Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 8
sem genp hennar hefur goldið á undanförnum árum. Þecta er viðleitni til þess að draga úr þeim stórkostlegu verðhækkunum sem hér hafa orðið að undanförnu og út- lit er fyrir að muni verða áfram í náinni framtíð. Gengis- hækkunin ein sér nægir að vísu varla til þess að stöðva þá verðbólguskriðu, sem dunið hefur yfir landsmenn und- anfarna mánuði, en með samræmdum aðgerðum í stjórn fjármála ríkisins, peningamála, verðlagsmála og í kaup- gjaldsmálum ætti að vera unnt að draga verulega úr vaxtahraða verðbólgunnar og væri það vissulega mikils virði. Þrátt fyrir mikla atvinnu og umsvif á síðasta ári varð vöxtur þjóðarframleiðslunnar nokkru minni en árið 1971. Þjóðarframleiðslan jókst um 6% en árið áður um 9i/2%. Búizt er við að þjóðarframleiðslan muni aðeins aukast um 3% á þessu ári en þessi minnkun í vexti þjóðar- framleiðslunnar á m. a. rætur að rekja til þess að fram- leiðsluöflin eru nú því sem næst fullnýtt í mörgum greinum og lítið svigrúm til framleiðsluaukningar. Horf- ur eru á að þjóðartekjur aukizt nokkru meira en þjóðar- framleiðslan vegna hækkandi verðlags á útflutningsaf- urðum og er búizt við að aukning þjóðartekna í ár verði svipuð og á síðasta ári eða um 5-6%. Veruleg aukning varð í byggingariðnaðinum á síðasta ári og jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 23% sam- anborið við 13% árið áður. Fullgerðar voru 1930 íbúðir, fleiri en nokkru sinni fyrr. Byrjað var á 1963 íbúðum og í árslok voru 3543 íbúðir í smíðum. Árið áður var lokið við 1362 íbúðir en framkvæmdir hafnar við 1833 íbúðir. Þessi mikla aukning leiddi til mikillar spennu á vinnu- markaðinum og varð verulegur skortur á vinnuafli, eink- um iðnaðarmönnum. Ekkert lát er á umsvifum í bygg- ingariðnaðinum og má ætla, að á þessu ári verði enn frekari aukning. Til viðbótar koma svo framkvæmdir við byggingu Viðlagasjóðshúsanna svonefndu, en íslenzkir iðnaðarmenn hafa unnið við gerð grunna og sökkla fyrir þessi hús, sem annars eru flutt inn að nokkru leyti til- búin og sett saman af iðnaðarmönnum frá Norðurlönd- um. Þrátt fyrir mikla aukningu í byggingu íbúðarhúsnæð- is á síðustu 2 árum en enn talsvert um ófullnægða eftir- spurn á húsnæðismarkaðinum. Stafar hún m. a. af því að mikið dró úr byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum 1968- 1970 og hefur það vart unnizt upp ennþá, sem þá tap- aðist í framleiðslu íbúðarhúsnæðis. Undanfarin misseri hafa komið til landsins fjölmargir nýir skuttogarar, sem smíðaðir eru víða um heim. Þessi mikli innflutningur fiskiskipa á stuttu tímabili hefur sætt nokkurri gagnrýni, enda þótt allir séu sammála um nauð- syn þess, að fiskiskipafloti landsmanna sé endurnýjaður og efldur með skynsamlegum hætti. Ljóst er, að sú afar hagstæða lánafyrirgreiðsla, sem ríkisvaldið beitti sér fyrir til handa kaupendum þessara skipa hefur átt mikinn þátt í að ýta undir að skipakaup- um var flýtt og þeim beint til erlendra aðila fremur en innlendra. Ef endurnýjun fiskiskipaflotans eftir lok síðari heimstyrjaldar er athuguð kemur í ljós, að hún hefur ver- ið mjög óreglubundin og gerzt í stórum stökkum. Þar sem endurnýjun flotans hefur að mestu verið borin uppi af innfluttum skipum hafa þessar stóru sveiflur leitt til þess að sú litla skipasmíði sem hér hefur fest rætur, hefur átt mjög í vök að verjast og á stundum hefur svo til engin nýsmíði verið hér innanlands. Þannig dróst innlend smíði verulega saman árið 1965 eftir mikinn skipainnflutning 2 næstliðin ár og aftur árið 1968 eftir stórfelld skipa- kaup erlendis árið áður. Síðan 1968 hefur innlend skipa- smíði verið í jöfnum og öruggum vexti fram á síðasta ár, en þá fór að gæta þverrandi eftirspurnar. Enda þótt oí snernmt sé að spá um þróun næstu ára bendir margt til þess að sagan frá síðasta áratug og áratugunum þar áður, sé um það bil að endurtaka sig. Innlendur markaður fyrir ný skip hefur verið því sem næst mettaður, mörg útgerðarfyrirtæki, sem nú hefja útgerð skuttogara selja minni fiskiskip, þannig að á markaðinum er mikill fjöldi tiltölulega nýrra fiskiskipa. Eftirspurn eftir nýjum fiski- skipum hefur því dregizt verulega saman. Nú í sumar hefur hagrannsóknardeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins gert athugun á rekstursafkomu fyrir- tækja í málmiðnaði, það er í vélsmíði, skipaviðgerðum og bifreiðaviðgerðum. Samband málm- og skipasmiðja hefur yfirfarið niðurstöður þessarar athugunar og fært þær fram til verðlags í júní 1973. Þá kemur meðal annars fram, að laun og launatengd gjöld nema um 72-80% af tekjum vegna útseldrar vinnu í vélsmíði og bifreiðaviðgerðum en um 82% í skipavið- gerðum. Þessar hlutfallstölur eiga við um fyrirtæki, sem eingöngu afla tekna með vinnusölu. Fyrirtæki, sem eru með blandaðan rekstur, t. d. vara- hlutasölu eða tækniþjónustu auk beinnar vinnusölu, greiða enn stærri hluta af tekjum vegna vinnusölu í laun og launakostnað. Hlutfallstölurnar eru 92% í bifreiða- viðgerðum og 88% í skipaviðgerðum og 84% í vélsmíði. Þessar niðurstöður benda til þess, að álagning til þess að mæta yfirstjórnarkostnaði og kostnaði við hjálpardeildir, sem ekki standa undir eigin kostnaði, sé allrof lág. Kostnaðarhækkanir undanfarinna missera hafa alger- lega kippt fótum undan rekstri iðngreina, sem byggja starfsemi sína aðallega á sölu þjónustu. Brýn nauðsyn er á varanlegum lagfæringum á rekstursgrundvelli þessara iðngreina, enda er það þjóðfélaginu alltof dýrt og eng- um til hags að starfsemi þessara iðngreina dragist saman og brotni niður í litlar og dreifðar reksturseiningar, sem hvorki geta annað meiri háttar verkefnum né veitt þá þjónustu, sem krafizt er í nútímaþjóðfélagi. Landssamband iðnaðarmanna hefur allt frá stofnun þess fyrir röskum 40 árum notið þess trausts og velvilja þess opinbera og ekki hvað sízt hins háa Alþingis, að mál er snert hafa beina hagsmuni iðnaðarmanna, hafa ævin- lega verið send til umsagnar til Landssambandsins. Og eins hefur ril þessa þótt nokkur fengur í og sjálfsagt nokkur styrkur við nefndarskipanir, sem fjalla átm um 8 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.