Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 24
iðnaðar- og félagsmálum. Kristinn Vigfússon flutti síðan ávarp og þakkaði þann heiður, sem sér hefði verið sýndur. Þá var tekið fyrir álit kjörnefndar og hafði Gísli Ólafsson framsögu. Nefndin lagði til að Vigfús Sigurðsson yrði kjörin forseti Landssambands iðnaðarmanna til næstu þriggja ára, og varð hann sjálfkjörinn. Úr stjórn Landssambands iðnaðarmanna áttu að ganga þeir Tómas Vigfússon og Þorbergur Friðriksson, lagði nefndin til að þeir yrðu endurkjörn- ir og urðu þeir sjálfkjörnir. Ennfremur varð sjálfkjörið í önnur trúnaðarstörf og eru þau þannig skipuð: Varastjórn Landssambands iðnaðarmanna: Ingvar Jóhannsson, Keflavík, Valtýr Snæbjörnsson, Vest- mannaeyjum, Gísli Ólafsson, Reykjavík, Guðni Magn- ússon, Keflavík, Hreiðar Jónsson, Reykjavík, Karl Maack, Reykjavík, Sigurður Árnason, Hafnarfirði. LLndurskoð endur Landssambands iðnaðarmanna: Helgi Hermann Eiríksson, Reykjavík, Sigurður L. Árnason, Hafnarfirði. Til vara Sigríður Bjarnadóttir, Reykjavík, Garðar Halidórsson, Hafnarfirði. Milliþinganefnd í tryggingamálum: Grímur Bjarna- son, Reykjavík, Ingólfur Finnbogason, Reykjavík, Bragi Hannesson, Reykjavík. Útbreiðslunefnd Landssambands iðnaðarmanna: Daníel Sigmundsson, Isafirði, Guðmundur Jónsson, Flateyri, Pétur Baldursson, Þingeyri, Adolf Björnsson, Sauðárkróki, Skúli Jónasson, Siglufirði, Ármann Þor- grímsson, Akureyri, Valgeir Sigmundsson, Norðfirði, Einar Ólafsson, Egilsstöðum, Eggert Ólafsson, Vest- mannaeyjum, Guðmundur Jónsson, Selfossi, Garðar Björnsson, Hellu, Gísli Sigurðsson, Akranesi. Milliþinganefnd um skipulagsmál Landssambands iðnaðarmanna: Vigfús Sigurðsson, Hafnarfirði, Har- aldur Þórðarson, Reykjavík, Gísli Sigurðsson, Akra- nesi, Gissur Sigurðsson, Reykjavík, Sigursteinn Her- sveinsson, Reykjavík. Þórir Jónsson tók til máls og ræddi um Iðnsýning- una og sagði að hlutur iðnaðarmanna hefði verið frek- ar lítill á sýningunni, einkum hlutur byggingariðnaðar- ins. Sagðist hann vona að augu manna mundu opnast fyrir gildi slíkra sýninga og þátttaka yrði meiri á næstu sýningum. Guðmundur Jónsson, Selfossi, þakk- aði fyrir það að fá að sitja á Iðnþinginu og þakkaði einnig sérstaklega fyrir þann sóma, sem félaga sínum, Kristni Vigfússyni, hefði verið sýndur, en sá sómi væri fyllilega verðskuldaður. Þá tók til máls Ingólfur Finnbogason, forseti Iðnþingsins og þakkaði þann heiður, sem sér hefði verið sýndur og einnig þingfull- trúum og starfsmönnum þingsins. Hinn nýkjörni for- seti, Vigfús Sigurðsson, þakkaði þingforseta fyrir góða þingstjórn og starfsliði þeirra ágætan undirbúning, ÞORBERGUR ÓLAFSSON: Um iðnfræðslumál Rœða flutt d 28. Iðnþingi íslendinga 1 sambandi við iðnnám, sem nú er almennt 4 ár, vil ég benda á það, að á nokkrum undanförnum árum hefur orðið hröð breyting á lífsviðhorfi ungs fólks í landinu til öruggrar afkomu og iðnnáms. Þetta nýja viðhorf æskunnar til þessara hluta birtist að mínu viti í ýmsum iðngreinum í því, að stöðugt verður erfiðara og erfiðara að fá unga menn til þess að nema a. m. k. sumar iðngreinar. Og þau fáu ung- menni, sem ljúka námi í þeim, eru horfnir út úr iðn- inni um leið og þau eru búin að Ijúka námi og leggja fyrir sig önnur störf. Ég ræddi þetta einu sinni við glöggan ungan mann, sem var að leggja út í lífið. Hans viðhorf virtist mér eitthvað á þessa leið: „Fjögurra ára iðnnám er langur tími, sem hefst jafnan við 16 ára aldur. Þá er maður búinn að ljúka námi um tvítugt og þekkir ekki önnur störf en þessa iðngrein, en stendur hinsvegar ýmislegt til boða, sem sýnist að óreyndu miklu glæsilegra og þegar litið er til baka yfir námsárin, getur maður oft verið óánægður með ýmislegt og þreyttur á starfinu og notar þá fyrsta tækifæri sem býðst til þess að breyta um starf.“ Það er ákaflega eðlilegt, að áhugi ungmenna fyrir því að binda sig við iðnnám í fjögur ár, sé lítill, þegar algengt er, að ófaglærðir menn geta fengið borgað við ýmsan iðnað, það sem jafngildir sveinakaupi. Varð- andi iðnfyrirtækin, sem mörg verða að byggja starfsemi sína á ófaglærðu starfsliði, þar sem hvorttveggja vant- ar stórlega, bæði sveina og nema, tel ég að geti verið athugandi, hvort ekki komi til greina sú úrlausn á með- an að ástandið í þessum efnum er svona háttað, að stytta námstímann, því að lögum og reglum má alltaf breyta með breyttum tímum. Þá tel ég meiri líkur til þess að menn eldri en 16 ára og þar af leiðandi með meiri starfshæfni, leggi út í styttra nám en nú gildir, ef þess væri kostur, og gætu því komið iðnaðinum að nokkru gagni. Ég tel einnig að gera verði ráð fyrir því að þroskað fólk ílengist. frekar í starfi, miðað við þær þjóðfélagsaðstæður, sem við búum við í dag, hcldur en unglingar. Þetta er hér sett fram til athugunar, í leit að úrræð- um, sem eru í samræmi við æðaslátt þjóðlífsins á líð- andi stundu. síðan bauð hann meðstjórnendur sína velkomna til starfa og þakkaði þann heiður, sem honum hafði verið sýndur með endurkjöri. Að lokum árnaði hann þing- fulltrúum góðrar heimferðar og sagði þinginu slitið. 80 TlMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.