnaðarins. Iðnsýningar. Breytingar á lögum Landssam- bandsins. Auk þess lagði stjórnin fram skýrslu um starfsemi Landssam- bandsins frá því er síðasta Iðnþing var haldið, og er skýrslan birt i heild i siðasta hefti Tímarits iðn- aðarmanna. Öll þau mál, er að framan eru tilgreind á málaskrá, voru rædd og gerðar um þau ályktanir, eftir því sem ástæður þóttu til. Auk þess voru tekin til meðferðar ýms mál, er borin voru fram af einstökum þing- fulltrúum og gerðar um þau álykt- anir. Verða samþykktir þingsins birtar í heild hér í Tímaritinu. Breytingar þær, er gerðar voru á lögum Landssanibandsins, er þó þýðingarlaust að birta í heild, þar sem lesendur Tímaritsins hafa yfir- leitt ekki lögin til samanburðar, en helzta efnisbreytingin var sú, að sett voru ákvæði um það, að full- trúar iðnskólanna á Iðnþingi skyldu fullnægja skilyrðum laganna um kjörgengi, ef þeir væru eigi skóla- stjórarnir sjálfir. Var þetta gert með tilliti til þeirra breytinga, sem hafa orðið á skipun skólanefndanna, þar sem þær þurfa nú eigi lengur að vera eingöngu skipaðar iðnaðar- mönnum, eftir að lög um iðnskóla tóku gildi. Þá var og tekið inn í lögin ákvæði, er tryggir mönnum, er sæti eiga i stjórn Landssambandsins, rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögu- rétti, þótt þeir séu eigi lengur kjörn- ir fulltrúar, en ekki hafa þeir þá atkvæðisrétt. Formanni Iðnfræðslu- ráðs var og tryggður sami réttur. Aðrar lagabreytingar voru ein- ungis að formi til,- en ekki efni, og til staðfestingar á gildandi venjum. Til þingsins mættu 54 fulltrúar. Úr stjórn Landssambandsins átti að ganga Einar Gislason, og var hann endurkjörinn einróma. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna skipa nú: Björgvin Fredcriksen, vélvirkja- meistari, forseti, Einar Gíslason, málarameistari, varaforseti, Tómas Vigfússon, húsasmíða- meistari, Guðmundur Halldórsson, húsa- smíðameistari og Vigfús Sigurðsson, húsasmíðameistari. í varastjórn voru kjörnir: Guðm. H. Guðmundsson, Guðjón Magnússon, Gunnar Björnsson, Gísli Ólafsson, Þóroddur Hreinsson. Endurskoðendur reikninga Lands- sambandsins voru kjörnir: Helgi H. Eiríksson og Sigurjón Vilhjálmsson, en til vara Jón E. Ágústsson og Ragnar Þórarinsson. Samþykkt var samkvæmt tillögum stjórnar Landssambandsins að sæma þá Björn H. Jónsson, skólastjóra Iðnskólans á ísafirði og Þorstein Sigurðsson, húsgagnasmíðameistara, Reykjavík, heiðursmerki iðnaðar- manna úr silfri. Á miðvikudag bauð Gylfi Þ.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.