Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 16
Stefán Rafn Þórðarson, húsgagnasmíðameisctari, Hafnarfirði. Þá var haldið áfram umræðum um mál á málaskrá og tekið fyrir eftirfarandi mál: SamkeppnisaðstaSa inn- lendra verktaka á innlendum markaði og hafði Þórður Gröndal, verkfræðingur, framsögu. Nokkrar umræður urðu um málið en því var síðan vísað til allsherjarnefnd- ar. Innkaup opinberra aðila. Karl Maack, húsgagnasmíða- meistari, hafði framsögu og var málinu vísað til alls- herjarnefndar. Verðlagsmál iðnaðarins. Guðjón Tómas- son, framkvæmdastjóri, hafði framsögu og var þessu máli síðan vísað til fjármálanefndar. Lög um tcsknimenntaðar heilbrigðisstéttir. Otto Schopka framkvæmdastjóri hafði framsögu, en málinu var vísað til löggjafarnefndar. Breyting á reglugerð Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna. Eyþór Þórðarson hafði framsögu um þetta mál. Hann skýrði jafnframt frá vexti sjóðsins og starfsemi hans, en hann hafði þá starfað í tæp 10 ár. Er hér var komið fundi kynnti forseti iðnþingsins iðnþingsfulltrúa, en síðan var fundi frestað og var iðn- þingsfulltrúum boðið að skoða nokkur iðnfyrirtæki í Hafnarfirði. Fyrirtækin sem skoðuð voru, voru Rafgeym- ir hf., Glerborg hf. og Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar. Þágu gestirnir góðar veitingar í tveim síðast töldu fyrir- tækjunum. Síðdegis þennan dag var eiginkonum iðn- þingsfulltrúa boðið að skoða Sælgætisgerðina Mónu í Hafnarfirði og í heimsókn í klaustur Karmelitu-systra í Hafnarfirði. Föstudaginn 28. september var fundur settur kl. 10 árdegis og stjórnaði 2. varaforseti, Ingólfur Jónsson, fundi. Tekin voru fyrir eftirfarandi mál: Iðnlöggjöfin. Framsögu hafði Ólafur Pálsson, húsasmíðameistari, Hafn- arfirði. Nokkrar umræður urðu um málið en því var síðan vísað til löggjafarnefndar. Niðurfelling iðngreina. Álit löggjafarnefndar og hafði Sigursteinn Hersveinsson, framsögu fyrir áliti nefndarinnar. Álit og tillögur skipu- lagsnefndar. Framsögu hafði Gunnar Björnsson. Miklar umræður urðu um þetta mál, en gerðar voru tillögur um breytingar á nokkrum greinum laga Landssambands- ins. Tillögur nefndarinnar voru síðan lesnar og bornar undir atkvæði að loknum umræðum og samþykktar með samhljóða atkvæðum. Síðan voru lög Landssambands iðnaðarmanna í heild með áorðnum breytingum borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Samkeppnisað- staða skipasmíðaiðnaðarins. Jón Sveinsson, forstjóri hafði framsögu, en málinu var síðan vísað til allsherjarnefndar. Var nú komið að hádegi og gert fundarhlé, en iðn- þingsfulltrúar sátu hádegisverðarboð bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar í Skiphóli. Þar fluttu ávörp Stefán Gunnlaugsson, forseti bæjarstjórnar, og tilkynnti hann þá ákvörðun bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar, að afhenda félagssamtökum iðn- aðarmanna í Hafnarfirði lóð undir byggingu félagsheim- ilis í nýju iðnaðarhverfi í Hafnarfjarðarbæ, sem á að rísa norðan Reykjanesbrautar. Sigurður Kristinsson, forseti iðnþingsins, þakkaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfðing- legt boð og fyrirheit um lóð til félagssamtakanna. Fundi iðnþings var fram haldið kl. 2.10 síðdegis. í upphafi fundar kvaddi sér hljóðs Ingólfur Finnbogason, forseti Landssambandsins, og ræddi fyrirkomulag stjórn- arkosninga eftir nýjum lögum Landssambandsins. Gaf hann þá yfirlýsingu að hann mundi ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Landssambandsins. Síðan var haldið áfram að ræða mál á málaskránni. Fjáröflun ríkissjóðs. Ingvar Jóhannsson hafði framsögu um málið og var álit fjármálanefndar samþykkt samhljóða. Útgáfa meistara- bréfa til erlendra ríkisborgara. Haraldur Sumarliðason hafði framsögu fyrir áliti löggjafarnefndar og var það samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður. Ingólfur Finnbogason varpaði fram þeirri hugmynd, að iðnþingið ætti að gera ályktun um landhelgismálið og var samþykkt að vísa málinu til allsherjarnefndar Lög um tceknimennt- aðar heilbrigðisstéttir. Sæmundur Sigurðsson, málara- meistari, hafði framsögu fyrir áliti löggjafarnefndar og var það samþykkt samhljóða. Breyting á reglugerð lífeyr- issjóðs. Haraldur Sumarliðason hafði framsögu fyrir áliti löggjafarnefndar og var það samþykkt samhljóða. Tolla- mál iðnaðarins. Guðjón Tómasson hafði framsögu fyrir áliti fjármálanefndar og var það samþykkt samhljóða án umræðna. Erindi Félags íslenzkra snyrtisérfrceðinga. Sig- ursteinn Hersveinsson hafði framsögu um álið en af- greiðslu þess var frestað og því vísað aftur til nefndar. Iðnþróunarácetlunin. Bjarni Einarsson, skipasmíðameist- ari, hafði framsögu um álit allsherjarnefndar, en það var síðan samþykkt samhljóða. Innkaup opinberra aðila. Stefán Rafn Þórðarson hafði framsögu um málið og var álit allsherjarnefndar samþykkt samhljóða. Iðnlöggjöfin. TÍMARIT ISNAÐARMANNA 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.