Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 11
Frá aÖalfundi IÖnaiSarbankans 1978. 1972 var ákveðið að gefa út jöfnunarhlutabréf að upphæð 15 milljónir króna og jafnframt sam- þykkti aðalfundur bankans 1974 að auka enn við hlutaféð og gefa út nýtt hlutafé að upphæð 15 millj. króna. í árslok 1977 er því hlutafé bank- ans 45 milljónir króna. Varasjóður á sama tíma er 90.5 millj. króna, en annað eigið fé er um 327 millj. króna. Heildar eigið fé hankans nemur því nú urn 462 millj. króna og svarar það til um 9.6% af innlánsfé. í ársbyrjun 1972 tók bankinn í notkun raf- reikni fyrir starfsemi sína. Með tilkomu hans varð mikil breyting á öllum vinnubrögðum í bankanum og leiddu þær breytingar til jress, að nauðsynlegt var talið að endurnýja reglugerð bankans. Á aðalfundi bankans árið 1975 var síðan samþykkt ný reglugerð svo og nýjar samþykktir fyrir bankann. Samþykktirnar og reglugerðin voru síðan staðfest af iðnaðarráðherra 22. sept- ember 1975. Innlán í Iðnaðarbankanum hafa vaxið ört með ári hverju og í árslok 1977 námu þau 4.842 millj. króna. Af heildarinnnlánum eru um 50% í aðal- banka. í aðalbanka og útibúum í Reykjavík eru um 74% heildarinnlána og um 26% í öðrum útibúum. Útlán bankans hafa einnig aukist rnikið á um- liðnum árum og í árslok 1977 voru heildarút- lán bankans 3.816 milljónir króna. Eins og ætíð áður fer lang mestur hluti útlána bankans til iðn- aðar og byggingarverktaka eða um 52%. Heildar- tekjur bankans árið 1977 voru nær 949 milljón- um króna, en heildarútgjöld námu alls um 939 milljónum króna. Rekstursafgangur fyrir afskrift- ir var um 9.5 milljónir króna. Rekstrarkostnaður árið 1977 nam samtals 320 milljónum króna. Launakostnaður er um 73% af reksturskostmaði. í árslok 1977 störfuðu 98 manns við Iðnaðar- bankann, auk ræstingarfólks og starfsstúlkna í mötuneyti, en hluti af almennu starfsfólki bank- ans er í hálfsdags starfi. Árið 1977 var meðal- fjöldi starfsfólks urn 90 mainns. Öll starfsemi bankans fer nú fram í eigin hús- næði og eru fasteignir bankans bókfærðar í árs- reikning á 632.8 millónir króna. Fasteignamat þessara eigna er hins vegar 677.8 milljónir króna. Með lögum um Seðlabankann frá árinu 1957 var honum veitt heimild til að skylda viðskipta- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.