Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1956, Blaðsíða 4
TlMARIT IÐNAÐARMANNA h INNFLUTNINGUR IÐNAÐARVARA OG IÐNAÐARVINNU. 18. ISnþing íslendinga skorar á rikisstjórnina að sjá svo um, að öll vandamál þjóðarinnar, er snerta iðnað verði leyst í fullu samráði við iðnaðarstéttirnar í landinu. Iðnþingið vill í því sambandi leggja áherslu á, að afkastageta iðn- aðarins verði fullnýtt til að skapa atvinnujafnvægí og spara dýrmætan gjaldeyri. 18. Iðnjhng íslendinga samþykkir að fela stjórn Landssambandsins að koma á framfæri við ríkisstjórn og gjaldeyrisyfirvöld, að aukin verði innflutningur á raflagnaefni til nýbygginga, svo þær stöðv- ist ekki, eins og þráfaldlega hefur komið fyrir þetta ár. Sérstaklega vill þingið leggja áherzlu á, að innlendum framleið- endum verði gert fært að fullnægja eftirspurn á raflagnavír á hverjum tíma. TOLLAMÁL. 18. Iðnþing fslendinga ályktar að skora á ríkisstjórn og Alþingi, að breyta lögum um tollskrá þannig, að vélar og tæki til iðnaðar verði færð niður í sömu tollaskrárflokka og vélar og tæki til iandbúnaðar og sjávarútvegs, þannig að tryggt verði, að iðnaðurinn geti keypt framleiðslutæki sín með sömu kjör- um og landbúnaður og sjávarút- vegur. BYGGING SÝNINGARSKÁLA. 18. Iðnþingið felur stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna að halda áfram samvinnu að undirbúningi, sem hafinn er, að framtíðarskipun sýningarsvæðis og byggingu sýn- ingarskála í Reykjavík og þeirri samvinnu sem mynduð hefir verið til þess að -hrinda þessu mjög svo þýðingarmikla máli áleiðis. Jafn- framt heitir Iðnþingið málinu fyllsta stuðningi. BYGGINGAR IÐNSKÓLA UTAN REYKJAVÍKUR. Til þess að unnt sé að framkvæma iðnskólahald samkv. lögum og reglugerð um iðnskóla, er fyrirsjá- anlegt, að á næstu árum verði nauð- synlegt að byggja skólahús fyrir iðnskóla utan Reykjavíkur. Skóla- hús þau, sem iðnskólarnir nota nú, eru reist fyrir aðra skóla og full- setin af námsfólki þeirra. Skorar 18. Iðnþing íslendinga því á Alþingi að taka upp á fjárlög fjárveitingar í þessu skyni og kr. 500.000.00 i fjárlagafrumvarp það, er liggur fyrir þinginu. VERKLEGT NÁM VÉLSTJÓRA. 18. Iðnþing íslendinga telur, að eigi megi dragast lengur, að endur- skoðun fari fram á fyrirkomulagi á verklegri kennslu vélstjóra, sem nú fer fram í vélsmiðjum. Leggur þingið því til, að hefja nú umræður um þessi mál og beinir því til Landssambandsstjórnar, að hafa forgöngu um að ræða þessi mál við Iðnfræðsluráð og Meistara- félag járniðnaðarmanna. FRAMTÍÐARSKIPULAG LANDSSAMBANDSINS. 18. Iðnþing fslendinga felur stjórn Landssambands iðnaðarmanna að rannsaka, hvaða Ieiðir séu heppi- legastar til þess að tryggja framtíð Landssambandsins með titliti til þeirra breytinga, sem hafa orðið á aðild iðnaðarmanna að samband- inu. Skal stjórnin undirbúa ákveðn- ar tillögur um framtíðarskipulag Landssambandsins og leggja fyrir næsta Iðnþing. Jðnaðartnannafélagið { ‘Reykfavík verður 90 ára liinn 3. febrúar n. k. Félagið minnist afmælisins með hófi í Tjarnarcafé laugardaginn 2. febrúar. Þessara merku tímamóta í sögu félagsins, sem er frumherji samtaka iðnaðarmanna á íslandi, verður nán- ar minnst síðar hér í Tímaritinu. Jclagssöngur Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Drottinn lætur okkur alla út á gHmuvöllinn kalla, sumir standa, sumir falla. sókn og vörn þar skiptast á. Lífiö livetur deiga og djarfa daglega aö vinna þarfa. — allir veröa aö iöja og starfa, enginn fœr aö sitja hjá. — Sœlt er aö vinna sitt til bóta, í sveita dagsins brauösins njóta. ■— Sá mun drýgstan lieiöur hljóta, er hopar aldrei marki frá. Ekki er nóg aö vaka og vinna, vefa fram á nótt og spinna: — tvinna skyldi þráö og þrinna, þá er von um sterkan kveik. Einum veröur tæpt á taki, tryggöin reynist Fjögramaki, veikur hver og ber aö baki bróöur nema eigi í leik. — Enginn skyldi bjargir banna aö blessist félag óöra manna. Látum eflast einnig sanna. óheill þeim, er tryggöir tveik. Hljóta mun um aldir alda upskeruna þúsundfalda liver, sem velli vildi halda, vinna, byggja og yrkja meir. — Okkur ber aö saga og sverfa, synir okkar landiö erfa, þróttur okkar á aö lierfa ajkur þann, sem byggja þeir. — Feigö mun okkur forlög blanda, falla menn til beggja handa, merki okkar mun þó standa, minning lifa þess, er deyr. Jóhann Frímann. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Útgefandi: Landssamband Iðnaðarmanna. - Ritstjóri og ábyrgðarm.: Eggert Jónsson. - Skrifstofa og afgreiðsla á Laufásvegi 8, Rvk, simi 5363, pósthólf 102. - Prentað í Herbertsprenti, Bankastr. 3, sími 3635.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.