Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Síða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Síða 11
miklum myndarbrag og var Svíum, sem fyrir því stóðu, til mikils sóma. B. H. Á Norræna iðnþinginu var eftirfarandi samþykkt gerð: Iðnsambönd Danmerkur, Finnlands, íslands, Nor- egs og Svíþjóðar hafa rætt um aðbúnað og vaxtamögu- leika iðnaðarins á Norðurlöndum með hliðsjón af þróun markaðsmála á þingi í Saltsjöbaden dagana 20.-21. ágúst 1962. 1. Það cr krafa iðnsambandanna, að atvinnu-, skatta- og efnahagsmálastefnu landanna verði þannig háttað, að smáiðnaður fái þrifist. Þess vegna verða lög og reglugerðir, sem áhrif hafa á atvinnulífið og ákvarða aðstöðu atvinnufyrirtækja, að búa öllum fyr- irtækjum án tillits til rekstrarforms jafna samkeppnis- aðstöðu, m. a. með jöfnuði í sköttum. 2. Fjárhagsleg afkoma iðnfyrirtækja og lánamögu- leikar hljóta að hafa úrslita þýðingu í þvi, hvort iðn- fyrirtæki geti breytt og endurskipulagt starfsemi sína mcð hliðsjón af stærri markaði. Ríkisstjórnir og yfir- völd verða að gefa þessum vandamálum meiri gaum en verið hcfur. Við skipulagningu borga og þéttbýlis vcrður að taka mcira tillit til þarfa iðnaðarins og vaxtamöguleika. Þcgar höfð er í huga þróun markaðsmála í Evrópu, má ljóst vera, að við endurskoðun atvinnumálalög- gjafar Norðurlanda verður að taka tillit til þeirrar þróunar, scm á scr stað í þeirri löggjöf í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Leiðrétting 1 sidasta befti misrituðust nöfnin undir þessari mynd. Rétt er rödin þan/tig talið frá vinslri: Rafn Pétursson, skipasm.m., Flat- eyri, lngi Svéinsson, vélsm., Sauðárkróki, Hákon Pálsson, vélv.m., Sauðárkróki og Magnús Konráðsson, rafv.m., Flateyri. % naðalltús oið CjieHíás Landssamband iðnaðarmanna og Félag ísl. iðnrck- enda héldu saman fund í Iðnskólanum 17. maí s.l. til þess að fjalla um framkomnar tillögur skipulagsdeildar Reykjavíkur um iðnaðarsvæðið við Grensásveg. Á fundinum mættu 70 iðnaðarmenn og iðnrekendur. Fundarstjóri var Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, en Sveinn B. Valfells, formaður FÍI greindi frá aðdraganda málsins og Stefán Ólafsson, vcrkfræðingur, gerði grein fyrir tæknilegum atriðum varðandi byggingar á svæðinu. Nokkrar um- ræður urðu um málið. Samþykkt var tillaga um að kjósa 7 manna nefnd til þess að undirbúa stofnun hlutafélags um bygginga- framkvæmdir. I nefndina voru kosnir: Sveinn B. Val- fells, Guðmundur Halldórsson, Bragi Hannesson, Helgi Ólafsson, Tómas Vigfússon, Sveinn K. Sveins- son og Þórir Jónsson. Af hálfu þessarar nefndar var boðað til stofnfundar hlutafélags um byggingaframkvæmdir 15. ágúst s.l. Á fundinum var gengið frá stofnsamningi og gerðust 34 aðilar stofnendur hlutafélags, sem hlaut nafnið Iðn- garðar h.f. Hlutafé félagsins er 4 millj. kr. til að byrja með, en ætlunin er að auka það síðar, þegar gengið hefur verið frá samningum við borgaryfirvöldin í Rcykjavík tim áðurnefndar lóðir. Landssambandi iðn- aðarmanna og Félagi ísl. iðnrekenda var falið að afla frekara hlutafjár með útboði innan samtakanna og geta meðlimir skráð sig fyrir hlutafé í skrifstofum þcirra. I stjórn Iðngarða h.f. voru kosnir: Sveinn B. Val- fells, formaður, Guðmundur Halldórsson, varaformað- ur, Þórir Jónsson, ritari, Sveinn K. Sveinsson, gjald- kcri, Tómas Vigfússon, vararitari. Varamenn í stjórn voru kjörnir: Gissur Símonarson og Ásgeir Bjarnason. Skrifstofa Landssambandsins flutt Landssambandið flutti skrifstofur sínar í miðjum október í hið nýja hús Iðnaðarbankans, Lækjargötu 10, en sambandið keypti 4. hæð hússins ásamt Félagi ísl. iðnrekenda. Ekki er að fullu lokið við frágang á skrifstofu Landssambandsins og verður því látið bíða að lýsa hcnni. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 139

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.