Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 50

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 50
Forsaga í grennd viö Boliden í Svíþjóð eru miklar kopar- og arseniknámur. Eftir að vinnsla var hafin á þessum efn- um laust fyrir 1930, var tekið til við umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu þessara hráefna á sem marg- breytilegastan hátt. Þannig var það, að árið 1936 kom Bolidensaltið fyrsta sinni á sænskan markað. Efnið vakti mikla athygli þegar í upphafi, en er sænska síma- málastjórnin tók að nota það á símastaura sína árið 1940, komst skriður á framleiðsluna fyrir alvöru. Áfram var samt haldið sleitulausum rannsóknum á því, hvern- ig bæta mætti fúavarnarefnið, og um árið 1950 leysti nýtt efni - Bolidensalt K-33 - hið eldra af hólmi. Bol- idensölt hafa árum saman verið notuð til fúavarnar á staurum. Sænska símamálastjórnin hefur látið fúaverja um það bil 1,8 milljónir símastaura í línum sínum með Bolidensalti og gerir ráð fyrir, að staurar, sem fúavarð ir hafa verið með K-33, endist að jafnaði í 35-40 ár. Efnasamsetning og notkun Bolidensaltið K-33 er flókið efnasamband kopars, króms og arseniks, en öll þessi efni verja trjávið af- bragðsvel fyrir hvers kyns skcmmdum. Tekið skal fram, að í saltinu eru cngin óvirk efni, sem valdið gætu myndun natríumsúlfats, og er því unnt að nota það í þynnri efnablöndum en önnur fúavarnarefni. Venju- lega er fúavarið með 2% vatnsupplausn, en styrkleik efnablöndunnar má breyta eftir fúavarnaraðferðum, efni og tilætlaðri notkun viðarins. Bleytingin með Bol- idensalti fer oftast fram við þrýsting, en einnig má við- hafa s. n. ,,open-tank“ aðferð eða Geweckeaðferð. Ef þrýstiaðferðin á vel að takast, ber nauðsyn til að trjá- viðurinn sé þurr. Þar sem vatnsupplausn er notuð við fúavörnina, verður viðurinn ekki jafn næmur fyrir raka og viður, sem varinn hefur verið með olíum. Ekki er heldur nein hætta á að raki byrgist inn í viðnum, eins og oft vill verða, þegar fúavarið er með olíum, en inni- byrgður raki getur valdið fúa inn í viðnum, svo að hann endist skemur en ella. Efnabreytingar í viðnum Fúavarnarupplausnin gengur í samband við ýmis efni í viðnum, svo að mjög torleyst kopar- og krómar- senöt falla út í trefjar viðarins. Auk þessara efna, scm verja viðinn prýðisvel fyrir hvers konar skemmdum, myndast einungis vatn, en engin leysanleg sölt, - hvorki inn í viðnum, né kristölluð á yfirborði hans. Útfelling virku efnanna verður með þeim hætti, að einstök efni falla út í sömu hlutföllum og í saltinu. Þarf því ekki að gera ráð fyrir aukningu neins sérstaks efnis í neinu lagi viðarins eða við endurnýjaðar fúavarnir. Vegna þessa samræmis nægir að ákvarða einn efnisþátt saltsins, til þess að fá skorið úr um árangur fúavarnarinnar. Fyrir hentugleika sakir hafa menn mælt arsenikið. 106 Við fúavörn á þurrum furustaurum með fyrrnefndri 2% upplausn, hafa hin ýmsu lög viðarins að geyma um það bil eftirfarandi hundraðstölu af arseniki (AsoO,-,): Yzti hlutinn 0,7% AsoOs Miðhlutinn °,5% AsoOg Innsti hlutinn 0,3% AsoOg Við fúavörnina seytlar blandan gegnum viðinn, og er því eðlilegt, að magnið fari minnkandi, því innar sem dregur, og er það kostur, þar eð yfirborðið verð- ur fyrir mestri ágengni fúans. Girt fyrir fúa Bolidensaltið K-33 hefur verið rannsakað við fjöl- margar vísindastofnanir í víðri veröld. Hafa rannsókn- irnar verið tvíþættar: prófanir gerðar á rannsóknarstof- um á verkun fúavarnarefnisins á skaðlegar lífverur, og raunhæfar tilraunir gerðar utanhúss. Athuganir á rann- sóknarstofum hafa leitt í ljós, að jafnvel lítið magn af K-33 getur eitt varið viðinn fyrir ásælni allra algengra fúasveppa. Hefur það meira að segja komið á daginn, að efnið er þrisvar sinnum öflugra öðrum efnum gegn þeim sveppum, sem kopar og arsenik bíta hvað sízt á. Rannsóknir á þessu atriði hafa verið gerðar m. a. í Sví- þjóð, Bretlandi, Frakklandi, Portúgal, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá hafa verið gerðar svo nefndar víðavangstilraunir til þess að kanna enn rækilegar verkanir fúavarnaefna við eðlilegar aðstæður. Eru þá staurar, sem varðir hafa verið með misjafnlega sterku fúavarnaefni, reknir í jörð niður á sérstökum tilraunasvæðum, sem eru þekkt að því að vera hin mestu fúafen. Verður viðurinn þar fyrir samtaka aðför fjölda sveppategunda og annarra lífvera, sem skaðlegar eru trjáviði. Með því að gera tilraunir með litla staura úr svipuðum trjávið, er fljót- lega unnt að fá greinilegan samanburð á verkan hinna ýmsu fúavarnaefna og ákvarða, hve sterka blöndu þurfi til þess að veita fullnægjandi vörn. Þannig hafa Bolidensöltin verið reynd m. a. í Svíþjóð, Hollandi, Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Indlandi og Suður- Afríku. Það er athyglisvert, að K-33 hefur reynzt virkara fúavarnarefni en hið víðkunna kreósót á öllum til- raunasvæðum og við hinar ólíkustu aðstæður. Hreinn og lyktarlaus viður Mikill kostur er, að viðurinn er jafn hreinn og lyktarlaus eftir fúavörnina sem áður, enda hefur hún engin heilsuspillandi áhrif í för með sér, veldur t. d. ekki útbrotum á þeim, sem reisa staurana né þeim, er fara höndum um þá síðar. K-33 myndar mjög torleyst sölt í viðnum, sem girðir fyrir, að gas- og aðrar loft- tegundir nái að myndast. - Ekki er heldur hættulegra TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.