Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 54

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 54
fyrir iðnaðinn. Með tilliti til þessa telur Landssambandið eðlilegt að stefnt verði að samruna þeirra tækni- stofnana, sem hafa þjónað almennum framleiðslu- og þjónustuiðnaði, þ. e. Iðnþróunarstofnunar íslands og Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins. Hins veg- ar lagði Landssambandið til, að Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins yrði áfram sjálfstæð stofnun, en koma mætti í veg fyrir skörun verkefna og tækjabúnaðar með virkri samstarfs- nefnd þessara stofnana. Ennfremur lagði Landssambandið til, að Utflutningsmiðstöð iðnaðarins yrði áfram sjálfstæð stofnun og taldi verkefni hennar vera það sérstaks eðlis og óskyld þeim verkefnum, sem tækni- stofnanir vinna að, að óeðlilegt væri að sameina hana hinum fyrrnefndu tæknistofnunum. Þá tók Landssambandið eindregið undir þá skoðun, sem fram kom í nefndarálitinu, að nauðsynlegt væri, að væntanleg Iðnþróunarmiðstöð hefði í sinni þjónustu sérmenntaða iðnaðar- menn, iðnmeistara og tækna, til fræðslu- og ráðgjafastarfa. A sl. sumri skipaði iðnaðarráðu- neytið 3 manna nefnd til þess að semja lagafrumvarp eftir tillögum nefndar- innar, sem hafði samið nefndarálitið. Fulltrúar frá Landssambandi iðnaðar- manna og Meistarasambandi bygg- ingamanna áttu fund með nefndinni í lok júlímánaðar og var þar rætt um umsagnir þessara aðila og sjónarmið samræmd. Búast má við að lagafrum- varp um Iðnþróunarmiðstöð verði lagt fram á Alþingi nú í haust eða vetur. SKATTAMÁL Engar breytingar, er varða atvinnu- rekstur, voru gerðar á skattalög- unum á sl. ári. Hins vegar vinn- ur nefnd embættismanna og full- trúa stjórnmálaflokka að endurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins, en sam- tök atvinnulífsins eiga enga fulltrúa í þessari nefnd, þrátt fyrir yfirlýsingar um, að fullt samráð yrði haft við þau um endurskoðun þessara mála. Lands- isamband iðnaðarmanna sendi fjár- málaráðherra ályktanir síðasta iðnþings um skattamál til fyrirgreiðslu. Umræður hafa farið fram milli Landssambands iðnaðarmanna og Fé- lags ísl. iðnrekenda um áframhaldandi samstarf í skattamálum og mótun sameiginlegrar stefnu samtakanna með aðstoð sérfræðinga á því sviði, en enn hefur ekkert verið aðhafzt í málinu. IÐNLÁNASJÓÐUR Utlán Iðnlánasjóðs árið 1972 voru sem hér segir: 119 vélalán....... 88.6 m. kr. 85 byggingalán . . 79.0 m.kr. 3 veiðarfæralán . 8.7 m. kr. 207 lán samtals . . 176.3 m. kr. Sjóðurinn tók 40 m. kr. lán frá Fram- kvæmdasjóði á árinu. Helztu tekju- stofnar sjóðsins árið 1972 voru iðn- lánasjóðsgjald 51.5 m. kr., framlag rík- issjóðs 15 m. kr., vextir 53.1 m. kr. og framleiðslugjald af áli 2.1 m. kr. Tekju- afgangur sjóðsins var 94.4 m. kr. og eigið fé sjóðsins í árslok 459.4 m. kr. í lok síðasta árs var auglýst eftir lánsumsóknum og bárust alls rúmlega 300 umsóknir og nam heildarfjárhæð þeirra yfir 700 m. kr. Eigið ráðstöfun- arfé sjóðsins á þessu ári er áætlað um 170 m. kr., en auk þess mun sjóðurinn fá 50 m. kr. að láni frá Iðnþróunar- sjóði, þannig að heildarlánveitingar á þessu ári ættu að geta orðið um 220 m. kr. Er það tæplega þriðjungur af fjárhæð þeirra umsókna, sem sjóðnum bárust á árinu og er það nokkru lægra hlutfall en á fyrra ári. Á sxðasta Alþingi var lagt fram frumvarp á Alþingi, að framlag ríkis- sjóðs yrði hækkað í 30 m. kr. á þessu ári. Landssamband iðnaðarmanna fékk þetta frumvarp til umsagnar frá iðnað- arnefnd neðri deildar Alþingis og mælti Landssamband iðnaðarmanna með samþykkt frumvarpsins og ítrek- aði síendurteknar óskir Iðnþinga þess efnis, að framlag ríkissjóðs til Iðnlána- sjóðs verði á hverjum tíma jafnhátt framlagi því, sem iðnaðurinn sjálfur greiðir til sjóðsins með iðnlánasjóðs- gjaldinu. Bent var á, að mikið hefur vantað á, að þessu marki væri náð, en innborguð iðnlánasjóðsgjöld frá upp- hafi til síðustu áramóta nema 253 m. kr. en framlag ríkissjóðs til sama tíma aðeins 92 m. kr. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga á Alþingi, en hins vegar lagði iðnaðarráðherra fram annað frumvarp um breytingu á lögum um Iðnlána- sjóð skömmu fyrir þinglok. í þessu frumvarpi var gert ráð fyrir að iðn- lánasjóðsgjaldið yrði hækkað úr 0.4% í 0.5% og jafnframt, að framlag ríkis- sjóðs til Iðnlánasjóðs yrði hækkað úr 15 m. kr. í 50 m. kr. á ári. Frumvarp þetta var ekki sent til umsagnar, þar sem það var lagt fram á síðustu dög- um þingsins og afgreitt með miklum hraði. Enda þótt frumvarp þetta sé nokkut spor í þá átt að framlag ríkis- sjóðs verði jafnhátt framlagi iðnaðar- ins til Iðnlánasjóðs, vantar þó enn tals- vert á, að jöfnuður náist, þar sem iðn- lánasjóðsgjald á þessu ári verður yfir 80 m. kr. en framlag ríkissjóðs 50 m. kr. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn 31. marz sl. og var Vigfús Sigurðsson, fyrrverandi forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, endurkjörinn í bankaráð bankans, Ingólfur Finn- bogason til vara og Otto Schopka end- urskoðandi eftir tillögum frá stjórn Landssambandsins. Iðnaðarráðherra skipaði þá Benedikt Davíðsson, tré- smið og Guðmund Ágústsson, hag- fræðing í bankaráðið og til vara þá Magnús Stephensen, málara og Orn Erlendsson, hagfræðing. Er skipan bankaráðs óbreytt frá því sem var á síðasta ári. Á árinu 1972 nam aukning innlána hjá bankanum um 183.1 millj. kr. eða um 17%. Til samanburðar má geta þess, að meðaltal innlánaaukningar hjá bönkunmn er 18.2%. Heildarinnlán í bankanum í árslok námu 1262 millj. kr. Aukning útlána á árinu 1972 nam 140.6 millj. kr. eða 14.4% og námu heildarútlánin í árslok 1119 millj. kr. Heildarinnistæða bankans á bundnum reikningi við Seðlabankann nam í árs- lok 252.6 millj. kr. og hafði hækkað á árinu um 30.3 millj. kr. Á aðalfundi bankans var samþykkt að gefa út jöfnunarbréf að upphæð 15 millj. kr. þannig að hlutafé bank- ans er tvöfaldað og er nú 30 millj. kr. 54 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.