Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 10
Frá Norrœna iðnþinginu. Innst eru formenn idnsambandanna talid frá v.: Gudmundur Halldórs- son, Trygve Frederiksen, Noregi, PouL Persson, Danmörku, Stíg Stefansson, Svíþjóð, Hans Grund- ström, framkvœmdastj., Svíþjóð og Tauno Váyrynen, Finnlandi. þátttaka Bretlands í Efnahagsbandalaginu muni tor- velda útflutning Finnlands til Bretlands, en hann sc mjög þýðingarmikill. Það kemur ennfremur fram, að Finnar eru aukameðlimir í EFTA, en Ráðstjórnarríkin hafa tekið upp langtum neikvæðari afstöðu til Efna- hagsbandalagsins en EFTA. f Finnlandi er verið að semja ný lög um iðnfræðslu. f skýrslu Landssambands iðnaðarmanna er skýrt frá þróun iðnaðarmálanna hér m. a. iðnfræðslumálun- um, lánamálunum, byggingum iðnaðarhúsa o. fl. í skýrslu íðnsambands Noregs cr þess getið, að miklar deilur hafi verið í Noregi um það, hvort Nor- egur ætti að æskja þátttöku í Efnahagsbandalaginu eða ekki. Nauðsynlegt er að fá vitneskju um þau skil- yrði, sem sett yrðu. Norska iðnsambandið hefur tekið eindregna afstöðu á móti tillögum um að afnema norsku iðnlöggjöfina. í skýrslu Iðnsambands Svíþjóðar er getið um starf- scmi sambandsins til þess að bæta aðstöðu iðnaðarins í lánamálum. Þeir eru fylgjandi einhvers konar aðild Svíþjóðar að Efnahagsbandalaginu, og leggja áherzlu á endurskipulagningu iðnfyrirtækja með það í huga. fðnsamband Svíþjóðar hefur annast bókhaldsþjón- ustu fyrir félagsmenn, sem þess hafa óskað frá 1945. Það kom fram við samanburð á skýrslunum, að iðn- fyrirtækjum hefur fækkað á Norðurlöndum, nema í Finnlandi og á íslandi. Hins vegar hafa starfandi iðn- fyrirtæki yfirleitt stækkað og framleiðslan aukizt. Aðrir fyrirlestrar Formaður Iðnsambands Noregs, Trygve Frederik- sen, ræddi um lánamál iðnaðarins í Noregi. Hann kvað norskan smáiðnað eiga við mikinn lánsfjárskort að búa cg þess vegna hefði norska sambandið borið fram þær óskir við norsku stjórnina, að hún stæði fyrir stofnun lánastofnunar með ekki minni fjármagni en 500 millj. norskra kr. Framkvæmdastjóri Iðnsambands Finnlands ræddi um, að tryggingar og félagslegar kvaðir á iðnfyrirtækj- um hefðu aukizt mjög í Finnlandi. Birgir Öhman, framkvæmdastjóri iðnfræðslumála í Svíþjóð, gerði grein fyrir breytingum, sem í undirbún- ingi eru á iðnfræðslumálum þar í landi. Hans Grundström, framkvæmdastjóri Iðnsambands Svíþjóðar, flutti erindi um frjálsa flutninga vinnuafls og avinnufyrirtækja innan Efnahagsbandalagsins. Þingslit Skrifstofa Norræna iðnsambandsins er til skiptis hjá aðildarfélögunum, og er formaður hvers lands- sambands formaður Norræna iðnsambandsins í 3 ár. Formaður Iðnsambands Svíþjóðar, Stig Stefanson, lét nú af formennsku, en við tók Tauno Váyrynen, forseti Iðnsambands Finnlands. Verður skrifstofa Norræna iðnsambandsins því í Finnlandi næstu þrjú árin. 13. Norræna iðnþingið fór í alla staði fram með 138 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.