Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 57

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1973, Blaðsíða 57
var unnt að fá hann til starfsins. Þar sem Landssambandið hefur sjálft ekki yfir nægum starfskröftum að ráða varð ekki úr, að þessar greinar yrðu rit- aðar, en mikil þörf er á að taka þetta mál upp aftur sem fyrst. ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR IÐNAÐARMANNA Skrifstofa Landssambands iðnaðar- manna hefur eins og undanfarin ár annazt afgreiðslu og skrifstofuhald fyr- ir Almennan lífeyrissjóð iðnaðar- manna. Starfsemi lífeyrissjóðsins hefur verið með svipuðu sniði og undanfar- in ár. Innborguð iðgjöld námu 6.4 millj. kr. (4.7 millj. 1971), en endurgreidd og flutt iðgjöld um 0.8 millj. (1.5 millj. kr. árið 1971), þannig að nettó- iðgjaldatekjur voru 5.6 millj. kr. Yaxtatekjur sjóðsins námu tæplega 1.5 millj. kr. Útlán sjóðsins á árinu námu alls 7.0 millj. kr. (5.0 millj. kr. 1971). Iðgjaldavarasjóður sjóðsins nam nú í árslok um 20.7 millj. kr. (15.1 millj. kr. 1971) en heildarlánveitingar í árs- lok námu 21.8 millj. kr. Fyrstu 8 mán- uðuði þessa árs hafa verið afgreidd lán að upphæð 6.1 millj. kr. úr sjóðnum, en alls hefur verið samþykkt að lána um 9.0 millj. úr sjóðnum á þessu ári. Ennfremur hafa verið keypt skuldabréf Byggingasjóð ríkisins fyrir 900 þús. á þessu ári. IÐNTRYGGING HF. Rekstur Iðntryggingar hf. hefur verið með svipuðu sniði undanfarið ár og áður. Félagið rekur tryggingarumboð fyrir Almennar tryggingar hf. Lands- samband iðnaðarmanna annast um bókhald og fjárreiður félagsins og mót- töku tryggingarbeiðna, en einnig er tryggingarbeiðnum veitt móttaka hjá skrifstofum Meistarasambands byggingamanna, Meistararélags iðnað- armanna í Hafnarfirði og hjá Iðnaðar- mannafélagi Suðurnesja. Nokkrarbreytingar voru gerðar á samþykktnm Jðntryggingar hf. á síð- asta aðalfundi félagsins, þar sem m. a. er tekið fram, að tilgangur félagsins sé að reka tryggingarumboð. Á síð- asta Alþingi voru sett lög um vál- tryggingarstarfsemi, en þar er trygg- ingafélögum gert skylt að hafa a. m. k. 20 millj. kr. hlutafé og þótti því nauðsynlegt að breyta ákvæðum samþykkta Iðntrygginga hf. um til- gang félagsins til þess að tekin væru af öll tvímæli um að tilgangur þess er rekstur tryggingarumboðs. Iðntrygging hf. hefur safnað tals- vert af örorku- og lífeyristryggingum starfsmanna iðnfyrirtækja, skv. kjara- samningum sem gerðir voru í desem- ber 1971 og eru um 1000 starfsmenn tryggðir í gegnum umboð Iðntrygg- ingar hf. Samið hefur verið um sérstök umboðslaun fyrir þessar tryggingar og ennfremur þóknun fyrir innheimtu, sem Iðntrygging hf. annast. Skömmu fyrir síðustu áramót bauðst Iðntrygging hf. að kaupa hlutabréf í Almennum tryggingum hf. en félagið jók hlutafé sitt í 20 millj. kr. fyrir síð- ustu áramót vegna hinna nýju laga um tryggingafélög. Iðntrygging hf. festi kaup á hlutabréfum fyrir 1.260 þús. kr. og voru þau keypt á nafnverði. Á síðasta aðalfundi Almennra trygginga hf. sem haldinn var nú í sumar var stjórnarformaður Iðntryggingar hf. Gunnar Björnsson, húsasmíðameistari, kosinn í varastjórn Almennra trygg- inga hf. ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Útflutningsmiðstöð iðnaðarins starf- aði með líku sniði á síðasta ári og und- anfarin ár. Útflutningsmiðstöðin er til húsa í skrifstofum Landssambands iðn- aðarmanna og Félags ísl. iðnrekenda í Iðnaðarhúsinu. Útflutningsmiðstöðin hefur undir- búið og skipulags þátttöku íslenzkra iðnfyrirtækja í nokkrum vörusýningum og kaupstefnum erlendis og einnig staðið fyrir sérstökum kynningum í Kaupmannahöfn og Bandaríkjunum. Sl. haust efndi Útflutningsstöðin til sérstaks kynningarfundar fyrir alþing- ismenn og ýmsa fleiri gesti. Þar var rakin þróun útflutningsiðnaðar, starf- semi miðstöðvar kynnt svo og að- stoð Sameinuðu þjóðanna við eflingu íslenzks útflutningsiðnaður. Einnig fór þar fram tízkusýning og sýndar voru nokkrar íslenzkar útflutningsvörur. Útflutningsmiðstöðin veitir einnig beina fyrirtækjaaðstoð t. d. við mark- aðskannan’r og við að koma á við- skiptatengslum við erlenda kaupendur. Undanfarin misseri hafa sérfræðing- ar frá Sameinuðu þjóðunum starfað við Útflutningsmiðstöðina að gerð áætlunar um útflutningseflandi að- gerðir fyrir iðnaðinn og hefur hluti af starfsliði Útflutningsmiðstöðvarinnar starfað að því verkefni með þeim. Skýrsla hinna erlendu sérfræðinga ligg- ur nú fyrir og verður henni dreift í ís- lenzkri þýðingu innan skamms. Fulltrúi Landssambands iðnaðar- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.