Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 53

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 53
aðir Davíð Scheving Thorsteinsson samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra iðnrekenda, Pétur Sigurjónsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar iðnaðarins, Haraldur Ásgeirsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarstofnunar íslands og Þor- steinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur samkvæmt tilnefningu ráðherra og var hann skipaður formaður nefndarinnar. Nefndin skilaði áliti í desember 1972 og var það sent ýmsum aðilum til kynningar og umsagnar eftir ára- mótin. Helztu tillögur nefndarinnar eru þær, að Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Iðnþróunarstofnun ís- lands verði sameinaðar í svokallaða iðn- þróunarmiðstöð. Hlutverk miðstöðvar- innar verður að sjá íslenzkum iðnaði fyrir sérhæfðri þjónustu á sviði tækni og stjórnunarmála. Til að gegna þessu hlutverki skal miðstöðin m. a. vinna að hagnýtum rannsóknum, tilraunum, prófunum og tæknilegu eftirliti, ráð- gjöf, fræðslu- og upplýsingastarfsemi og stöðlun. Nefndin leggur til, að miðstöðin starfi fyrst um sinn í fjórum deildum eins og hér segir: Iðntæknideild, byggingatæknideild, stjórnunarmála- deild og fræðsludeild. Hver deild skiptist í skorir og hefur hver skor ákveðinn verkefnaflokk. Nefndin leggur til, að stjóri Iðnþró- unarmiðstöðvarinnar verði skipuð full- trúum iðnaðarráðuneytisins, fram- leiðsluiðnaðar, byggingariðnaðar, iðn- starfsfólks og starfsfólks miðstöðvar- innar og Háskólans. Ráðherra skipi formann stjórnarinnar. Fjöldi stjórn- armanna verði ekki meiri en 5-7. Stjórnarmenn skulu skipaðir til fjög- urra ára í senn, en tilnefningaraðilum sé heimilt að endurskoða skipan þeirra að tveim árum liðnum, ef sérstakt til- efni gefst til. Forstöðumenn deilda skulu boðaðir á fundi stjórnarinnar og hafi þeir málfrelsi og tillögurétt nema stjórnin ákveði annað. Um fjármál miðstöðvarinnar gerir nefndin ráð fyrir, að miðstöðin fái sér- stakan traustan tekjustofn er miðist t. d. við verðmæti innlendrar og inn- fluttrar iðnaðarframleiðslu. Stjórn miðstöðvarinnar hafi endanlegt ákvörðunarvald um skiptingu fjár- magns innan hennar. Jafnframt afli miðstöðin tekna fyrir þjónustu sína samkvæmt töxtum, sem eiga hvorki að vera svo háir, að þjónustan verði ekki notuð eðlilega, né svo lágir að það kalli á fánýt verkefni eða verkefni sem aðrir gætu auðveldlega leyst. Nefndin telur að hæfilegt fjárhags- legt sjálfstæði sé forsenda fyrir því, að Iðnþróunarmiðstöðin verði nægjan- lega sveigjanleg til þess að geta gegnt hinu mikilvæga hlutverki sínu í iðn- þróun næstu ára. Þá telur nefndin eðlilegt, að á móti tekjustofnum sem miðast við verðmæti íslenzkrar iðnað- arframleiðslu, komi a. m. k. jafnhátt beint framlag á fjárlögum. Nefndin gerir sérstakan fyrirvara um tillögur sínar um tengsl bygging- artækniþjónustu við Iðnþróunarmið- stöðina og telur rétt, að byggingar- iðnaðurinn segi síðasta orðið um þenn- an þátt tillagnanna í samráði við iðn- aðarráðuneytið. Landssamband iðnaðarmanna sendi iðnaðarráðuneytinu umsögn sína um þetta mál og lét m. a. í ljós undrun sína yfir því, að Landssambandinu var ekki gefinn kostur á að tilnefna full- trúa í nefndina, sem fjallaði um mál þetta, né heldur var því gefinn kostur á að fylgjast með starfi nefndarinnar fyrr en um það leyti, sem ályktanir og tillögur voru því sem næst fullmótað- ar. Vakti stjórn Landssambandsins sér- staka athygli ráðuneytisins á því, að Landssamband iðnaðarmanna væri heildarsamtök og sameiginlegur mál- svari um 2000 iðnmeistara og iðnfyrir- tækja í byggingariðnaði, málmiðnaði, skipasmíðum, tréiðnaði, rafiðnaði og öðrum iðngreinum, sem hafa í sinni þjónustu um 12 þús. starfsmenn og hefði því verið full ástæða að gefa því kost á að fylgjast betur með máli þessu en gert var. Þá segir í umsögn Landssambands- ins, að því hafi lengi verið ljós nauð- syn þess, að tæknistofnanir iðnaðarins yrðu efldar verulega og hefði það verið þeirrar skoðunar, að meginástæðan fyrir vanmætti þeirra hingað til, hefði verið afar knappar fjárveitingar af hálfu fjárveitingavaldsins annars vegar en hins vegar vöntun nægilega margra hæfra starfskrafta og hefði það stafað af ósveigjanleik launakerfis opinberra starfsmanna. Undir síðarnefnda atriðið tekur nefndin í áliti sínu og leggur mikla áherzlu á, að úr þessu þurfi að bæta. Þá vitnar Landssambandið til niður- stöðu erlendra sérfræðinga, sem gert hafa athuganir á ýmsum iðngreinum, en hún bendi ótvírætt til þess, að hér sé mikil þörf fyrir mikla og víðtæka þjónustu á sviði tækni og stjórnunar TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.