Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 11
Þessi alþjóðlega verðbólga hefur haft mikil áhrif á efnahagskerfi okkar, svo mjög sem við erum báðir við- skiptum við aðrar þjóðir, og þar við hefur bætzt ringul- reiðin í gengismálum, en hún er hluti af sama vanda- máli. Við höfum goldið þessarar alþjóðlegu verðbólgu mjög, en við höfumeinnig notið hennar í mjög ríkum mæli, vegna þess að verðlag á útfluttum sjávarafurðum hefur hækkað örar og meir á alþjóðiegum mörkuðum, en dæmi eru um í sögu þjóðarinnar. Um miðjan júlí í ár hafði útflutningsverðlag á sjávarafurðum hækkað um 36% frá ársmeðaltali 1972, en þá var verðið talið mjög hátt. Verðlag á frystum fiskafurðum var þá orðið yfir 20% hærra en gert var ráð fyrir um síðustu áramót. Og svo að enn eitt dæmi sé tekið hækkaði verðlag á loðnu um 126% milli ára. Þessar miklu sveiflur hafa leitt til þess að gengi krón- unnar gagnvart dollara hefur verið látið hækka í áföng- um á þessu ári, svo að verð dollarans hefur lækkað úr rúmum 97 krónum í ársbyrjun í rúmar 83 krónur nú. Þessum gengishækkunum hefur verið ætlað að draga úr áhrifunum af hinum miklu alþjóðlegu verðsveiflum, milda áhrifin af verðhækkunum á innflutningsvörum okkar, draga úr þeirri þenslu sem fylgir skyndilegum verðhækkunum á fiskafurðum. En jafnframt höfum við rekið okkur harkalega á þá staðreynd, sem við þekkjum af lengri reynslu, að gengisbreytingar hrökkva ekki til að leysa vandamál af þessu tagi. Það hefur verið stefna íslendinga að miða gengi krón- unnar við afkomu sjávarútvegsins, þannig að hann væri afðbær atvinnugrein og er það að sjálfsögðu afleiðing af því að meginþorri gjaldeyristeknanna kemur frá honum. Sjávarútvegurinn verður hins vegar að sæta mjög miklum sveiflum; aflabrögð eru óstöðug, háð veðurfari og breyt- ingum á fiskstofnum, og verðlag á erlendum mörkuðum hefur verið undirorpið mjög stórfelldum umskiptum. Þannig hefur afkoma sjávarútvegsins einkennzt af tíðum og næsta kröppum hagsveiflum, þar sem bæði magn og verð hafa tekið verulegum breytingum á skömmum tíma. Þessar hagsveiflur lenda á hagkerfinu í heild sinni, annað hvort sem tekjuaukning með miklum þensluáhrifum inn- anlands eða sem tekjutap með samdráttaráhrifum. Þetta er ein meginástæðan fyrir þeim öru gengisbreytingum sem við höfum orðið að þola og hafa raunar yfirleitt verið gengislækkanir þar til á þessu ári. Þessar tilraunir til þess að jafna metin í þágu sjávar- útvegsins með gengisbreytingum hafa komið mjög harka- lega við aðrar atvinnugreinar og raunar afkomu lands- manna í heild. Tökum iðnaðinn sem dæmi. Þegar sjávar- útvegurinn hefur átt í erfiðleikum og gengið hefur verið ákveðið í samræmi við það hefur staða iðnaðarins orðið mjög sterk; hann hefur átt auðvelt með að keppa við innfluttan varning á heimamarkaði og opnazt hafa ótví- ræðir möguleikar til útflutnings á iðnaðarvarningi. Sé gengið hins vegar ákveðið með hliðsjón af stöðu sjávar- útvegsins eins og hún er hvað bezt, eins og t. a. m. nú, fer því mjög fjarri að það nægi sem forsenda fyrir iðn- aðarframleiðsluna í landinu. Iðnaðurinn hefur ekki nema að litlu leyti notið þeirra stórfelldu verðhækkana sem sjávarútvegurinn hefur fengið, og því hlýtur gengi sem miðað er við sjávarútveginn að verða allsendis ófullnægj- andi fyrir iðnaðinn. Afleiðingin af gengishækkunum i ár er því sú að iðnaðurinn á í vaxandi erfiðleikum. Sam- keppnisaðstaða hans á heimamarkaði hefur versnað og örðugleikar útflutningsiðnaðarins aukast í sífellu. Sú bjartsýni um aukinn iðnaðarútflutning sem gagntók menn í ársbyrjun - og ég reyndi að tendra eftir bezta megni - hefur nú dofnað til mikilla muna.Utflutningui á iðnaðarvarningi hefur vissulega aukizt, en hitt er ekk- ert launungarmál að ýmis þau fyrirtæki sem stunda slíkan útflutning eru nú rekin með halla, og það ástand getur ekki haldizt nema skamma stund. Þessar staðreyndir sanna að gengisbreytingar eru eng- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.