Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Síða 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Síða 1
GEFIÐ UT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA Iðnaðinn vantar öflugan stofnldnasjéð NAUÐSYN BYGGINGAR- LÁNASJÓÐS. Lánaþörf iðnaðarins hefir lengi verið ei'tt af helztu málum á mála- skrá iðnþinga og annars staðar, þar sem hagsmunamál iðnaðarins liafa verið til umræðu. Er þetta mjög að vonum, ])ar sem iðnaðinn hefir lengi skort stórlega fjármagn, bæði til fjárfestingar og sem rekstrarfé. Hcf- ir og iðnaðurinn borið mjög skarð- an hlut frá borði við skiptingu láns- fjárins milli atvinuveganna. Land- búnaður og sjávarútvegur liafa fyrir löngu fengið sína sérstöku banka, sem eru orðnir mjög öflugar lána- stofnanir, en skannnt er síðan Iðn- aðarbanki íslands var stofnaður, og vannst sá sigur með naumindum, eftir langa og harða baráttu. Starf- semi Iðnaðarbankans hefir gengið ágætlega, og hefir hann bætt úr brýnni þörf margra, þótt enn vanti mjög á, að hann fullnægi þörf iðn- aðarins fyrir rekstursfé, og er það að vonum, þar sem bankinn hefir enn aðeins starfað skamma hríð, en þarfir iðnaðarins miklar og hrað- vaxandi. Hinsvegar er enn engin lánastofn- un til ,er telji sér skylt að lána fé til byggingar iðnaðarhúsnæðis, en landbúnaður og sjávarútvegur liafa lengi átt sína sérstöku sjóði, er veita þeim Iiagstæð lán til fjárfestingar, og hafa þessir sjóðir verið efldir mjög með fjárveitingum úr ríkis- sjóði. Heftir það vissulega mjög vöxt og viðgang iðnaðarins, að þannig skuli vera nær ógerningur að fá nokkur lán til byggingar iðn- aðarhúsnæðis. Tekur það bæði til þeirra, er gjarnan vildu hefja at- vinnurekstur í iðnaði, en geta eigi vegna skorts á húsnæði, og hinna, sem fyrir eru, og vildu gjarnan færa út kviarnar, eða byggja sér betra húsnæði, en þeir hafa yfir- leitt heldur ekki verulegt eigið fé að byggja fyrir, þar sem hinar gíf- urlegu skattaálögur torvelda mjög söfnun nauðsynlegra varasjóða. Það er þannig eitt af helztu hagsmuna- málum iðnaðarins í dag, að hann fái sinn sérstaka byggingarlána- sjóð. SAMÞYKKT IÐNÞINGS. Mál þetta kom til umræðu á síð- asta Iðnþingi í sambandi við um- ræður, er fram fóru um húsnæðis- þörf iðnaðarins, og kom þar skýrt fram, að i þessum málum ríkir full- komið vandræðaástand, þar sem byggingarlán til iðnaðarhúsnæðis er yfirleitt hvergi að fá. Var það ein- róma álit þingsins, að við svo búið mætti ekki lengur standa, og til þess að staðfesta það samþykkti þingið eftirfarandi ályktun: „Þar sem nú er engin lána- stofnun til, sem telur sér skylt að lána fé til byggingar iðn- aðarhúsnæðis, skorar þingið á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja nú þegar, að iðnaðurinn fái sinn sérstaka byggingarlána- sjóð, er verði nægilega öflugur, til þess að bæta úr brýnustu þörf iðnaðarins fyrir bygging- arlán vegna iðnaðarhúsnæðis.“ Þótt þessi ályktun tilgreini sér- slakan byggingarlánasjóð, þá kom ekkert fram í umræðum, er benti til þess, að ný sjóðsstofnun væri skýlaus krafa, heldur mætti einnig leysa þetta mál á þann liátt, að efla Iðnlánasjóð nægilega, til þess að hann gæti tekið að sér hlutverk. Virðist og sem það mundi einfald- asta og heppilegasta lausn málsins. IÐNLÁNASJÓÐUR VEITI AÐEINS STOFNLÁN. Á Alþingi 1954 og 1955 fluttu þeir Magnús Jónsson og Jónas Rafnar frv. til laga um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð, og voru veigamestu breytingartillögurnar þær, að ár- legt framlag ríkissjóðs skyldi hækk- að úr kr. 300.000,00 upp í kr. 600.000,00, og að sjóðurinn skyldi framvegis aðeins veita stofnlán. Var ]>að rökstutt með því, að eðlilegt væri, að rekstrarlánin væru i verka- hring Iðnaðarbankans. Á 17. Iðnþingi fslendinga var lýst eindregnum stuðningi við frv. þetta, og er Alþingi sendi Landssambandi iðnaðarmanna frumvarpið til um- sagnar s.l. vetur, var sú yfirlýsing endurtekin, en jafnframt tekið fram,

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.