Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 47

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 47
verið nokkuð meiri en á sama tíma árið áður. Helzt það einnig í hendur við aukningu framleiðslunnar á sama tímabili. Birgðir fullunninna vara minnkuðu lítilsháttar á 4. ársfj. 1972 og er það sama þróun og átti sér stað á 4. ársfj. ársins á undan. Sömu sögu er að segja um breytingu á birgðum hráefna á sama ársfj. Nýting afkastagetu í árslok 1972 var talsvert betri en hún var í lok 3. ársfj. og er það sama þróun og árið áður, en þá hafði nýting afkastagetunnar batnað talsvert á 4. ársfj. Starfsmannafjöldi á 4. ársfj. 1972 hefur lítið breytzt miðað við lok 3. ársfj. Búizt er við að um lítilsháttar aukningu starfsmannafjöldans verði að ræða á 1. ársfj. 1973. Venjulegur vinnutími var svipaður í lok 4. ársfj. og í lok 3. ársfj. Ekki er gert ráð fyrir neinni breytingu á vinnutíma á 1. ársfj. 1973 miðað við 4. ársfj. 1972. Fyrirliggjandi pantanir og verkefni voru nokkuð minni í árslok 1972 en 30. sept. 1972, og er nettóniðurstaða könnunarinnar sú, að fyrirtæki með 16% mannaflans hafa minna af fyrirliggjandi verkefnum. Fyrir einu ári var nettó- niðurstaðan sú, að fyrirtæki með 18% mannaflans höfðu minni fyrirliggjandi verkefni í árslok en 30. sept. Innheimta söluandvirðis hefur versnað verulega á 4. ársfj. 1972 miðað við 3. ársfj. og er nettóniðurstaðan, að fyrirtæki með 19% mannaflans telja innheimt- una ganga verr en 30. sept. Allt frá árinu 1969 hefur innheimta söluandvirðis farið versnandi og hefur það aðallega komið fram hjá iðnfyrirtækjum er skipta við sjávarútveg. Nú árið 1972 bætist annar stór hópur fyrirtækja við eða prjóna- og fataiðnaðurinn. Hliðstæðar tölur fyrir 1969, 1970 og 1971 eru 2%, 6% og 8%. Fjárfestingarfyrirætlanir fyrirtækjanna voru þær sömu í lok 4. ársfj. miðað við lok 3. ársfj. en nú svara fyrirtæki með 41% mannaflans spurningunni um fyrirhugaða fjárfestingu játandi, en í lok 3. ársfj. svöruðu fyrirtæki með 40% mannaflans sömu spurningu játandi. f ársbyrjun 1972 höfðu fyrirtæki með 55% mannaflans hins vegar fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu 1972. BYGGINGARIÐNAÐUR Veruleg aukning varð í byggingariðnaðinum á síðasta ári og jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 23% samanborið við 13% árið áður. Fullgerðar voru 1930 íbúðir, fleiri en nokkru sinni fyrr. Byrjað var á 1963 íbúðum og í árslok voru 3543 íbúðir í smíðum. Árið áður var lokið við 1362 íbúðir en framkvæmdir hafnar við 1833 xbúðir. Þessi mikla aukning leiddi til mikillar spennu á vinnu- markaðinum og varð verulegur skortur á vinnuafli, einkum iðnaðarmönnum. Ekkert lát er á umsvifum í byggingariðnaðinum og má ætla, að á þessu ári verði enn frekari aukning. Til viðbótar koma svo framkvæmdir við byggingu Viðlagasjóðshúsanna svonefndu, en íslenzkir iðnaðarmenn hafa unnið við gerð grunna og sökkla fyrir þessi hús, sem annars eru flutt inn að nokkru leyti tilbúin og sett saman af iðnaðarmönnum frá Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla aukn- ingu í byggingu íbúðarhúsnæðis á síðustu 2 árum er enn talsvert um ófullnægða eftirspurn á húsnæðismarkaðinum. Stafar hún m. a. af því að mikið dró úr byggingu íbúðahúsnæðis á árunum 1968-1970 og hefur það vart unnizt upp ennþá, sem þá tapaðist í framleiðslu íbúðarhúsnæðis. Mannvirkjagerð á vegum hins opinbera jókst aðeins um 2% á síðasta ári en virkjunarframkvæmdum við Búrfell var þá að fullu lokið. Áætlað er að fjár- festing á vegum hins opinbera verði nokkru minni á þessu ári en í fyrra en búast má við allmikilli aukningu á næsta ári þegar framkvæmdir hefjast af fullum krafti við Sigölduvirkjun. Þrátt fyrir þessar viðræður við ráð- herra felldi iðnaðarráðuneytið niður í fjárlagatillögum sínum framlag tii Landssambands iðnaðarmanna og var það ekki í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í október 1972. Stjórn Landssambandsins ákvað þegar í stað að ræða við fjárveitinga- nefnd Alþingis um þetta mál og gengu fulltrúar Landssambandsins á fund nefndarinnar hinn 30. október og lögðu fyrir nefndina umsókn um fram- lag til Landssambands iðnaðarmanna. Árangur þessa fundar var sá, að fjár- veitinganefnd lagði samhljóða til, að framlag til Landssambands iðnaðar- manna yrði óbreytt í fjárlögum fyrir árið 1973. Vegna almennrar heimildar sem rík- isstjórnin fékk til niðurskurðar á ólög- bundnum greiðslum skv. fjárlögum á árinu 1973 var upphæð sú, sem Lands- sambandið fékk, lækkuð um 15% og mun því Landssambandið fá tæplega 600 þús. kr. ilr ríkissjóði á þessu ári til rekstursins. Við gerð fjárlaga fyrir 1974 hefur iðnaðarráðuneytið enn lagt til, að fram- lag til Landssambands iðnaðarmanna verði fellt niður og er nú unnið að því að fá ráðuneytið til þess að taka fjár- veitingu til Landssambandsins upp í fjárlagatillögur sínar. Þeirri hugmynd var hreyft á sl. vetri, að starfsemi samtaka iðnaðarins yrði fjármögnuð með sérstöku gjaldi á iðn- rekstur, hliðstætt iðnlánasjóðsgjaldinu, er kallað yrði iðnaðarmálagjald. Var leitað samstarfs við Félag íslenzkra iðn- rekenda og Sambands ísl. samvinnu- félaga um þetta mál og jafnframt boð- að til fundar með formönnum sam- bandsfélaga Landssambandsins í Reykjavík og nágrenni, þar sem málið var kynnt. Á þeim voru einnig rædd- ar hugmyndir um breytta stjórnskipan Landssambands iðnaðarmanna og er gerð nánari grein fyrir því í kaflanum um skipulagsmál. Á formannafundin- um hlutu tillögur þessar fremur já- kvæðar undirtektir og var ákveðið að boða til annars fundar skömmu síðar eftir að formönnunum hafði gefizt tími til að skýra stjórnum félaga sinna frá tillögunum. Sá fundur var haldinn TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.