Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 3
TlMARIT IÐNAÐARMANNA HÚSNÆÐISÞÖRF IÐNAÐARINS. 18. Iðnþing íslendinga fagnar því, að iðnaðarmálaráðherra skuli hafa orðið við tilmælum iðnaðarsamtak- anna um skipun nefndar til þess að rannsaka liúsnæðisþörf iðnaðar- ins. Jafnframt leggur þingið áherzlu á, að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar til þess að bæta úr þessari þörf, og meðal annars verði þess gætt, að eigi séu lagðar hömlur á byggingu iðnaðarhúsnæðis með synj- un á nauðsynlegum leyfum. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þvi, að skip- uð 'hefir verið nefnd til þess að skipuleggja iðnaðarsvæði innan Reykjavikurbæjar og leggur áherzlu á, að störfum nefndarinnar verði hraðað, til þcss að skortur bygg- ingarlóða tefji ekki byggingar iðn- aðarliúsa. Þar sem nú er engin lánastofnun til, sem telur sér skylt að lána fé til byggingar iðnaðarliúsnæðis, skor- ar þingið ennfremur á rikisstjórn og Alþingi að tryggja nú þegar, að iðnaðurinn fái sinn sérstaka bygg- ingarlánasjóð, er verði nægilega öflugur, til þess að bæta úr brýn- ustu þörf iðnaðarins fyrir bygging- arlán vegna iðnaðarhúsnæðis. ENDURSKOÐUN SKATTA- OG ÚTSVARSLAGANNA. Á 17. Iðnþingi íslendinga voru samþykktar ítarlegar tillögur um endurskoðun skatta- og útsvarslag- anna, með sérstöku tilliti til þeirra loforða, er fyrrverandi ríkisstjórn 'hafði gefið um þá endurskoðun. Síð- ar gerðist Vinnuveitendasamband íslands, Félag ísl. iðnrekenda, Verzl- unarráð íslands og Samband smá- söluverzlana aðilar að þessum til- lögum, og unnu sameiginlega að því, að knýja fram þessa endurskoðun á síðasta Alþingi. Þar sem það bar ekki árangur, þá ályktar 18. Iðnþing íslendinga að senda þessar sam- þykktir 17. Iðnþings til núverandi rikisstjórnar með áskorun um að hún beiti sér fyrir endurskoðun skatta- og útsvarslaganna á grund- velli samþykkta 17. lðnþings ís- lendinga. IÐNFRÆÐSLA OG IÐNSKÓLAR. 18. Iðnþing íslendinga telur nauð- synlegt, að lokið verði smiði iðn- skólans í Reykjavík sem fyrst, og að við hann verði komið á fót: a. Meistaraskóla. b. Forskóla. c. Verklegum námskeiðum í ýms- um greinum. d. Námskeiðum fyrir kennara í iðnskólum. Iðnþingið skorar á meistara í lög- giltum iðnum, að vanda til vals á iðnnemum, með tilliti til þess, að 'hinir verðandi iðnaðarmenn séu vel fallnir til náms í iðninni. Iðnþingið felur stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna að vinna að því, í samvinnu við stjórn Sambands iðnskóla á íslandi, að riki og bæj- arfélög styrki þá iðnskóla, sem ckki eru nógu stórir til þess að hafa fastráðna kennara, svo að svari húsnæði og kennslukaupi. Iðnþingið telur nauðsyn á, að sem fyrst verði komið á fót tækniskóla við iðnskólann í Reykjavík, í ýms- um greinum. Jafnframt skorar iðn- þingið á ríki og bæ, að veita fé i þessu skyni strax á næsta ári. SKIPULAGSMÁL BY GGINGAIÐN AÐ ARIN S. 18. Iðnþing íslendinga ítrekar fyrri samþykkt sina um skipun nefndar til þess að rannsaka bygg- ingamál bæjanna, og lýsir ánægju sinni yfir þeim jákvæðu undirtekt- um, sem sú tillaga hefur fengið. Jafnframt tekur þingið fram, að skipun nefndar í þessu máli má ekki tefja. Þingið telur,að heppilegast mundi að láta þessa rannsókn fara fram i samráði við eða undir yfirstjórn Iðnaðarmálastofnunar íslands. IÐNAÐARBANKINN OG LÁNAÞÖRF IÐNAÐARINS. 18. Iðnþing íslendinga samþykkir að ítreka óskir fyrri þinga til Al- þingis og ríkisstjórnar um að út- vega hið fyrsta lán það, 15 mill- jónir króna, sem Alþingi heimilaði rikisstjórninni á sínum tíma að taka vegna Iðnaðarbankans, og enn hefir ekki fengizt. Jafnframt skorar þingið á rikis- stjórnina að gæta þess, að iðnaður- inn verði látinn njóta fyllsta jafn- réttis við landbúnað og sjávarútveg, þegar tekjuafgangi ríkissjóðs er skipt milli atvinnuveganna. INNFLUTNINGUR VÉLBÁTA OG ENDURNÝJUN BÁTAVÉLA. Allsherjarnefnd fór á fund þeirra ráðherranna Gylfa Þ. Gíslasonar, Eysteins Jónssonar og Lúðviks Jós- efssonar, og flutti fyrir þeim helztu vandamál skipasmiðaiðnaðarins, og eftir að hafa hlustað á vilja þeirra um, að þessi mál mættu ekki lengur við svo búið standa, og þau myndu verða leyst á þessu þingi, um leið og efnahagsmálin yrðu leyst i heild, þá leggur allsherjarnefnd til eftir- farandi: 18. Iðnþing íslendinga samþykkir að fela Landssambandsstjórn að vera vel á verði um þessi mál og koma á framfæri við ríkisstjórn, Al- þingi og innflutningsyfirvöld eftir- farandi atriðuin: 1. Innflutningur vélbáta verði ekki leyfður örar en það, að ávallt verði tryggt, að allar skipa- smíðastöðvar hafi nægileg verk- efni við nýsmíðar, þegar ekki er viðgerðarvinna. 2. Endurgreiddir verði áfram allir tollar og söluskattur og enn- fremur bátagjaldeyrir og fram- leiðslusjóðsgjald af öllu efni, vél- um og tækjum til vélbáta, sem smíðaðir eru innanlands. 3. Sömu endurgreiðslur verði af vélum til endurnýjunar í eldri vélbáta enda sé vinnan fram- kvæmd innanlands. 4. Gerðar verði ráðstafanir til að þær .skipasmíðastöðvar, sem hafa með höndum nýsmíði vélbáta, geti fengið lánsfé, sem nægi til að ljúka smíðinni á eigin rcikn- ing og stöðvarnar fái það fé með sömu vaxtakjörum og Fiskveiða- sjóður lánar til fiskiskipa.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.