Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 5
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA staklega hagstæð geta slík mót verið, ef sá, sem teiknar hugsar um það i byrjun, að slík mót skuli notuð. c) Sérmót eru til í mörgum gerðum og oft háð einka- leyfum. Einkenni slíkra móta er i flestnm tilfell- um mikill stofnkostnaðnr, ofl svo mikill, að hann er einstaklingum ofvaxinn. Slik mót eru þvi oft ei"n framleiðandans, stórra byggingafyrirtækja eíSa fyrirtækja, sem gera að atvinnu að leigja út s'ík mót til annarra. Ekki verður gerð tilraun til i'ð lýsa mörgum þessara móta, en aðeins nokkur nefnd lauslega. £ KRIDMÓT eru einna þekktust hér á landi, þó þau hafi ekki verið lengi í notkun. Annarsstaðar hafa þessi mót verið notuð lengi og var þeim þá lyft með þvi, að menn stóðu við sérstaka klifurstengur og drógu þann- ig mótin upp. Með tilkomu oliudælu til þess að lyfta mótunum hefir notkun þeirra aukist og batnað. Slik mót eru notuð í stórum stil við háa geyma og annað slikt, en þar sem mörg milliloft og inn- réttingar eru, má segja, að þau séu umdeild. STÁLMÓT eru einnig mikið notuð ýmist eingöngu úr stáli eða þá stálgrindur, sem mótaflekar eru lagðir á. Flest þessara móta miðast við fljóta uppsetningu, auðveld til niðurrifs og forðast vírbindingu í gegn- um steypuna. ÍSLENZK MÓT, sem Agnar Breiðfjörð hefir sótt um einkaleyfi á, eru að ýmsu leyti athyglisverð. Agnar Breiðfjörð gerir ráð fyrir uopistöðum úr járni með sérstökum hornstykkjum og öðrum nauð- synlegum búnaði. Að mínu áliti er þó fyrirkomulag hans á tengi- stykkjum i stað vírbindinga aðalatriðið, þar sem þessi tengistykki eru þannig útbiiin að nota má venjulegan mótavið án neglingar. Kem ég að þessu siðar. MÓTABINDINGAR. Allir trésmiðir þekkja vírbindingu eins og hún er venjulega framkvæmd hjá okkur, þ. e, að binda saman uppistöðurnar með mótavír, setja klossa á milli og snúa upp á vírana og strekkja þá þannig. Þessi vírbinding hefir þann kost, að hún er hand- 'hæg og krefst engra sérstakra áhalda, en ókostirnir eru lika margir. Virbindingin er seinleg og tréklossar þurfa að hreinsast burt jafnóðum og steypt er. Lekahætta er nokkur með vírunum sérstaklega, ef ekki er múrhúðað. Ryðtaumar koma fram, ef vírarnir ná út í yfirborð steypu, eftir að þeir eru höggnir af. Síðustu árin hafa verið hér í notkun, sérstaklega i sambandi við flekamót, sérstakir teinar (snaptie), sem eru þannig gerðir, að á þeim eru skífur, sem ákveða veggþykktina. Ennfremur eru þeir slegnir flat- ir nokkuð inni í steypunni og er ætlast til, að þeir séu brotnir þar, eftir að mótin eru tekin niður. Teinar þessir hafa likað vel, en eru nokkuð dýrir. „Formclamps" hafa verið notuð nokkuð og eru oft mjög handhæg. Er þá notað venjulegt steypustyrkt- arjárn, en á enda þess utan við okana er settur hólk- tir með stoppskrúfu. Ef um veggi er að ræða, ma nota steypuklossa með gati til þess að ákveða vegg- þykktina. Eru þá járnteinarnir dregnir út um leið og mótin eru rifin og fyllt i götin. Þar sem binda þarf saman mót t. d. í þrýstivatns- pipum eru notaðir holtar, sem settir eru saman nokkuð inn í steypunni með múffum og endarnir síðan skrúf- aðir af og fyllt í holurnar. í einkaleyfisumsókn Agnars Breiðfjörðs eru tengi- stykkin úr flatjárni, sem eru þannig útbúin, að á þeim eru hök (stönsuð), sem afmarka veggþykktina, halda steypuborðunum föstum og binda saman járnuppi- stöðurnar. I>egar rifið er utan af, er snúið upp á enda þessara flötu tengijárna, og eru þá borð og uppistöður lausar. Þá er ætlast til, að tengijárnin verði brotin' inni í steypunni með einföldu átaki. Hvort þessi aðferð á framtið fyrir sér er undir þvi komið að takast megi að framleiða tengistykkin þann- ig, að þau verki eins og ætlast er til og svo ef til vill aðalatriðið, að framleiðslan geti orðið nógu ódýr. Hingað til hef ég að mestu rætt um tvöföld mót. Undirsláttur er ekki siður þess verður, að honum sé veitt athygli. Aðalókostur venjulegu aðferðarinnar er mikil negling og kostnaður við að rífa. Víða eru notaðar uppistöður af færanlegri lengd með skrúfu á enda til finstillingar, og er það mikil framför. Ýmsar gerðir eru til af mótum fyrir loft, og þær beztu eru úr stáli, sem bera milli veggja eða milli fárra stoða, sem hægt er að leggja borð eða fleka á án neglingar. VINNUFRAMKVÆMD. Nákvæmni í mótauppslætti er miklu meira áríðandi en menn gera sér almennt ljóst. Því miður er það al- gengt, að veggir eru ekki lóðréttir og loft halla. Að þessu er svo mikil brögð, að raunveruleg hæð frá gólfi til gólfs og þykkt veggja er ekki vitað, fyrr en múrverki er lokið. Þetta hefir það í för með sér, að ýmsa hluti innan- húss er ekki hægt að smíða að fullu, fyrr en 'húsið er fullgert, hvað múrverki viðkemur. Auk þess hefir ó- nákvæmni beinan kostnað i för með sér fyrir hús- eigendur. Við skuhim gera ráð fyrir að veggur sé 5 cm. úr lóð- réttri línu. Þetta þýðir aukaátak hjá múrara allt að 5 cm. Ef múrunin samsvarar blöndu 1:3, mun láta nærri að sandur og sement i slikt ákast kosti ekki undir kr. 25.00 á m-. (Sandur 200.00 kr. á teningsmeter af lög- um og sement allt að kr. 350.00). Er þá eftir að greiða múraranum fyrir ákastið og handlangara fyrir sína vinnu. Af þessu má sjá, að hver cm., sem veggnum hallar kostar eigandann 8—10 kr. á fermeter. Ef ónákvæmur uppsláttur orsakar það að múrhúða þarf fleti, sem annars hefði ekki þurft, verður kostn- aður jafnvel ennþá meiri.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.