Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA VERKPALLAR. Venjulega eru verkpallar taldir aukaatriði við móta- smíði, en það er oft misskilningur. í uppliafi livers verks þarf að gera sér grein fyrir, hvernig verkinu skuli hagað og getur þá komið í ljós að hagkvæmast sé að byrja á verkpöllum t. d. við flekamót og önnur þung mót. Auk þess getur verið nauðsynlegt vegna annarrar vinnu en trésmiðavinnu að liafa verkpalla jöfnum höndum. Við skriðmót eru verkpallar festir við lyfti- tækin og fiytjast þvi með. Ýmsar tegundir verkpalla eru að sjálfsögðu til, en mest eru hér notaðir timburverkpallar. Min reynsla er sú, að ódýrara sé að hyggja timbur- verkpalla en að reisa pípuverkpalla. Aftur á móti er mikið ódýrara að rífa pipuverkpallana. Niðurstaðan verður Jdví oft sú að athuga, hvorl er ódýrara hverju sinni. Raunin verður þá oftast sú, að sá, sem á timbur á vinnuslað notar það, en sá, sem ekki á neitt leigir sér pípuverkpalla, ef hann getur fengið þá og sparar sér fjármagn enda ódýrara, ef verkinu er lokið fljótt. í þessum athugunum er gert ráð fyrir, að tímarnir séu þannig, að timbur hækki ekki i verði, sem nemur rýrnun á meðan það er í notkun, en það verður að telja í alla staði óeðlilegt. Þegar um mikla þunga er að ræða, verður að gæta þess að stúfsetja alltaf tré i uppistöðum. Sérstaklega gildir þetta um verkpalla, sem nota á til að bera undir- slátt undir steypu. Venjulega er reiknað með, að timbur þoli um 80 kg/cm" á enda, en aðeins 20 kg/cm2 á flatinn. Af þessum sömu orsökum er notaður harðviður í fleyga, sem notaðir eru til afréttinga við nákvæma mótasmíði. Sérmót á einstaka hluti bygginga eru af ýmsum gerðum og getur verið hentugt að smíða þau á verk- stæðum. Við uppslátt er oft vandasamt að ganga frá ýmsum mótum fyrir raufar, sem lagt er i, eftir að húsið er fokhelt. Súlumót á sivalar súlur eru nú framleidd úr asbesti og jafnvel pappír og svo mætti lengi telja. Það verður að teljast til ágalla á okkar vinnufram- kvæmdum, hve sjaldan vinnupallar og steypumót eru teiknuð upp fyrirfram. UMGENGNI Á VINNUSTAÐ. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minnast nokk- uð á umgengni á vinnustað. Við flestar liúsbyggingar liefir sú venja skapast, að trésmiðurinn er sá raun- verulegi verkstjóri á vinnustað. Nú vita allir, að vinnu- staðir eru margir vægast sagt sóðalegir. Timbrið ligg- ur eins og hver annar hráviður allt í kring og nagla- spýtur eru undir fótum manna. Af þessu stafar ekki einungis slysahætta heldur er þetta dýrt í framkvæmd. Það er oft, sem timburhaugunum er fleygt fram og aftur í stað þess að raða upp í lengdir á þægilegum stað. Þegar svo á að ná i spýtu af mátulegri stærð, er timbrinu velt til og sú rétta spýta fundin eða þá, að nýtt timbur er sagað niður eftir árangurslausa leit. Ennfremur gæti trésmiður i mörgum tilfellum haft áhrif á að fyllt sé að grunnum og kjöllurum strax og hægt er til þess að fá betri aðstöðu til vinnu. Ennfremur mætti i mörgum tilfellum stuðla að því að koma fyrir hreinlætistækjum i kjallara, þegar búið er að leggja vatn og skólp í húsið. Með betri umgengni á vinnustað verður ánægjan meiri við vinnuna og kynni jafnvel að hafa áhrif á vinnuafköst og vinnugleði. MEISTARAFÉLAG HÚSGAGNABÓLSTRARA. Hinn 19. febrúar s.l. hélt Meistarafélag húsgagna- bólstrara aðalfund sinn. Var stjórnin endurkosin, en hana skipa: Asgrimur Lúðvíksson, formaður, Einar Ó. Stefáns- son, ritari og Gunnar V. Kristmannsson, gjaldkeri. Eélagsmcnn eru nú 21. FÉLAG PÍPULAGNINGAMEISTARA í REYKJAVÍK. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var sunnudaginn 8. febrúar 1959, voru eftirtaldir menn kosnir i stjórn félagsins: Bergur Jónsson, formaður, Óskar Smith, varafor- maður, Oddur Geirsson, ritari, Haraldur Salómons- son, gjaldkeri og Sigurður J. Jónasson, meðstjórnandi. FUNDUR UM „VINNU OG VERKSTJÓRN". Hér hefur verið á ferð norskur maður að nafni Rolf Wattne, yfirverkfræðingur og forstöðumaður við Satens Teknologisk Institutt i Osló. Kom hann hingað á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands til þess að kynna sér þörf íslenzks atvinnulífs fyrir fræðslustarf- semi um verkstjórn, gefa ráð og rita skýrslu um heppi- legasta fyrirkomulag slíkrar fræðslu hér. Rolf Wattne, yfirverkfræðingur, liefur rætt við stjórn Landssambands iðnaðarmanna um þessi mál, auk þess sem hann flutti erindi um „Vinnu og verk- stjórn“ á vegum samtakanna og Meistarasambands byggingamanna i Reykjavik í nemendasal Iðnskólans í Reykjavík 20. april s.l. AFMÆLISRIT IÐNAÐARMANNAFÉLAGS ÍSFIRÐINGA. Iðnaðarmannafélag ísfirðinga átti 70 ára afmæli á síðastliðnu ári. Hefur það af því tilefni staðið að út- gáfu afmælisrits um sögu félagsins og tók Arngrimur Fr. Bjarnason hana saman. Afmælisritið hefst á ávarpi forseta Landssambands iðnaðarmanna, Björgvins Frederiksen og ávarpi for- manns Iðnaðarmannafélags fsfirðinga Daníels Sig- mundssonar. Síðan er gerð grein fyrir stofnun félags- ins, stofnendum, störfum, framherjum á ýmsum tim- um og félagsmönnum. Hér er ekki rúm til þess að lýsa ritinu nánar, en segja má, að það sé bæði fróðlegt og vel úr garði gert.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.