Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 46

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 46
3% á þessu ári en þessi minnkun í vexti þjóðarframleiðslunnar á m. a. rætur að rekja til þess að framleiðsluöflin eru nú því sem næst fullnýtt í mörgum grein- um og lítið svigrúm til framleiðsluaukningar. Horfur eru á að þjóðartekjur aukist nokkru meira en þjóðarframleiðslan vegna hækkandi verðlags á útflutn- ingsafurðum og er búizt við að aukning þjóðartekna í ár verði svipuð og á síð- asta ári eða um 5-6%. HAGSVEIFLUVOG IÐNAÐARINS Landssamband iðnaðarmanna hefur í samstarfi við Félag íslenzkra iðnrekenda haldið áfram þeirri könnun, sem hófsr árið 1968 á ástandi og horfum í iðnaði. Eru þessar kannanir framkvæmdar ársfjórðungslega. Niðurstöður „Hagsveifluvogar iðnaðarins" fyrir árið 1972 miðað við árið 1971 eru eftirfarandi í meginatriðum: Framleiðsluaukning varð talsverð í iðnaðinum á árinu 1972 miðað við árið 1971. Nettóniðurstaða könnunarinnar er sú, að fyrirtæki með 48% af heildar- mannafla úrtaksins höfðu meiri framleiðslu árið 1972 en 1971. En í ársbyrjun 1972 varð nettóniðurstaðan sú, að fyrirtæki með 41% mannaflans sýndu fram- leiðsluaukningu. Er því hér um mjög svipaða aukningu að ræða. Reynt hefur verið að gefa heildarframleiðsluaukningunni tölulegt gildi, þar sem talsverðar upplýsingar bárust um hlutfallslega breytingu framleiðslumagnsins árið 1972 miðað við árið áður. Þær uppýsingar gefa til kynna, að heildaraukning fram- leiðsltimagns iðnaðarins á árinu 1972 hafi numið 6-8%. Samsvarandi rala árið áður var 12-15%. Talsverð framleiðsluaukning varð á 4. ársfjórðungi 1972 miðað við 3. ársfj. og er þar um svipaða aukningu að ræða og árið áður. Ekki er gert ráð fyrir, að um neina verulega framleiðsluaukningu verði að ræða í iðnaðinum á 1. ársfj. 1973, en gert ráð fyrir, að framleiðslumagnið verði mjög svipað og á síðasta ársfj. 1972. Sölumagn iðnfyrirtækjanna á árinu 1972 var meira en árið áður, og kemur það heim við aukningu framleiðslumagnsins á árinu. Fyrirtæki með 38% mannaflans upplýsa að sölumagnið hafi verið meira árið 1972 en 1971, en sam- bærileg hlurfallstala var 71% árið áður. Sölumagnið á 4. ársfj. 1972 var einnig meira en á 3. ársfj. og var nettóniðurstaða könnunarinnar nú 35% en var hins vegar 24% árið áður, þannig að söluaukningin á 4. ársfj. 1972 virðist hafa skýrt frá því, að stórefla þyrfti upplýs- inga- og fræðslustarfsemi Landssam- bandsins og bent var á, að nútíma- þjóðfélagshættir gerðu sívaxandi kröf- ur til iðnmeistara sem stjórnenda iðn- fyrirtækja. Nauðsynlegt væri því að koma á fót námskeiðum fyrir iðn- meistara, þar sem kynnt væri ný lög og reglugerðir, sem varða starfsemi þeirra og væri eðlilegt að slík nám- skeið væru haldin á vegum félagasam- taka þeirra og hefði Landssambandið hug á því að skipuleggja slík námskeið og gangast fyrir því, að þau yrðu hald- in bæði á Reykjavíkursvæðinu og á öðrum stöðum í landinu. Þá var bent á, að félagssamtök sjávarútvegs og landbúnaðar fá verulegar fjárhæðir úr ríkissjóði til starfsemi sinnar. Þannig fengi Fiskifélag íslands t. d. 13.4 millj. kr. árið 1972 og Búnaðarfélag íslands 31.3 millj. kr. Félagssamtök iðnaðar- manna hefði hins vegar aldrei fengið liliðstæðar fjárveitingar og því hefði þeim ekki verið kleift að taka upp margs konar fræðslu-, upplýsinga- og þjónustustarfsemi fyrir iðnaðarmenn, sem nauðsynleg væri og mundi skila sér margfaldlega aftur til þjóðfélagsins í auknum afrakstri, meiri framleiðni og betri framleiðslu. í byrjun júnímánaðar boðaði iðnað- arráðherra forseta og framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðarmanna á sinn fund, og skýrði þeim frá því, að hann hefði áhuga á að endurskoða fjárveitingu ríkissjóðs til Landssam- bands iðnaðarmanna, þar sem hann teldi þær forsendur horfnar, sem upp- haflega hefðu verið fyrir þessari fjár- veitingu og því ekki réttlætanlegt að láta hana standa áfram í fjárlögum óbreytta. Fulltrúar Landssambandsins töldu þessa skoðun ráðherrans á mis- skilningi byggða og þrátt fyrir þá þró- un, sem hefði átt sér stað í félagsmál- um iðnaðarmanna á undanförnum ára- tugum væri starf og stefna Landssam- bands iðnaðarmanna í meginatriðum sú sama og var í upphafi við stofnun þess árið 1932. í framhaldi af þessum fundi ritaði stjórn Landssambandsins ráðherra bréf og mæltist eindregið til þess, að fjárveitingin yrði látin standa áfram og færði nánari rök fyrir því. 46 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.