Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1956, Blaðsíða 3
TlMARIT IÐNAÐARMANNA gera það að einu helzta baráttumáli sinu, að iðnaðurinn fái jafnréttis- aðstöðu við sjávarútveg og land- búnað ,með þvi að honum verði séð fyrir stórauknum fjárframlögum ár- iega til eflingar og uppbyggingar. Það er ekki hægt að láta svo til ganga öllu lengur, að engin stofnun sé til, sem telji sig hafa nokkrar skyldur til að lána fé i húsbygg- ingar iðnaðarins. Það þarf að koma á fót sérstakri deild annaðhvort innan Iðnlánasjóðs eða við Iðnað- arbankann, sem gegni því hlutverki að lána út á fasteignir iðnfyrirtækja, slík sjóðmyndun verður að komast á með framlagi úr rikissjóði. Iðnfyrirtæki greiða milljónatugi i skatta, tolla og önnur opinber gjöld, en á fjárlögum Alþingis eru aðeins veittar 2.5 millj. króna til iðnaðar- mála á móti 43.6 millj. til land- búnaðarmála og 10.7 millj. til sjáv- arútvegsmála. Iðnaðarmenn, nú er kominn tími til þess að þið beitið áhrifum ykkar við ráðamenn þjóð- arinnar utan þings og innan, að þetta misræmi verði leiðrétt áður en það verður of seint. Iðnfyrirtæki eru að sligast undir tollunum, sköttunum og bátagjaldeyriskaupum fyrir nauð- synlegustu vélum og tækjum. Á sama tíma er allur þessi afrakstur frá iðnaðinum fluttur yfir í aðra at- vinnuvegi. Svo bart er gengið að iðnfyrirtækjum, að sendir eru inn- heimtumenn með lögregluaðstoð til að krefja skatta af upphæðum, sem oft eru ógreiddar af þeim, sem unn- ið er fyrir, í láni 'hjá öðrum at- vinnugreinum. Iðnaðurinn þyrfti vissulega ekki að biðja um opinbera aðstoð til sinna þarfa, ef í einhverju væri minnkuð sú skattaáþján og tolla, sem fyrirtækin búa við. En fyrst þessi háttur er á hafður, þá verða iðnaðarsamtökin að krefjast þess að fá aftur réttlátan hluta af of- reiknuðum sköttum. Einnig er það alkunna, að iðnfyrirtæki mæta hinum verstu vaxtakjörum af aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar. Það er furðulegt, hve erfitt er að fá ráða- menn þjóðarinnar til þess að skilja nauðsyn þess, að fslendingar eignist sem flest vel búin iðnfyrirtæki, þeg- ar þess er gælt, að flestir hafa orðið lifsviðurværi sitt af iðnaði og það er á allra vitorði að aukinn iðnaður er í öllum menningarlöndum talinn einn vísasti vegurinn til aukinnar velmegunar og atvinnujöfnunar. Heilbrigðir atvinnuvegir eru sú undirstaða sem allt annað hvílir á. Ég 'hefi verið nokkuð langorður um þessi mál, en vonandi er þetta atriði byrjun á mikilli sókn iðnaðar- samtakanna fyrir jafnrétti og ég vænti þess að þetta iðnþing sendi frá sér skelegga áskorun til þings og stjórnar, um að myndaður verði byggingasjóður fyrir iðnaðinn og að iðnlánasjóður verði efldur veru- lega. Iðnaðarmenn munu af áhuga fylgj- ast vel með framvindu þessa máls á næstu timum, og þá sérstaklega meta alla þá aðstoð einstakra þing- manna, sem gera vilja jafnréttis- kröfu iðnaðarins að baráttumáli. Nafnið Iðnaðarbankinn, mun hér eftir sem nokkur undanfarin ár prýða málaskrár Iðnþinga og Árs- þinga iðnrekenda og er það ekki að ófyrirsynju, svo mjög sem starf- semi bankans hefur æ viðtækari áhrif á rekstur iðnaðarins. Stofn- un bankans var lieillarík ákvörðun til