Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1962, Page 20
Briíðfi^rðs Miklmniðjti 09 finljúðun 61) ára Rcett uíð stofnandann Guðmund J. Breíðfjörð, blíkksmiðameístara Fyrir 60 árum stofnaði Guðmundur J. Breiðfjörð blikksmiðju í Rcykjavík, og nú rekur Agnar sonur Guðmundar fyrirtækið undir nafninu Breiðfjörðs blikksmiðja og tinhúðun. í tilefni þessa merkisafmælis ræddum við við Guð- mund J. Breiðfjörð um ævi hans og starf. Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur í Hrappsey á Breiðafirði 30. ágúst 1879 og ólst upp í Skógastrandaeyjum, aðallega í Gvendarey. Þegar ég var 18 ára, réðist ég til hins val- inkunna manns Gísla Finnssonar í Reykjavík til járn- smíðanáms. Nú, ertu þá lærður járnsmiður? Nei, járnsmíðin reyndist mér vonbrigði og mesti þrældómur. I Gvendarey var bæði eldsmiðja og tré- smiðja, enda var móðurbróðir minn, Guðmundur Guðmundsson, sem ég dvaldi þar hjá, bátasmiður. Járnsmiðjan, sem ég réðist til í Reykjavík var verk- færalítil. Allt var smíðað í eldi, sem kallað var, og rekið fram með sleggjum, meitlum og rekborum. Bor- vélar þekktust ekki né spíralborar eða járnsagarblöð. Handblástur var viðhafður, og var það erfitt verk fyrir unglinga. Vinnutími var frá kl. 7 að morgni til 10 að kvöldi alla virka daga. Þegar að því kom að gera námssamning, ákvað ég að hætta við járnsmíðina, þótt ég ætti ekkert annað starf víst. Fór ég nú á stúfana að leita mér að vinnu og reyndi hjá nokkrum trésmiðum. En það var sama sagan alls staðar, ekki vinnu að fá. Svo var það af tilviljun, að ég frétti að Pétur Jón:;- son, blikksmiður, væri nýbúinn að útskrifa lærling. Ég tók mig því til og fór á hans fund. Hann tók mér mjög ljúfmannlega eins og hans var vandi og vísa, því að hann var mesta valmenni. Hins vegar kvað hann vinnu svo stopula hjá sér, að það gæti verið áhætta fyrir sig að bæta við manni. Ég sagðist vera fús til að vinna öll algeng störf, ef á þyrfti að halda. Pétur vildi nú hugsa málið og svo fór, að Pétur tók mig, og ég komst á hið ágæta heimili hans. Það var seinni part vetrar, scm ég réðist til Péturs og þá var töluverð vinna við skútuútgerðina. Þegar Gudmundur ]. Breidfjörð. kom fram á sumarið, minnkaði vinnan í smiðjunni, og fór ég þá í uppskipunarvinnu fyrir Pétur. Hvað er þér nú minnisstæðast frá þessum tíma? Mér er nú margt minnisstætt, en ég get t. d. getið þess, að það var jarðskjálftaárið mikla 1896, sem ég fór suður, en þá voru fréttir út á land svo strjálar, að ekkert fréttist vestur um þennan jarðskjálfta, og ég heyrði fyrst frá honum sagt, þegar ég kom suður í október, en hann var í ágúst. Hver voru helztu verkefni ykkar? Á þessum árum voru smíðaáhöld handverksmanna léleg og fábreytt, enda var næstum allt unnið með handverkfærum. Blikksmíðin var hins vegar að ýmsu leyti fjölbreytt iðn. Á vertíðinni smíðuðum við ýmislcgt fyrir skipin, t. d. skipaluktir, kompáshús, lampa og brúsa, auk alls konar eldhúsáhalda. Þegar kom fram á haustið, smíð- uðum við götulýsingaluktir og önnuðumst viðgerð á þeim. Þá smíðuðum við 50 til 200 potta olíubrúsa, niðursuðudósir og á veturna ljósaáhöld, lampa, luktir, eldhúsáhöld og önnuðumst viðgerðir. Vinna við húsbyggingar var sama og engin, nema 148 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.