Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 37
jafnframt samið við Landssamband iðnaðarmanna um, að skrifstofa þess tæki að sér að annast starfrækslu sjóðs- ins. Síðustu mánuði ársins 1963 fóru fram kjarasamninga- viðræður milli sveinafélaganna í Reykjavík og vinnu- veitenda og hélt stjórn sjóðsins nokkra fundi með full- trúum þessara aðila í þeim tilgangi að bjóða þeim aðild að sjóðnum ef samningar tækjust milli þeirra um greiðslur í lífeyrissjóð. Var þessu vel tekið af báðum aðilum, en fulltrúar sveinafélaganna töldu þó aðild sína að stjórn sjóðsins ekki nægilega tryggða, þar sem þeir áttu ekki fulltrúa á Iðnþingi og féllst stjórn lífeyrissjóðsins á að bera fram tillögur um breytingar á reglugerð sjóðsins á næsta Iðnþingi. Lífeyrissjóðurinn tók formlega til starfa í Reykjavík 1. janúar 1964. Var stofnun hans auglýst í blöðum og birtu þau auk þess fréttatilkynningar frá sjóðnum. Kom strax í Ijós, að talsverður áhugi var fyrir þáttröku í sjóðnum, meðal annars á stórum vinnustöðum. En þar sem ákvæði um greiðslu atvinnurekenda í slíkan sjóð voru yfirleitt ekki í kjarasamningum var þátttaka í sjóðnum ekki eins mikil og búizt hafði verið við. Þeir sjóðfélagar, sem ekki voru sjálfstæðir atvinnurekendur, urðu að semja við vinnu- veitendur sína um greiðslu framlags í sjóðinn, ellegar að greiða allt iðgjaldið sjálfir. Engu að síður gengu nokkrir tugir iðnaðarmanna, bæði sveinar og meistarar, í sjóðinn þegar á fyrsta starfsári hans. Stjórn lífeyrissjóðsins lagði fram tillögur um breytingar á reglugerð sjóðsins fyrir 26. Iðnþing íslendinga, sem haldið var á Akureyri haustið 1964. Tillögur stjórnarinnar gerðu ráð fyrir, að á Iðnþingi yrðu kosnir 2 iðnmeistarar í stjórn sjóðsins en sérstakur fundur fulltrúa sveinafélaga þeirra, sem aðild ættu að lífeyrissjóðnum kysi 2 iðnsveina í stjórnina. Um tillögur þessar urðu miklar umræður á Iðnþinginu og voru menn ekki á einu máli um, að þær miðuðu í rétta átt. Tillögumenn bentu á, að tillagan væri borin fram til þess að ná samkomulagi við sveinafélögin, en á miklu ylti að fá þau til þess að ganga í sjóðinn strax í upphafi. Andstæðingar tillögunnar töldu hinsvegar, að með henni væri verið að veita sveinum utan Landssam- bands iðnaðarmanna meiri rétt í sjóðsstjórninni en svein- um innan Landssambandsins. Lögðu þeir til, að kosin yrði milliþinganefnd til þess að athuga þetta mál nánar í samráði við sjóðsstjórnina, og var sú tiilaga samþykkt á Iðnþinginu. í þessa milliþinganefnd voru kosnir þeir Björgvin Frederiksen, vélvirkjameistari, Þórir Jónsson, bif- vélavirkjameistari, Grímur Bjarnason, pípulagningameist- ari og Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri. Milliþinganefndin skilaði áliti sínu til 27. Iðnþings, sem haldið var í Hafnarfirði í nóvember 1965. Nefndin lagði til, að Iðnþing kysi 2 fulltrúa í stjórn sjóðsins og 2 til vara, en jafnframt skyldi haldinn sérstakur aðalfundur sjóðsins annað hvert ár eigi síðar en hálfum mánuði fyrir Iðnþing, og skyldu þar einnig kosnir 2 fulltrúar í stjórn sjóðsins og 2 til vara. Haga skyldi kosningu á Iðnþingi, sem síðar færi fram, þannig að jafnan yrðu 2 hinna kjörnu fulltrúa úr hópi starfandi iðnmeistara og 2 úr hópi iðn- sveina. Rétt til setu á aðalfundi skyldu allir sjóðfélagar eiga, sem greitt hefðu iðgjöld til sjóðsins í byrjun ársins eða hefðu þá lokið tilskyldum iðgjaldagreiðslum. Þessar tillögur milliþinganefndar voru samþykktar óbreyttar á Iðnþinginu. Nokkur aukning varð á starfsemi lífeyrissjóðsins á öðru starfsári hans. Starfssemi sjóðsins var kynnt víða um land á fundum, þar sem Þórir Jónsson, stjórnarformaður líf- eyrissjóðsins, og Ottó Schopka framkvæmdastjóri Lands- sambandsins mættu. Stofnaðar voru sérstakar deildir bæði í Keflavík og Hafnarfirði, og nokkur aukning sjóðfélaga varð í Reykjavík. Þá samdi eitt stéttarfélag, Offsetprent- arafélag íslands, við vinnuveitendur um aðild að lífeyris- sjóðnum, og var það fyrsta stéttarfélagið, sem samdi um aðild að sjóðnum. Stjórn sjóðsins ákvað að hefja lánveitingar úr sjóðnum vorið 1965 og var þá augiýst eftir lánsumsóknum og sam- þykkt að veita 10 sjóðfélögum lán, hverjum um sig kr. 120.000,00. Lánin voru til 20 ára. Lágmarksgjald til sjóðsins var í upphafi kr. 750 á mánuði eða kr. 9000 á ári og var það óbreytt fyrstu 3 starfsár sjóðsins. Innborguð iðgjöld til sjóðsins á fyrsta ári námu tæplega 250 þús. krónum, en næsta ár urðu innborguð iðgjöld alls 1287 þús. krónur. Enda þótt fyrrnefnd breyting hefði verið gerð á reglu- gerð lífeyrissjóðsins, sem tryggja átti fulltrúum sveina- félaganna fulla aðild að stjórn sjóðsins, varð það ekki til þess að auka vöxt sjóðsins, eins og ætlazt hafði verið til. Sjóðfélögum fjölgaði hægt næstu árin, en það átti meðal annars rætur að rekja til þess, að þá fóru fram umræður um stofnun almenns lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn og héldu því margir iðnaðarmenn að sér höndum um að ganga í lífeyrissjóðinn. Ennfremur virtist lítill áhugi með- al sveinafélaganna á því að semja um greiðslur í lífeyris- sjóð við vinnuveitendur sína og lá það mál niðri fram til ársins 1969. Árið 1969 námu innborguð iðgjöld sjóðsins um kr. 2.4 milljónum króna og útistandandi lán til sjóðfélaga í árs- lok námu rúmlega 8 milljónum króna. Fjöldi sjóðfélaga í árslok 1969 voru um 200. Við gerð kjarasamninga haustið 1969 var samið um aðild launþega að lífeyrissjóðum og við það fjölgaði þeim stéttum iðnaðarmanna mjög, sem nutu þeirra fríðinda. Stjórn sjóðsins átti viðræður við full- trúa sveinafélaganna og bauð þeim aðild að Almennum lífeyrissjóði iðnaðarmanna, en flest stærri iðnaðarmanna- félög kusu að stofna eigin sjóði, þannig að lífeyrissjóðum fjölgaði mjög í ársbyrjun 1970. Engu að síður varð all- mikil fjölgun sjóðfélaga í Almennum lífeyrissjóði iðnað- armanna, þar sem ýmsar fámennar stéttir iðnaðarmanna TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.