Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 53

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 53
Ur Fréttabréfí Kjararannsóknarnefndar September 1966 Það hefur verið sömu erfiðleikum bundið að afla upplýsinga um vinnutíma og vinnulaun iðnaðar- manna árið 1965 og var fyrir árið þar á undan. Liggja til þess ýmsar ástæður. Má t. d. nefna, að sífellt eru fleiri fagfélög að fara yfir í á- kvæðisvinnu, og eru vinnutímar þá hvergi færðir né haldið til haga, þannig að vitneskja um vinnutím- ann er hvergi handbær. Má því segja, að sú tilraun, sem hér hefur verið gerð til að tína saman upplýs- ingar um iðnaðarmenn, gefi ekki þær niðurstöður, sem æskilegt hefði ver- ið, enda úrtakið svo misjafnt, að ekki er ástæða til að ætla, að það sýni rétta mynd af hinni raunveru- legu þróun. Þó má segja, að úrtakið sé fullnægjandi að því er tekur til járn- og skipasmiða. Tafla V sýnir vinnulaun og vinnu- stundir nokkurra fagfélaga 1965 (árs- meðaltöl). Séu þessar niðurstöður bornar sarnan við hliðstæðar niður- stöður 1964, kemur í ljós, að vinnu- tími trésmiða og rafvirkja er all- miklu lengri 1965 en var 1964. Vinnu- tími járnsmiða, bifvélavirkja og skipasmiða er aftur á móti styttri 1965 en 1964. En vegna þess, hvað trésmiðir og rafvirkjar vega mikið á vinnumarkaðinum, verður niðurstað- an sú, að vegið meðaltal vinnutím- ans verður 2856 klst. 1965 á móti 2743 klst. 1964 eða að vinnutíminn hefur lengst um 113 klst. Það skal tekið fram, að trésmiðir þeir, sem hér eru teknir í úrtakið, vinna eingöngu tímavinnu. Ef litið er á járnsmiði sérstaklega, en eins og áður segir má telja upp- lýsingar um þann hóp nægilega traustar til að byggja launastatistik á, eru niðurstöður þessar: Meðalvinnutíminn 1965 er 2763 klst. á móti 2804 klst. 1964 eða 41 klst. styttri. Meðalárslaun cru 207 þúsund kr. 1965 á móti 183 þús. kr. 1964, eða 13% hærri. Tímakaup í dagvinnu án orlofs er kr. 59,90 árið 1965 á móti kr. 52,80 árið 1964 eða 13% hærra. Þessi hækkun á meðaltímakaupi og meðalárslaunum iðnaðarmanna verður ækki að öllu skýrð með hækkunum á kauptöxtum, vegna samninga og vísitölubreytinga. Margt fleira getur einnig komið hér til. Má t. d. nefna betri tíund, aukna á- kvæðisvinnu hjá járnsmiðjum, aukn- ar yfirborganir við störf, þar sem á- kvæðisvinnu verður ekki við komið. Einnig er algengt, að umsamið álag á tímakaup fyrir ákveðin störf sé greitt fyrir fleiri störf en samið hafði verið um o. s. frv. Er ekki ósennilegt, að öllum þessum atriðum sé til að dreifa, og skýri þau að mismunandi mikJu leyti þá miklu hækkun, sem virðist hafa orðið á meðalárslaun- um iðnaðarmanna árið 1965 frá ár- inu á undan, miðað við hækkun á meðalárslaunum verkamanna (16%). Tafla VI sýnir hlutfallslega skipt- ingu vinnutíma iðnaðarmanna 1965 og 1964, skipt í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu. Vegið meðaltal fyrir þá fimm hópa iðnaðarmanna, sem upplýsing- ar þessar ná til, er þannig: Dvt. Evt. Nvt. Samt. 1965 .... 75 13 12 100 1964 .... 79 13 8 100 109 TAFLA V Vinnulaun og vinnustundir 1956. Idnadarmenn , __ Fj. urt. Vog Vinnustundir pr. tnann Dvt. Evt. Nvt. Sarnt. Laun + orlof þ. kr. Timak. i dagv. kr. Medal- timak. kr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Trésmiðir 7 36 2170 410 446 3026 246 63,5 76,0 Járnsmiðir 161 27 2081 352 330 2763 207 59,9 70,1 Bilvélavirkjar 10 9 2153 317 194 2664 216 67,5 75,8 Skipasmiðir 12 2 2090 285 236 2611 196 61,9 70,2 Rafvirkjar 23 26 2170 343 288 2801 218 63,2 72,7 Reiknað er með 50% eftirvinnuálagi, 87,5% næturvinnuálagi og 7% orlofi við l'lt- reikning á tímakaupi i dagvinnu, dálki 8. Meðaltimakauj: >, dálkur 9, er án orlofs. TAFLA VI Hlutfallsleg skipting vinnutímans 1964 og 1965. Vinnutimi 1965 Vinnutimi 1964 Dvt. Evt. Nvt. Samt. Dvt. Evt. Nvt. Samt. 1 2 3 4 5 6 7 8 Trésmiðir 78 14 8 100 72 14 14 100 Járnsmiðir 76 13 11 100 75 13 12 100 llifvélavirkjar 79 12 9 100 81 11 8 100 Skipasmiðir 77 10 13 100 80 11 9 100 Rafvirkjar 83 12 3 100 77 12 11 100 Vegið meðaltal 79 13 8 100 75 13 12 100 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.