Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Page 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Page 27
Verðlagsmál landbúnaðarins Eins og kunnugt er rofnaði það samstarf, sem verið hefur í sexmannanefnd þeirri, sem ákveðið hefur verð- lag landbúnaðarafurða. Á síðastliðnu hausti ákvað stjórn Alþýðusambands íslands að afturkalla tilnefningu á fulltrúa sínum í þess- ari sexmannanefnd. Varð þá ljóst, að til þess að um áframhaldandi samstarf neytenda og framleiðenda á sviði verðlagningar landbúnaðarafurða gæti verið að ræða, yrði að endurskoða lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu o. fl. I því skyni skipaði ríkisstjórnin sjömannanefnd í nóvembermánuði síðastliðnum og áttu í henni sæti 3 fulltrúar neytenda, 3 fulltrúar framleiðenda og formað- ur tilnefndur af ráðherra. Frá störfum nefndarinnar var skýrt í síðasta hefti Tímarits iðnaðarmanna og sam- kvæmt þeim lögum, sem þessi nefnd gerði drög að, var ný sexmannanefnd skipuð nú á síðasta sumri. Af hálfu Landssambands iðnaðarmanna var Otto Schopka framkvæmdastjóri tilnefndur í nefndina. Um þessar mundir vinnur nefndin að verðlagningu landbúnaðar- afurða fyrir verðlagsárið 1966-1967. Sýningarmól Skömmu eftir síðasta iðnþing tók stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna ákvörðun um að taka þátt í iðn- sýningu með Félagi íslenzkra iðnrekenda, sem halda skyldi haustið 1966, og tilnefndi af sinni hálfu Björgvin Frederiksen í sýningarnefnd. Síðar var ákveðið að fjölga í sýningarnefndinni og var Þórir Jónsson þá til- nefndur í nefndina af hálfu Landssambands iðnaðar- manna. Björgvin Frederiksen óskaði eftir að fá lausn frá störfum um síðustu áramót og var þá Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri skipaður af hálfu Landssambands iðnaðarmanna í hans stað. Sýningarnefndin réð Arinbjörn Kristjánsson, tækni- fræðing, sem framkvæmdastjóra sýningarinnar og hafði sýningarnefndin og framkvæmdastjóri hennar skrif- stofuaðstöðu hjá Landssambandi iðnaðarmanna fram á mitt sumar en þá flutti nefndin starfsemi sína í skrif- stofuhús íþróttabandalagsins við Sýningarhöllina í Laugardal. Landssamband iðnaðarmanna lagði tals- verða vinnu í að fá iðnaðarmenn til að taka þátt í Iðnsýningunni en því ber ekki að leyna að árangur var ekki eins góður og skyldi og undirtektir manna heldur dræmar. Er því um að ræða hlutfallslega minni þátttöku hjá félagsmönnum í Landssambandi iðnaðarmanna en i Félagi íslenzkra iðnrekenda, enda þótt félagsmenn í Landssambandinu séu margfalt fleiri. Orsaka þessa er meðal annars að leita til þess hve kostnaður við þátt- töku í sýningunni er mikill en búast má þó við því að fyrirtæki, sem taka þátt í sýningunni muni hafa beinan hagnað af þátttöku. Sýnmgin var opnuð 30. ágúst s.l. og áætlað er að hún muni standa yfir til 18. september n.k. Framkvæmdir við Sýningarhöllina í Laugardal drógust mjög á lang- inn vegna fjárskorts Sýningarsamtaka atvinnuveganna hf., og var því ákveðið að auka hlutafé félagsins um 2 millj. króna. Landssamband iðnaðarmanna ákvað að selja innan sinna vébanda kr. 200.000,00 og var sam- bandsfélögum og fyrirtækjum ritað bréf um það á síð- astliðnu vori. Undirtektir voru þó mjög dræmar og seldist aðeins örlítið brot af þessari upphæð. Var þá leitað til margra fyrirtækja og einstaklinga um kaup á hlutabréfum í Sýningarsamtökunum og náðist þannig sú upphæð að mestu leyti, sem Landssambandið varð að leggja fram,en afganginn tók Landssambandið sjálft og mun reyna að selja síðar, þar sem það getur ekki bundið mikið fé í hlutabréfum. Útboð og tilboð Á undanförnum iðnþingum hafa verið gerðar marg- ítrekaðar ályktanir þess efnis, að nefnd sú, er skipuð var af viðskiptamálaráðherra árið 1959, til að semja reglur um útboð og tilboð, hraði störfum, þar sem mjög aðkallandi er orðið, að slíkar reglur verði settar hér á landi. Skömmu fyrir áramót var gerð fyrirspurn á Alþingi að undirlagi Meistarasambands bygginga- manna um hvað liði störfum nefndarinnar og varð það til að nokkur skriður komst á málið. Nú nýlega hefur nefndin lokið við að gera drög að almennum skilmálum um útboð og tilboð og sent þau viðskiptamálaráðuneytinu. Er þess að vænta, að ráðu- neytið sendi þeim samtökum, sem málið varðar, reglur þessar til athugunar, áður en endanlega verður frá þeim gengið. Þá er heldur ekki enn ljóst hvernig með þessar reglur verður farið, þ. e. hvort þær verða gefnar út af ráðuneytinu sem reglugerð, eða gefnar út af Iðn- aðarmálastofnun íslands sem staðall. Loks er nú leið fyrir hendi, sem farin hefur verið t. d. í Danmörku, að samtök þeirra aðila, sem mikil afskipti hafa af útboð- um og tilboðum í verk, gera með sér samkomulag um að fylgja settum reglum í þeim efnum, og eru þá allir meðlimir samtakanna bundnir þeirri samþykkt. Fræðslu- og upplýsingastarfsemi Eftir síðasta iðnþing var rætt við iðnaðarmálaráð- herra um hugsanlega aukna fjárveitingu til Landssam- bands iðnaðarmanna til þess að því yrði gert kleyft að hafa í sinni þjónustu erindreka til að annast upplýs- inga- og fræðslustarfsemi á sviði félags- og tæknimála meðal sambandsfélaganna eins og iðnþingið hafði gert ályktanir um. Iðnaðarmálaráðherra tók þessari mála- leitan af skilningi og vinsemd og við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1966 var samþykkt að hækka framlag ríkis- sjóðs til Landssambandsins um kr. 300 þús., eða í kr. 600 þús. Upphaflega var ætlunin að ráða sérstakan mann til þessa starfs en að vel athuguðu máli taldi stjórnin það TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 83

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.