Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 9
Handritin heim Á forsídu Tímarits iðnaðarmanna er að þessu sinni mynd af fornu handriti og hcr birt í tilefni af dómi Hæstaréttar í Kaup- mannahöfn um afhendingu íslenzku hand- ritanna x Árnasafni. Myndin er af upphafi Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs, sem skráð er í Skarðsbók, en hún er talin rituð uni i;6o. Eins og kunnugt er, er Skarðsbók nú varðveitt í Handritastofnun íslands. EFNISYFIRLIT Afnám verðlagsliafta............... 65 Þingsetningarræða Vigfúsar Sigurðss. 68 28. Iðnþing Islendinga ............ 71 Skýrsla stjórnar Landssambands iðnaðarmanna...................... 81 Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 100 ára .......................... 86 Skýrsla Iðnfræðsluráðs 1965 ....... 87 Iðnsýningin 1966 ................. 89 Vísnaþátturinn ................... 92 Ágúst Markússon, minning ......... 93 Sex menn til hagræðingarnáms ..... 95 Ályktanir 28. Iðnþingsins ........ 98 Akvæðisvinna málara .............. 100 Fúavörn timburs .................. 104 Frá Kjararannsðknarnefnd ......... 109 Orðsending til hárskerameistara .... 111 Nýjungar og notkun þeirra......... 113 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Otge/andi: LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Iðnaðarbankahúsinu, Reykjavík Pósthólf 102 . Sími 15363 Ritstjóri: OTTO SCHOPKA Afnám verðlagshafta Vélsmiðjueigendur og ýmsir aðrir, sem hafa á hendi margvíslega þjón- ustu við sjávarútveginn, kvarta mjög undan vaxandi rekstrarörðugleik- um og virðist arðbæri þessara iðngreina hafa hrakað verulega að undan- förnu. Nú eru að koma í Ijós afleiðingar margra ára verðlagshafta, sem þessar iðngreinar hafa átt við að búa og skert hafa afkomumöguleika fyrirtœkjanna og rýrt eiginfjármyndun þeirra. Enda þótt kvartað sé und- an vöntun á reksturslánum og háum vöxtum, er aðalorsök erfiðleikanna sú, að rekstur undanfarinna ára hefur ekki skilað eðlilegum afrakstri, sem nauðsynlegur er til þess að áframhaldandi uppbygging og eðlileg endurnýjtm geti farið fram. Aukjn lán og lœgri vextir eru ágæt út af fyrir sig, en rætur meinsins eru þær, að þessum atvinnugreinum hafa ekki verið búin þau skilyrði, að rekstur fyrirtœkjanna hafi getað skilað nœgi- legum hagnaði, og þau hafa þannig verið svipt möguleikum til endurbóta, hagræðingar og vaxtar. Vérðlagseftirlitið hefur skammtað fyrirtækjunum hámarksálagningu ofan á lágmarkskaup og beinan kostnað en ekki leyft að tekið væri tillit til óhjákvœmilegra yfirborgana umfram lágmarkskaup, setn þó hafa mjög fœrzt í vöxt á síðustu árum. Afleiðingin hefur þvi orðið sú, að fyrir- tækin hafa beinlínis orðið að gefa með hverri títseldri vinnustund og orðið að fleyta sér áfram á véla- og verkfœraleigu og efnissölu. Þetta er ástand, sem allir hljóta að sjá, að ekki getur gengið til lengd- ar. Það þjónar engan veginn hagsmunum sjávarútvegsins, að það sé svo þjarmað að fyrirtækjum í þjónustuiðngreinunum, að þau verði algerlega ófœr um að leysa af hendi þau verkefni, sem þeim eru ætluð. Þau eru svipt möguleikum til aukinnar hagrœðingar, vélvæðingar og endurbóta á vinnuaðstöðu, þannig að það sem sparast með því að halda niðri verð- lagi hverrar vinnustundar, ézt upp af því að fleiri vinnustundir þarf til að leysa verkefnin. Með því að afnema verðlagshöftin er ekki verið að skerða hlut neins. Það sem gerist er, að „kakan stækkar", svo að notað sé hið kunna lík- ingarmál hagfræðinnar. Það verður meira til skiptanna, og það er í þjónustuiðnaðinum, sem vöxturinn fer fram, þannig að auk þess að geta greitt samkeppnisfœrt kaup verður nœgilegur hagnaður eftir hjá fyrir- tækjunum til þess að þau geti haldið áfram eðlilegri uppbyggingu og framþróun í átt til aukinnar tækni. Mikið er til þess trausts vitnað, sem launþegasamtökin í landinu bera til verðlagseftirlits og virðist það einna helzt standa í veginum fyrir því, að verðlagshöft séu almennt afnumin. En reynsla undanfarinna ára gefur tæplega tilefni til að álíta, að verðlagseftirlit sé svo traustverð stofnun, sem sumir láta í veðri vaka. Vérðlagseftirlit er algerlega ónothæft tæki til að hafa hemil á verðbólgu á velgengnistímum, enda hefur verið frá því' horfið i öllum þróuðum nútímaþjóðfélögum. Að sjálfsögðu er nauðsyn- legt að koma i veg fyrir að fyrirtæki notfæri sér einkasöluaðstöðu eða komi sér saman um að balda uppi háu verðlagi, en bezfi mótleikurinn gegn þeirri hættu eru öflug neytendasamtök studd heilbrigðu almennings- áliti. Hér á landi böfum við fjölmörg dœmi um hvernig samtök neytenda 6y TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.