Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 14
mæli framfæri sitt af iðnaði. Þó er talið að árin 1964 og 1965 hafi iðnaðarframleiðslan í heild ekki aukizt svo neinu nemi, og stafi það af aðlögunarerfiðleikum af völdum frjálsari viðskipta og harðari samkeppni er- lendis frá. Þetta er vissulega íhugunarefni, þar sem iðnaðurinn verður að mestu að taka við fólksfjölgun- inni í landinu. Það er margrætt mál að iðnsýningar þyrftu að vera oftar en raun ber vitni um, svo oftar gefist kostur á að sýna landsfólkinu hvar iðnaðurinn stendur, hvaða iðn- aðarvörur eru framleiddar í landinu og hvernig þær eru að gæðum. Húsnæðisskortur hefur löngum ráðið mestu um að ekki hefur verið hægt að halda iðnsýningar, en þó hefur jafnan verið gripið tækifærið, þegar stórbygg- ingar hafa verið í byggingu, svo var t. d. 1952, þegar Iðnskólinn í Reykjavík var í byggingu, þá var haldin þar iðnsýning. Nú hefur þannig skipast, að til framtíðar er það mál leyst, þar sem samvinna tókst milli forráðamanna Reykjavíkurborgar og Sýningarsamtaka atvinnuveg- anna um byggingu og nýtingu á íþróttahöllinni í Laug- ardal. Sýningarsamtökin hafa afnotarétt af þessu glæsi- lega húsi 5 mánuði yfir sumartímann á hverju árí. Fyrir nokkuð löngu var ákveðið að halda iðnsýning- ar í þessu húsi eins fljótt og aðstæður frekast leyfðu. Þessi ákvörðun hefur nú orðið að veruleika, þar sem Iðnsýningin stendur nú yfir og var opnuð af iðn- aðarmálaráðherra 30. ágúst s.l. Sýning þessi ber vissulega vott um snilldarhand- bragð iðnaðarmannsins og smekklegt útlit og gæði fjölmargra iðnaðarvara, sem þar eru. Mun það ekki ofsagt, að mest af þeirri vöru, sem þar er sýnd, standi fyllilega jafnfætis því bezta erlendis. Ef við lítum á sýninguna í heild ætti að vera óhætt að álíta, að framundan sé blómaskeið í íslenzkum iðn- aði. f trausti þess að svo verði vil ég, um leið og ég segi þetta 28. Iðnþing íslendinga sect, !ýsa þeirri ósk minni, að þetta Iðnþing eigi eftir að marka spor í sögu Lands- sambandsins og baráttu iðnaðarmanna í heild fyrir bættum kjörum iðnaðarim. Ferðalag Eins og fram kemur í frásögn af 28. Iðnþinginu, fór fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna í kynnisferð til iðn- sambandanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku í október og nóvem- bermánuði s.l. og kynnti sér starfsemi og skipulag samtakanna. Ennfremur heimsótti hann ýmis faggreinafélög og iðnaðarmanna- félög. Nánar verður skýrt frá ferðalaginu og því, sem fram- kvæmdastjórinn varð vísari, í næstu heftum Tímaritsins. FRAUÐSTEYPA til einangrunar á GÓLFUM VEGGIUM LOFTUM ÞÖKUM o. fl. í hvers konar byggingum KOSTIR FRAUÐSTEYPU: Þolir allt að 600° c. hita Er ólífræn og rotnar ekki Drekkur ekki í sig vatn Þolir frost og veðrast ekki Er naglræk og sníðanleg. ALMENNA BYGGINGAFÉLAGIÐ HF Suðurlandsbraut 32 . Simi 38590 7° TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.