Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 44

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 44
LÁRUS ÁRNASON, málarameistari, Akranesi: Akvæðísvinna málara Erindi flutt á Rotary-fundi Það sem ég ætla að gera að umtalsefni, er ákvæðis- vinna í byggingariðnaði o. fl., en einkanlega að skýra og skilgreina verðskrá málara fyrr og síðar. Ég vil byrja með því að fara nokkrum orðum um ákvæðisvinnu almennt. Á árinu 1961 fól Iðnaðarmála- ráðuneytið Iðnaðarmálastofnun íslands að framkvæma rannsókn á hagkvæmni aukinnar ákvæðisvinnu, og fól stofnunin Þóri Einarssyni, viðskiptafræðingi, að annast þá rannsókn. Hefur hann í viðtali og rituðu máli góð- fúslega látið mér í té upplýsingar, er ég gæti notfært mér við samningu erindis um þetta efni. Til ákvæðisvinnu í einhverri mynd þekkjum við all- ir þó útbreiðsla hennar sé ekki ýkja mikil á Islandi. í upphafi þessa áratugs er talið, að aðeins 15% allra starfsmanna í iðnaði vinni eftir einhvers konar ákvæð- isverðlagningu, en sú tala hefur hækkað verulega síðan. Með ákvæðisvinnu í víðustu merkingu er átt við þá tilhögun við launagreiðslur að miða launin við afköst eða árangur vinnunnar. Við göngum því út frá, að þessi tenging launa við árangur vinnunnar, sem á sér stað með ákvæðisvinnu, sé komið á í þeim tilgangi að örva til aukins vinnuframlags og greiða á réttlátan hátt fyr- ir það. Þeir starfsmenn, sem þannig hafa vilja og getu til að leggja það á sig, sem til þarf, fá hærri laun í samræmi við hið aukna vinnuframlag. Áður voru ákvæðisvinnutaxtar aðeins grundvallaðir á reynslu og þekkingu viðkomandi fagmanna, og reyndust þá stundum ónákvæmir, og þurftu oft breyt- inga og samræminga við. Hin vísindalega vinnurann- sóknartækni, sem farið er að beita í æ ríkara mæli hin síðari ár, opnar hinsvegar nýjar leiðir í þessum efnum. Til þess að grundvalla ákvæðisverð, verður að byrja á því að finna út svokölluð staðalafköst með vinnu- aðferðarrannsóknum og tímaathugunum. Staðalafköst- in eru hin eðlilegu lágmarksafköst sem gengið er út frá. Staðalafköstin eru skilgreind þannig, að þau séu sú vinna, sem æfður meðalmaður, kunnur vinnuaðferð og verkfærum, leysir af hendi með góðum hraða, sem unnt er að halda án þess að það skaði heilsu mannsins eða gæði vinnunnar. Ákvæðisvinna hefur rutt sér mjög til rúms í bygg- ingariðnaði hinn síðasta áratug og er fyrirmyndin sótt til hinna Norðurlandanna, sem hafa, ásamt öðrum Vestur-Evrópuþjóðum langa reynslu á því sviði. Iðnstéttir, sem búa við ákvæðisvinnu hérlendis í dag, eru auk málara, veggfóðrarar, múrarar, húsasmið- ir, pípulagningamenn og rafvirkjar. Einnig hefur á- kvæðisvinnu brugðið fyrir í nokkrum öðrum iðngrein- um, en þó í mjög takmörkuðu mæli. f bæjum við Faxaflóa, einnig Vestmannaeyjum, Akureyri og víðar, eru málara- og múrarastörf svo til öll unnin í ákvæðisvinnu og húsasmíði að nokkrum- eða meirihluta við nýbyggingar. Notuð hafa verið hrein ákvæði, þ. e. a. s. laun breytast í réttu hlutfalli við afköst. Sá er einn greinar- munur gerður á, að ýmist er ákvæðið tilgreint í krón- um á einingu (krónuákvæði), eða í tíma, sem tekur að vinna verkeininguna (tímaákvæði). Málarar, pípu- lagningamenn, rafvirkjar og múrarar hafa tímaverðskrá en hinar iðnstéttirnar verðskrár sem segja til um verð á hverju starfi í krónum á einingu. Sú tilhögun, að laun hvers einstaklings breytast í réttu hlutfalli við afköst hans, er eðlileg þar sem því verður komið við vegna eðlis vinnunnar, því þar reynir á leikni og dugnað starfsmanns, en minna á vélar. f janúar 1935 ríða málarar í Reykjavík, fyrstir allra iðnstétta, á vaðið og samþykkja ákvæðisverðskrá til að vinna eftir. Fyrirmyndin var frá dönskum starfs- bræðrum, sem þó að grundvelli til var rannsökuð og staðfærð af sveinum og meisturum í faginu. Eins og málum hefur verið háttað og er enn, þá eru sveinarnir vel á verði gegn því að meistarinn hljóti ekki meiri arð af vinnu þeirra, en eðlilegt má teljast og sanngjarnt. Eins reyna meistarar að spyrna fæti við kauphækkunarkröfum sveinanna og gera til þeirra lág- markskröfur um vinnugæði. Því má segja, að þeir sem þiggja verk stéttarinnar séu nokkuð vel valdaðir og er það vel, því um verðskrár sem slíkar, verður ekki samið við neytcndur, eins og gert er við hin ýmsu verkalýðsfélög, enda enginn einn raunverulegur aðili til, er samið yrði við í þeim skilningi. Eftir árið 1950 var farið að vinna að nýrri verðskrá fyrir málara, og grundvallaðist hún á tíma fyrir ein- ingu, í stað krónu áður. Sú aðferð hefur meðal annars þá kosti, fram yfir hina eldri ,að hún er auðveldari og skiljanlegri og er það eitt hið mikilverðasta til að eyða tortryggni milli þeirra aðila, sem verðskráin viðkemur. 100 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.