Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 22
 Vandamál skipasmíðastöðvanna rccdd með alvöruþunga. F. v.: Þorgeir Jósefsson, Akranesi, Þorsteinn Danielsson, Reykjavík og Bjarni Einarsson, Ytri-Njarðvík. Reykjavík. Guðni Magnússon, Keflavík, taldi rétt að milliþinganefndin starfaði áfram. Hann taldi að sveinafélögin hefðu sagt skilið við Landssambandið fyrst og fremst vegna kostnaðarins og lagði til að reynt yrði að liðka til fyrir þeim, með því að bjóða þeim aðild að Landssambandinu fyrir lægra gjald. Þorgeir Jósefsson kvaðst hafa setið á Iðnþingum frá 1939 og sagði að Iðnþingin væru vettvangur, þar sem sveinar og meistarar ættu að geta rætt um sameiginleg hagsmunamál, fyrst og fremst iðnréttindamál. Hann sagði, að því yrði að fara rólega í allar breytingar á Landssambandinu. Tómas Vigfússon ræddi einnig um málið. Hann sagði að unnið væri að því að finna leiðir til lausnar á þessum málum, en áður hefðu komið fram svipaðar tillögur en þær mætt mikilli mótspyrnu. Þá sagði hann, að í ráði væri, að framkvæmdastjóri Landssambands- ins færi til Norðurlandanna til að kynna sér skipulag þessara mála og starfsemi samtakanna þar, og á næsta þingi yrði væntanlega betri aðstaða til að gera sér grein fyrir ástandi þessara mála. Sigurður Kristinsson lagði fram breytingatillögu við álit skipulagsnefndar, þar sem milliþinganefndinni er falin áframhaldandi rannsókn í málinu í samráði við stjórn og fram- kvæmdastjóra Landssambandsins. Siguroddur Magnús- son tók einnig til máls og sagði, að þetta væri eitthvert merkilegasta mál þingsins og kvaðst hafa grun um, að þarna væri á ferðinni ýmislegt, sem menn hefðu ekki gert sér grein fyrir hvað væri í raun og veru. Ingólfur Finnbogason kvaðst vilja taka undir orð Þorgeirs Jósefssonar um að það þyrfti að skapa betri grundvöll fyrir sveina innan Landssambands iðnaðar- manna. Hann kvaðst algjörlega vera á móti tillögunni um breytt skipulag og sagði að Landssambandsstjórn hefði unnið að því að treysta hag Landssambandsins. Bjarni Einarsson tók aftur til máls og kvaðst telja eðli- legt, að nefndin fengi að starfa áfram, því að halda yrði áfram að finna leiðir til þess að styrkja samtökin. Þá bar stjórnin fram svohljóðandi tillögu: „28. Iðnþing Islendinga samþykkir, að kosin verði fimm manna milliþinganefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Landssambands iðnaðarmanna og geri hún grein fyrir störfum sínum á næsta Iðnþingi." Ennfremur tóku til máls þeir Eggert Ólafsson, Árni Brynjólfsson og að lokum Garðar Björnsson. Síðan var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt sam- hljóða og fundi síðan slitið. Fundi var fram haldið kl. 14.20 síðdegis. Fyrstur tók til máls Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna. Hann sagði, að stjórn Landssambands- ins hefði orðið ásátt um að mæla mcð því að tveir iðnaðarmenn yrðu sæmdir heiðursmerki iðnaðarmanna úr silfri á þessu Iðnþingi, þeir Kristinn Vigfússon, húsasm.m. á Selfossi og Anton Sigurðsson, húsasm.m. í Reykjavík. Síðan rakti forseti helztu æviatriði þess- ara manna. Þá var atkvæðaseðlum útbýtt og fór fram atkvæðagreiðsla um þessa tillögu Landssambands- stjórnar og var hún samþykkt með samhljóða atkvæð- um. Þá var tekið fyrir álit nefnda. Vigfús Sigurðsson hafði framsögu fyrir áliti fjármálanefndar um Iðn- lánasjóð, og minnti á að daginn áður hefði komið fram viðbótartillaga, sem vísað hafði verið til fjár- málanefndar og hefði fjármálanefnd orðið ásátt um að leggja til, að viðbótartillagan yrði felld, þar sem ríkis- framlagið væri enn ekki orðið jafn hátt framlagi iðn- aðarins til Iðnlánasjóðs, og væri því ekki ástæða til að íþyngja iðnaðarmönnum mcir að svo komnu máli. Ás- grímur P. Lúðvíksson tók einnig til máls, en síðan var viðbótartillagan borin undir atkvæði og felld með yfirgnæfandi meirihluta. Síðan var álit fjármálanefnd- ar borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Þá tók til máls Ingvar Jóhannsson og ræddi um að- stöðugjald á iðnfyrirtækjum og lagði fram tillögu um það mál. Samþykkt var að vísa málinu til fjármála- nefndar. Þá var tekið fyrir erindi Garðyrkjuverktakafélags Is- lands og Félags garðyrkjumanna, framsögumaður var Tómas Vigfússon. Hann rakti sögu þessa máls, sem komið hefur fram á Iðnþingum hvað cftir annað á undanförnum árum, og sagði að á síðasta Iðnþingi hefði stjórn Landssambandsins verið falið að athuga málið og skila áliti á þessu þingi. Fundir og viðræður hefðu farið fram um málið og hefðu garðyrkjumenn m. a. verið beðnir um að afmarka skrúðgarðyrkju frá annarri garðyrkju. Tómas rakti einnig fyrirkomulag um lögvernd iðnaðar á öðrum Norðurlöndum. Að lok- um tíndi hann fram ýmis rök, sem mæla gegn því að ckrúðgarðyrkja verði gerð að iðngrein og taldi að hún væri landbúnaður. Að loknu kaffihléi hófust almennar umræður um erindi Garðyrkjuverktakafélagsins. Sigurður Kristins- son ræddi um meðferð stjórnarinnar á málinu. Hann taldi að skrúðgarðyrkja væri það skýrt afmarkað svið, 78 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.