Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 35
Hagræðing í íslenzkum iðnaði Eftir Björn Jóhannsson, rekstrarhagfræðing í FKAMHALDi af úttekt Iðnþróunarsjóðs á hinum ýmsu iðngreinum 1970—1971 voru skipaðar á vegum iðnaðar- ráðuneytisins iðngreinanefndir, sem fjalla skyldu um skýrslur hinna erlendu sérfræðinga og vinna að fram- gangi þeirra tillagna, sem þar voru mótaðar og samstaða næðist um innan nefndanna. Eitt þeirra mála, sem allir erlendu sérfræðingarnir lögðu ríka áherzlu á í skýrslum sínum, var þörfin fyrir endur- skipulagningu, „hagræðingu", á stjórnkerfi fyrirtækjanna, bæði á sviði fjármála og framleiðslu. Aðgerðir eru þegar hafnar í tveimur iðngreinum, þ. e. fataiðnaði og húsgagnaiðnaði og aðgerðir eru að hefjast i sælgætisiðnaði og málmiðnaði. Vegna þess gildis, sem málmiðnaðurinn hefur fyrirþjóð- arframleiðsluna í heild, er mikilvægt að vel takist til við framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru. Verður hér reynt að skýra fyrir lesendum í hverju fram- kvæmdirnar eru fólgnar og hvernig fyrirhugað er að standa að þeim. Um mánaðamótin febrúar-marz 1973 voru hér á ferð 3 sérfræðingar frá JydskTeknologisk Institut í Arhus (J.T.I.) í boði málmiðnaðarnefndar iðnaðarráðuneytisins. Könn- uðu þeir skýrslur og gögn um málmiðnaðinn og heimsóttu nokkur fyrirtæki í Reykjavík. í framhaldi heimsóknarinnar var ákveðið að J.T.I. gerði tillögur um framkvæmdir, með kostnaðaráætlun og tíma- setningu aðgerða. Tilboð barst frá J.T.L í maí þar sem boðið var: 1. 6 daga námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja í málm- iðnaði. 2. 1 dags heimsókn í hvert fyrirtæki eftir námskeiðið, þar sem rætt væri um hvernig bezt væri fyrir stjórn- endur að nýta þekkinguna, sem þeir öfluðu sér á nám- skeiðinu í sínu fyrirtæki og þeim sett fyrir ákveðið verkefni til úrlausnar. 3. Heimsókn í fyrirtækin á 3 mánaða fresti í 1 ár, þar sem kannað yrði hvernig verkefninu miðaði og stjórn- endum sett fyrir ný verkefni. Sökum anna gat J.T.I. fyrst boðið hæfa starfskrafta til íslands í október 1973, en það voru: K. Toft, viðskiptafræðingur, M. Andersen, tæknifræðingur. Starfsmönnum J.T.I. til aðstoðar voru: Sigurður Helgason frá Hagvang hf., Davíð Guðmundsson frá Birni Jóhannssyni. En verkefni þeirra voru: 1. Aðstoð við undirbúning og framkvæmd námskeiðisins. 2. Aðstoða stjórnendur við lausn verkefna milli heim- sókna starfsmanna J.T.I. 3. Aðstoða stjórnendur við lausn annarra hagræðinga- mála, sem upp kunna að koma á tímabilinu. Einnig lá fyrir tilboð frá Birni Jóhannssyni, rekstrar- tæknifræðingi, um framkvæmd tafatímaathugunar í fyrir- tækjunum á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Markmiðið með tafatímaathuguninni er: að fá yfirlit yfir hvernig vinnutímanum er varið í hverju fyrirtæki fyrir sig, samanburð við meðaltal allra fyrir- tækjanna og erlendar reynslutölur. - koma á tengslum milli starfsmanna og tæknimanns og tryggja, að tæknimaður kynnist hverju fyrirtæki sem bezt áður en aðgerðir J.T.I. hefjast, - afmarka vandamál í stjórnun og vinnubrögðum í hverju fyrirtæki fyrir sig. - mynda „tengsl" milli þeirra fyrirtækja, sem þátt taka í aðgerðunum og leggja þannig grunn að framtíðar- „samstarfshóp" málmfyrirtækja. Á fundi, sem Félag íslenzkra iðnrekenda hélt í júní með nokkrum framámönnum í málmiðnaði, voru tilboðin TÍMARIT IÐNAÐARMANTíA 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.