Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 10
argötu lOb í Reykjavík, sem var allstórt timbur- liús er stóð á 448 ferm. eignarlóð. Bygging banka- hússins tafðist lengi vel og það var ekki fyrr en 1. júní 1962 að bankiinn gat loks flutt starfsemi sína í eigið húsnæði. 10. mars 1967 kom upp mikill eldur í timbur- liúsum er stóðu fyrir sunnan bankahúsið við Lækjargötu. Magnaðist eldurinn fljótt og náði að komast í bankahúsið og brunnu allar liæðir al- gjörlega að innain nema götuhæð og kjallari, sem þó skemmdust stórlega af vatni. Nærliggjandi hús, Lækjargata 12 og 12b, svo og Vonarstræti 2 brunnu öll til kaldra kola. Þegar var hafist handa við endurbyggingu bankahússins og lauk jrví verki á árinu 1968. Þessi bruni varð bankanum til mikils tjóns og þess má geta að málshöfðun bankans, Félags íslenskra iðnrekenda og Lands- sambands iðnaðarmanna á hendur Húsatrygging- um Reykjavíkur vegna bótagreiðslu, er enn fyrir dómstólunum. Iðnaðarbankinn rekur nú sex útibú. Það fyrsta var opnað í Hafnarfirði í nóvember 1964. Inn- stæður þar í árslok 1977 voru 440 millj. króna. I nóvembermánuði 1965 opnaði bankinn síðan útibú á Akureyri. Innstæður jrar námu alls 760 milljónir króna í árslok 1977. Fyrsta útibúið í Reykjavík, Grensásútibú, var opnað í október 1966 og hefur það starfað í eigin húsnæði frá upphafi í verslunarmiðstöðinni Miðbæ við Háa- leitisbraut 58—60. Innstæður í Grensásútibúi í árslok 1977 voru 718 millj. króna. Útibúið að Dalbraut 1, Laugarnesútibú, var síðan opnað í marsmánuði 1971. Innstæður þar voru 307 millj. króna í árslok 1977. Breiðholtsútibú, sem í fyrstu var staðsett að Völvufelli 21, var opnað í maímánuði 1975. Á síðastliðnu ári flutti Jrað í nýtt húsnæði við Drafnarfell. Innstæður í Breið- holtsútibúi voru í árslok 1977 um 122 millj. króna. Yngsta útibú bankans er útibúið á Sel- fossi, en það var opnað í nóvember 1977. Innstæð- ur í árslok 1977 eftir tæplega 2ja mánaða starfs- tíma voru um 67 millj. króna. Með lögum um Iðnaðarbankann var ákveðið, að hann tæki við daglegum rekstri Iðnlánasjóðs. Hefur sú skipan haldist síðan, en á Jressu tíma- bili hefur starfsemi sjóðsins vaxið mjög. Fyrsti formaður bankaráðsins, Páll S. Pálsson, gegndi [)ví starfi í 5 ár, en 1957 er Kristján Jó- liann Kristjánsson kjörinn formaður. Gegndi hann starfinu til ársins 1962, en þá tók við for- mennsku Sveinn B. Valfells. Gegndi Sveinn for- mennsku í 12 ár, en 1974 var Gunnar J. Friðriks- son kjörinn formaður og hefur hann gegnt því starfi síðan. í bankaráði Iðnaðarbankans sitja fimm menn og eru þrír þeirra kjörnir á aðalfundi en tveir eru tilinefndir af iðnaðarráðherra. Núverandi bankaráð er Jrannig skipað: Af aðalfundi eru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Krist- insson, sem er varaformaður og Haukur Eggerts- son. Ráðherra hefur tilneínt Magnús Helgason og Pál Sigurðsson. Endurskoðendur bankans eru nú Haukur Björnsson og Þórleifur Jónsson. Árið 1955, þegar Helgi Hermann Eiríksson, bankastjóri, varð 65 ára óskaði hann þess að verða leystur frá störfum sem bankastjóri frá og með næstu áramótum. í stað Helga var Guðmundur Ólafs ráðinn bankastjóri. Hann hafði þá um margxa ára skeið starfað sem lögfræðingur Út- vegsbankans. Guðmundur gegndi starfinu þar til á árinu 1964, en árið áður höfðu Bragi Hannes- son, lögfræðingur og Pétur Sæmundsen, við- skiptafræðingur verið ráðnir bankastjórar. Eins og áður segir var hlutafé bankans í upp- hafi 6.5 millj. króna. Það var síðan aukið tvisvar og nam að Jwí loknu 15 rnillj. króna. I árslok Pétur Sœmundsen, bankastjóri. 4 TÍMARIT 1 ÐNABARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.