Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 45

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 45
Skýrsla stjórnar Landssambands iðnaðarmanna til 35. Iðnþings íslendinga fyrir starfstímabilið júní 1972 til september 1973 ÁSTAND OG HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM Þróun efnahagsmála síðustu misseri hefur verið mjög óhagstæð fyrir iðnaðinn. Enda þótt eftirspurn eftir framleiðslu hans og þjónustu hafi farið sívaxandi og á mörgum sviðum orðið miklu meiri en hægt hefur verið að anna, hafa um leið orðið gífurlegar kostnaðarhækkanir þannig að fjárhagsleg afkoma iðnaðar- ins hefur ekki batnað. Þannig hafa laun hækkað um nærfellt 25% á einu ári, sem er algert met, og allt verðlag hefur hækkað að sama skapi, t. d. um nálægt 20% á sl. ári. Þessar miklu kostnaðar- og verðlagshækkanir setja iðnaðinn í mikinn vanda m. a. vegna þess að því eru takmörk sett hvað hann getur hækkað söluverð framleiðslu sinnar og þjónustu vegna erlendrar samkeppni. Iðnfyrir- tæki í mörgum greinum eiga í miklum erfiðleikum með að halda vinnuafli og þeim reynist erfitt að bjóða sömu launa- og starfskjör og ýmsar aðrar atvinnu- greinar. Um leið hafa ströng og óraunhæf verðlagshöft valdið minnkandi arð- semi í mörgum iðngreinum og stefnir raunar í beinan taprekstur hjá sumum, þar sem kostnaðarhækkanir hafa ekki fengizt bornar uppi nema að mjög litlu leyti. Nú þegar blasir við að mörg þjónustufyrirtæki verða hreinlega að hætta starfsemi sinni og er það háskaleg þróun, sem verður að stöðva. Gengi ísl. krónunnar hefur verið hækkað tvívegis á undanförnum 5 mán- uðum, í fyrsta skipti í nær hálfa öld. Þessar gengishækkanir hafa að vísu ekki verið stórvægilegar og þær koma að sumu leyti illa við iðnaðinn, innfluttar iðnaðarvörur lækka í verði og ná betri samkeppnisaðstöðu á innlendum mark- aði og tekjur útflutningsiðngreina minnka, reiknað í ísl. krónum, því að út- flutningsiðnaðurinn hefur ekki notið verðhækkana erlendis í eins ríkum mæli og fiskiðnaður og sjávarútvegur. Engu að síður er það fagnaðarefni að hægt skuli að hækka skráð gengi ísl. krónunnar eftir þau afhroð, sem gengi hennar hefur goldið á undanförnum árum. Þetta er viðleitni til þess að draga úr þeim stórkostlegu verðhækkunum, sem hér hafa orðið að undanförnu og útlit er fyrir að muni verða áfram í náinni framtíð. Gengishækkunin ein sér nægir að vísu varla til þess að stöðva þá verðbólguskriðu, sem dunið hefur yfir landsmenn undanfarna mánuði, en með samræmdum aðgerðum í stjórn fjármála ríkisins, peningamála, verðlagsmála og í kaupgjaldsmálum ætti að vera unnt að draga verulega úr vaxtarhraða verðbólgunnar og væri það vissulega mikils virði. Þrátt fyrir mikla atvinnu og umsvif á síðasta ári varð vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar nokkru minni en árið 1971. Þjóðarframleiðslan jókst um 6% en árið áður um 9Vi%. Búizt er við að þjóðarframleiðslan muni aðeins aukast um Einstakir málaflokkar FJÁRMÁL LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA Á sl. ári sótti Landssamband iðnaðar- manna um verulega hækkun á rekstr- arstyrk til þess á fjárlögum fyrir árið 1973. Styrkur þessi var kr. 700 þús. á fjárlögum fyrir árið 1972, en var árið 1971 kr. 600 þús. og hafði þá staðið óbreyttur um 6 ára skeið þrátt fyrir gífurlegar verðhækkanir. Sótt var um að styrkurinn yrði hækkaður í 2 millj. kr. I greinargerð til iðnaðarráðuneytis- ins með þessari hækkunarbeiðni var ICÖRFUBÍLL SF. HAFNARFIRÐI Sími 50786 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.