Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 39
Hinn ii. desember á s.l. ári náðust tveir allmerkir á- fangar í sögu íslenzkra hagræðingarmála. Þennan dag var undirskrifað í Iðnaðarmálastofnun íslands sam- komulag milli heildarsamtaka vinnumarkaðarins um leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd vinnu- rannsókna. Með samkomulaginu marka aðilar vinnu- markaðarins m. a. með sér sameiginlega yfirlýsta stefnu í framleiðni- og hagræðingarmálum, sem mun verða jafnt launþegum sem vinnuveitendum leiðarljós og hvatning til þess að fara inn á nýjar brautir í vinnu- brögðum og starfsskipulagi og jafnframt greiða götu hvers konar hagræðingaraðgerða. Þennan sama dag voru brautskráðir sjö menn, sem höfðu hlotið tæplega árs þjálfun í ýmsum greinum hag- ræðingartækni og ráðnir höfðu verið hjá nokkrum sam- tökum vinnumarkaðarins. Var hér um að ræða fyrsta hóp hagræðingarráðunauta, sem luku námi samkvæmt áætlun um stuðning ríkisvaldsins við samtök vinnu- markaðarins til að taka í þjónustu sína kunnáttumenn á þessu sviði. Fram að þeim tíma, að áðurnefnt samkomulag var gert, má segja, að samskipti hagsmunaaðila vinnumark- aðarins hafi svo til eingöngu verið á vettvangi kjara- baráttu og kjarasamninga. Yfir langt árabil höfðu starfsaðferðir samtakanna litlum breytingum tekið, enda hafði þróun í stjórntækni íslenzks atvinnurekstrar vart gefið tilefni til þess. Nú má segja, að ný viðhorf og ný verkefni hafi skap- azt hjá hagsmunaaðilum vinnumarkaðarins, sem felast í því, að samtökin líta svo á, að auk hins sígilda hlut- verks sem samningsaðila um kaup og kjör, beri þeim einnig að stuðla að því að ryðja braut nýjungum, sem eiga að verða til þess að hinir ýmsu þættir framleiðsl- unnar, svo sem vinnuafl, hráefni og fjármagn, nýtist svo vel sem verða má, með öðrum orðum, að stuðla að aukinni framleiðni í atvinnulífinu . Á þessu hausti, eða nánar tiltekið hinn 12. október s.l. hófst í Iðnaðarmálastofnuninni nám annars hóps hagræðingarráðunauta, sem standa mun yfir upp undir eitt ár og fara fram að hálfu leyti erlendis, en að hálfu leyti hér heima. Þennan sex manna hóp skipa þeir Guð- jón Tómasson, ráðinn hjá Meistarafélagi járniðnaðar- manna, Gunnar Guttormsson, ráðinn hjá Málmiðnað- ar- og skipasmíðasambandi Islands, Ivar Baldvinsson, ráðinn sameiginlega hjá Alþýðusambandi Norðurlands, Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri og Verka- lýðsfélaginu Einingu, Magnús Gústafsson, ráðinn hjá Vinnuveitendasambandi íslands, Sigurður Auðunsson, ráðinn hjá Landssambandi iðnaðarmanna og Þórður Gíslason, ráðinn hjá Sambandi byggingamanna. Eru þessir menn nýfarnir utan og munu dveljast vetrarlangt í Skandinavíu við nám, lengst af við Statens Teknolog- iske Institutt í Oslo. Er ráðgert að þeir taki til starfa á vegum samtaka sinna haustið 1967. Þar með verða hag- ræðingarráðunautar samtaka vinnumarkaðarins orðnir þrettán, en samkvæmt áðurgreindri áætlun verður Talið frá vinstri: Þórður Gislason, Gunnar Guttorms- son, Sigurður Auðunsson, ívar Baldvinsson, Magnús Gústafsson og Guðjón Tómas- son. r il f É -' í mi "k , f mw TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.