Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 21
Verk- og tœknimenntun 35. Iðnþing íslendinga harmar mikinn seinagang í endurbótum á iðnfræðslukerfinu og átelur harðlega hve litlu fjármagni er varið til uppbyggingar iðnfræðslukerf- isins. Þingið bendir á, að á sl. 5 árum hafa fjárveitingar til byggingarframkvæmda á menntaskólastigi numið um 218 millj. kr. en á sama tíma hafa fjárveitingar til bygg- inga iðnskólans aðeins numið 58 millj. kr. Verkleg menntun hefur þannig verið alger hornreki fjárveitingarvaldsins og enginn skilningur verið fyrir því hvað skynsamleg fjárfesting á því sviði er arðbær fyrir þjóðfélagið. Endurvekja þarf virðingu fyrir verklegri menntun og efla þarf álit á iðnaðarstörfum. Iðnþingið telur að óhóflegur þungi hafi verið lagður á uppbygg- ingu menntaskóla- og háskólanáms á kostnað verk- og tæknimenntunar og beri nú brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr til þess að færa þau mál til skynsamlegra jafn- vægis. Framundan er mikill vöxtur í iðnaði með framkvæmd iðnþróunaráætlunar, en þær ráðagerðir verða ekki fram- kvæmdar nema jafnhliða sé byggt upp öflugt og virkt iðnfræðslukerfi. Efla og bæta þarf menntun starfsfólks í iðnaði á öllum stigum, iðnverkafólks, iðnsveina og iðnmeistara. Iðnþingið telur að endurskipuleggja þurfi yfirstjórn verk- og iðnfræðslukerfisins og minnir í því tilefni á ítar- legar tillögur 33. Iðnþingsins í þeim efnum. Iðnþingið telur nauðsynlegt, að atvinnulífið hafi meiri bein áhrif á framkvæmd iðnfræðslumálanna, m. a. með því að stórauka valdsvið iðnfræðsluráðs og efla starf- semi þess. Bæta þarf tengsl milli iðnfræðsluráðs og ráðu- neytis með því að ráðuneytisstjóri viðkomandi ráðu- neytis taki sæti skólayfirvalda í ráðinu. Ennfremur telur þingið öll rök mæla með því að gerð og endurskoðun námsskráa ásamt eftirliti með iðn- fræðslunni falli undir frumkvæði iðnaðarráðuneytisins, sem ætla verður að þekki bezt þarfir iðnaðarins fyrir aukna menntun og starfsþjálfun hverju sinni. Iðnþingið telur að fræðsla í almennum námsgeinum eigi að fara fram á vegum hins almenna skólakerfis en iðnfræðsluskólarnir eiga eingöngu að fást við fagkennslu, þ. e. kennslu sem lýtur að sjálfum iðngreinunum. Iðnþingið telur að fagkennslan þurfi að hefjast strax í upphafi námstímans og á það jafnt við um nema sem fara á námssamning hjá meistara og hina sem læra í verknámsskóla. Einnig telur Iðnþingið, að nemar sem ljúka verklegu námi í iðnfræðsluskóla þurfi að fá eins árs verklega þjálfun hjá iðnfyrirtæki eða iðnmeistara, sem færi að einhverju leyti fram á skólatímanum, áður en þeir ganga undir sveinspróf. Iðnþingið telur að veita þurfi iðnnemum, sem stunda nám í verknámsskóla aðgang að námslánum, þar sem þeir eru ekki á launum á námstímanum og hafa ekki sömu tækifæri til tekjuöflunar í sumarleyfum og ýmsir aðrir skólanemar. Iðnþingið minnir á fyrri ályktanir sínar um meistara- skóla og leggur áherzlu á, að enginn meistarabréf verði gefin út án meistaraskólaprófs frá árslokum 1974 í þeim iðngreinum, þar sem meistaraskóli er tekinn til starfa. Jafnframt þarf að vinna að því að meistaraskóli nái til sem flestra iðngreina á næstu árum. Inðþing'ð harmar þann drátt, sem orðið hefur hjá menntamálaráðuneytinu og fjárveitingavaldinu á því að koma til móts við réttmætar óskir iðnfræðsluráðs og iðn- þinga um fjárveitingar til skipulagningar iðnfræðslunnar. Jafnframt fagnar iðnþing þeim upplýsingum menntamála- ráðherra og ráðuneytisstjóra hans að á fjárlagatillögum þessa árs er byrjunarfjárveiting til námskrárgerðar. Iðn- þingið leggur mikla áherzlu á að störf við námsskrárgerð- irnar hefjist sem fyrst og ennfremur, að fræðslunefndir verði endurskoðaðar og þá í því formi, sem bezt getur stutt að því að góður árangur náist í námsskrárgerðinni. Iðnþingið telur nauðsynlegt að efnt verði til nám- skeiða fyrir aðstoðarmenn í byggingariðnaði, t. d. við járnavinnu, steynsteypulögn, handlöngun í múrverki, þak- pappalögn o. fl., í samráði við fræðslunefndir viðeigandi iðngreina. Iðnþingið beinir þeim eindregnu tilmælum til yfir- stjórnar fræðslumála, að tekið verði fyllsta tillit til óska og þarfa atvinnulífsins við þá endurskoðun á iðnfræðslu- löggjöfinni, sem nú fer fram. Jafnframt leggur iðnþingið áherzlu á, að hraðað verði framkvæmd frumtillagna iðn- fræðslulaganefndar en aðgerðum ekki frestað á meðan beðið er endanlegs álits nefndarinnar. Þá telur Iðnþingið að til þess að auka hagkvæmni og afköst í iðju og iðnaði þurfi að auka markvisst menntun þess fólks sem í starfsgreinunum starfa. Þingið telur að starfsmenntunarkerfið þurfi að svara kröfum atvinnulífs- ins á hverjum tíma og laga sig að þeim starfsbreytingum sem framþróun atvinnulífsins krefst. Til þess að svo megi verða telur Iðnþingið að eftirtalin atriði eigi að leggja til grundvallar lagasetningu um starfsfræðslu og vertingu starfsréttinda: 1. Á sviði iðju og iðnaðar skuli heimilt að mennta fólk til hvers þess starfs, sem hefur sjálfstætt starfsheiti og þörf er fyrir. Framkvæmd slíks náms má fara fram í skilgreindum áföngum og Ijúki með prófum. 2. Gera skal í hverri starfsgrein námsskrá fyrir hvert sjálfstætt starf innan greinarinnar og skal hún skil- greina starfið, þörf þess og tilgang, þá skal hún enn- fremur skilgreina menntastig þess svo og inntökuskil- yrði bæði hvað snertir bóknámsþekkingu og fyrri starfsmenntun og reynslu. Heildarnámsskráin skal mynduð úr sjálfstæðum ein- ingum, sem hver um sig lýkur með prófi. 3. í löggiltum iðngreinum skuli nemar hafa lokið öllum þeim einingum, sem tilskyldar eru. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.