eflingar iðnaðinum og hefur bankinn hjálpað ótal mörgum, sem hafa ekki átt aðgang að öðrum lánastofnunum. En til þess að við- halda eðlilegri þróun bankans þá er hann í mikilli þörf fyrir aukið fjármagn til útlána. Þessa þörf hefir Alþingi viðurkennt, er það sam- þykkti frumvarp um heimild til handa rikisstjórninni til lántöku fyrir bankann. Lengra hefur málið ekki komizt, heimildin er því létt- meti í fjárhirzlu bankans. Iðnaðar- menn binda því miklar vonir við, að núverandi ríkisstjórn vindi hráð- an bug að því að útvega umrætt lánsfé að upphæð 15 millj. króna. Einnig verðum við að bera fram þá kröfu, að iðnaðurinn fái sinn hlut þegar tekjuafgangi ríkissjóðs er úthlutað til atvinnuveganna. Takmarkið er sama fyrirgreiðsla ríkisvaldsins til iðnaðarins og til landbúnaðar og sjávarútvegs. Um áramót urðu bankastjóra- skipti við Iðnaðarbankann. Helgi Hermann Eiriksson óskaði eftir að láta af störfum og vil ég við þetta tækifæri þakka Helga H. Eiríkssyni fyrir mikið og óeigingjarnt braut- ryðjendastarf við bankann sem og á öðrum sviðum iðnaðarmála. Þá vil ég óska hinum nýja banka- stjóra, Guðmundi Ólafs, allra heilla í starfi og óska þess, að við megum lcngi njóta starfskrafta lians og mikillar þekkingar í bankamálum. Góðir iðnaðarmenn, það er á- nægjulegt hversu vel þetta iðnþing er sótt. Það er visbending um, að þið metið heildarsamtök ykkar, það er styrkur fyrir okkur, sem stöndum í fyrirsvari fyrir félögum og við kunnum vel að meta allan áhuga, sem sýndur er málum okkar til framdráttar. En vitanlega er misjafnt matið á gildi samtakanna meðal margra og oft skortir einnig á, að sambandið og samstarfið við félögin í dreifbýl- inu sé eins náið og æskilegt væri. Ein megin orsök þess er sú, hve Landssambandið hefur lítil fjárráð til starfsemi sinnar. Ég vil því núna beina þvi til allra þingfulltrúa, að þeir hver og einn geri tilraun til þess, að benda á leiðir til að efla Landssambandið bæði fjárhag og framkvæmdir. Oft heyrist á mönnum, að svo til öll okkar mál séu þegar komin i fastar skorður, við séum búnir að fá lög um iðju og iðnað, lög um iðnfræðslu, lög um iðnskóla, Iðn- aðarbanka og ótal margt fleira. Ég vil vara við þessum hugsunarhætti. Ég vil hinsvegar benda á það, að iðnaðarmenn eiga í dag ótal mörg þýðingarmikil mál óleyst, og alltaf eru að skapast ný vandamál með breyttum viðhorfum og því dyggari og betri verður varðstaða okkar að vera, því fleiri og stærri lög við þurfum að standa vörð um. Sem dæmi vil ég benda á, að við þurfum að vinna að aukinni mennt- un iðnaðarmanna, verklegri og bók- legri, og þar með að tryggja betur réttarstöðu okkar og samkeppnis- hæfni, við þurfum að vinna að auk- inn framleiðslu, því framleiðslu- aukning er eina raunhæfa lausnin fyrir kjarabótum og bættum lifs- kjörum. Við þurfum að vinna að betra samstarfi milli vinnuveitenda og launþega. Við skulum ávallt leita að viðfangsefnum til þess að fegra og bæta lífið. Góðir iðnaðarmenn og konur, með þeirri einlægu ósk, að störf ykkar um ókomin ár megi einkenn- ast af réttlæti og dyggð til farsæld- ar fyrir land og þjóð, segi ég 18. Iðnþing íslendinga sett.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.