Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 9
iðnað og málefni hans, að hafa fulltrúa frá heildarsam- tökum iðnaðarins með í ráðum, sakir reynslu þeirra o» þekkingu á viðfangsefninu. Því miður hefur borið á vaxandi tilhneigingu hjá iðn- aðarráðuneytinu til þess að ganga fram hjá þessari viður- kenndu reglu, sem áður var, við töku mikilvægra ákvarð- ana í iðnaðarmálum. Ekki hefur verið hlustað á rök iðn- aðarmanna og þeim jafnvel ekki verið gefinn kostur á að hafa fulltrúa í nefndum sem undirbúið hafa eða unnið hafa að margþættum iðnaðarmálum. A síðastliðnu ári skipaði iðnaðarráðherra nefnd til þess að fjalla um samhæfingu tæknistofnana iðnaðarins. Eng- inn fulltrúi var í nefnd þessari til þess að túlka sjónarmið hinna löggiltu iðngreina enda þótt þær hafi vissulega verulegra hagsmuna að gæta. Fáir hafa jafn mikla þörf fyrir margháttaða þjónustu á sviði stjórnunar og tækni- aðstoðar eins og einmitt þeir fjölmörgu aðilar sem reka iðnfyrirtæki í löggiltum iðngreinum. Á síðastliðnu ári samdi iðnaðarráðuneytið frumvarp til laga um iðnrekstrarsjóð og var það afgreitt á Alþingi nú í vor. Iðnrekstrarsjóður mun gegna mikilvægu hlutverki í framkvæmd þeirra iðnþróunaráforma sem nú eru á döfinni, en þau áform snerta ekki hvað minnst hinar iöggiltu iðngreinar. í stjórn þessa sjóðs er enginn full- trúi þessara iðngreina, sem þó ná yfir helming alls al- menns iðnaðar í landinu auk byggingariðnaðarins. Síðastliðið vor bar iðnaðarráðherra fram lagafrum- varp á Alþingi, sem kvað á um hækkun iðnlánasjóðs- gjaldsins úr 0.4% í 0,5%. Um þessa hækkun var ekkert samráð haft við heildarsamtök löggiltra iðngreina og þó greiða iðnfyrirtæki og iðnmeistarar í þessum iðngreinum meira en helming þessa gjalds. Það er mikill misskilningur að ætla, að það sé farsælt til frambúðar að ganga fram hjá stórum hópi þjóðfélags- þegna og láta eins og ekkert tillit þurfi til hans að taka. Ekki vil ég þó skilja svo við þennan þátt ræðu minnar, án þess að það komi skýrt fram, að margt, það sem iðnað- arráðherra og ráðuneyti hans, iðnaðarráðuneytið, hefur komið í verk og er með á prjónunum til styrktar iðnað- inum, er til bóta og það ber að þakka. Ollum sem hugleiða framtíð iðnaðar á íslandi er ljóst, að framundan eru geysilegir breytingatímar. Ef innlendur iðnaður á að standast allar þær kröfur, sem til hans verða gerða, verður hann í æ ríkari mæli að hasla sér völl á erlendum mörkuðum með framleiðslu sína. Þess vegna er mikil nauðsyn að efla útflutningsiðnað og alla þá starfsemi sem miðar að auknum útflutningi iðnaðarvarn- ings. En um leið má ekki líta fram hjá því, að margar þær greinar, sem enn hafa ekki hafið útflutning og jafn- vel lítið sem ekkert reynt fyrir sér um sölustarfsemi er- lendis, geta í framtíðinni orðið og þurfa að verða út- flutningsgreinar. Þetta á einkum við um málm- og tré- iðnaðargreinar. Ennfremur má á það benda, þótt það gleymist býsna oft, að gjaldeyrissparandi iðnframleiðsla, hver svo sem hún er, er í engu minna virði fyrir afkomu þjóðarbúsins, en sú sem út er flutt til sölu á erlendan markað. Iðnfræðslumálin hafa verið frá upphafi vega mikið baráttumál innan iðnaðarsamtakanna og um langt árabil héldu iðnaðarmenn sjálfir uppi kostnaði við skólahald fyrir nemendur sína, og aldrei hefur verið svo haldið iðn- þing að iðnfræðslumálin hafi ekki skipað þar rúman sess á málaskrá iðnþinga. Frá hverju þingi hafa komið áskor- anir og ábendingar til stjórnvalda um meira nám, um meira skólarými og um betri aðstöðu til fræðslu á marga lund. Settar hafa verið til starfa nefndir og ráð af því opinbera, til að skipuleggja þessi mál í heild, bæði til þess að auka fræðsluna og eins til þess að setja hana í betra samband við heildarfræðslukerfi landsmanna í upp- hafi iðnnáms og svo til framhaldsnáms nemendanna. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja og ber að þakka. En fjármagn hefur ekki verið veitt til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. Lög og reglugerðir, sem í skúffum ráðuneytanna liggja og um þessi mál f jalla, bera því aðeins vott um góðan hug ráðamanna en ónógan framkvæmdavilja. Það er ekki hægt í stuttu erindi við setningu iðn- þings að fara út í alla þá málaflokka sem iðnaðinn varða, eða geta um starfsemi samtaka iðnaðarins á umliðnu ári. Þau mál verða tekin fyrir á iðnþinginu sjálfu. Þó skal þess getið hér, að á síðasta þingi, sem haldið var í Vestmannaeyjum, var kosin 9 manna milliþinga- nefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Landssambands- ins og fleira. Nefnd þessi hefur þegar lokið störfum og hefur öllum félögum og samböndum innan Landssam- bandsins verið sendar þessar tillögur og væntanlegar breytingar á lögum til athugunar og ennfremur hefur Landssambandsstjórn haldið eins konar formannaráð- stefnu um þessi mál til að kynna þessar tillögur milli- þinganefndar og fengu þær þar góðar undirtektir. Aðalbreytingarnar, sem þar koma fram, eru að gert er ráð fyrir að iðnþing skuli haldið annað hvert ár fram- vegis. Framkvæmdastjórn sambandsins skal skipuð 7 mönnum eins og áður en kjörnum á annan hátt, það er að framvegis skulu aðeins forseti og varaforseti kosnir á iðnþingi en hinir 5 tilnefndir heima í héraði, ef svo má segja, það er hjá stéttarsamböndum og iðnaðarmanna- félögum. Þá er gert ráð fyrir kjöri til 2 ára í stað 3 ára áður. Ennfremur er gert ráð fyrir stórri stjórn, sem er nefnd í tillögunum sambandsstjórn, sem skipuð er 20 mönnum auk framkvæmdastjórnar, kjör sambandsstjórnar er til 2 ára í senn. 10 stjórnarmenn eru kosnir á iðn- þingi, 10 skulu tilnefndir frá aðildarfélögum og sam- böndum. Þessar breytingar eru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa meiri samtengingu og samráð hinna mörgu iðngreina, sem í sambandinu eru. Þess skal getið hér að allir stjórnarmenn, sem nú eru í stjórn Landssambandsins og kjörnir voru til lengri tíma en til þessa þings, hafa lýst því yfir að umboð þeirra falli niður um leið og lagafrumvarp þetta öðlast gildi. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.