Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 12
bankana til að binda ákveðinn hluta innlána sinna hjá Seðlabankanum. Bindiskyldan hefur síðan aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og er nú 25% af innstæðum. í árslok 1977 átti Iðnaðarbankinn 1.087 milljónir króna innstæðu á bundnum reikningi hjá Seðlabankanum. End- urkaup Seðlabankans á rekstrarlánum og fram- leiðslulánum af Iðnaðarbankanum hafa hins veg- ar ekki aukist að sama skapi og í árslok 1977 var endursala samtals um 262 milljónir króna. Bank- inn hefur á umliðnum árunt ýtt mjög undir aukningu á endurkaupum af iðnaðinum og hefur þar nokkuð miðað í áttina. Enn er þó langt í land að iðnaðurinn njóti þar jafnréttis við sjáv- arútveg og landbúnað. Á 25. starfsári bankans er ástæða til að staldra við, líta yfir farinn veg og marka stefnuna á komandi árum. Með stofnun Iðnaðarbankans var brotið blað í lánsfjármálum iðnaðarins. Þá fyrst fékkst almenn viðurkennning á stöðu iðnað- arins sem eins af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar. En möguleikar Iðnaðarbankans til að mæta eft- irspurn iðnaðarins eftir rekstrarlánum hafa alla tíð verið takmarkaðir við innstæðufé. Og þótt iðnaðarmenn, iðnrekendur, iðnverkafólk og all- ur almenningur hafi sýnt bankanum traust, eins og staða hans nú ber gleggst vitni, þá getur hann ekki sinnt nema hluta af rekstrarfjárþörf iðnað- arins. Hann fékk aldrei erlenda lánið, sem Al- þingi samþykkti heimild fyrir. Hann hefur aldrei fengið leyfi til að versla með erlendan gjaldeyri og skorti því verulega á, að liann geti veitt við- skiptamönnum sínum fullkomna bankaþjónustu og iðnaðurinn hefur ekki til þessa notið sams konar fyrirgreiðslu og sjávarritvegur og landbún- aður hvað snertir endurkaup Seðlabankans á framleiðslulánum, þótt þokast hafi þar í rétta átt. En starfsemi Iðnaðarbankans hefur haft í för með sér verulega breytingu á lánsfjáraðstöðu iðnaðar- ins. Bæði hefur útlánageta Iðnaðarbankans auk- ist jafnt og þétt og jafnframt hefur hlutur iðn- aðarins í útlánum annarra banka farið vaxandi hin síðari ár. Með 25 ára starfi hefur Iðnaðarbankinn náð að skjóta föstum rótum í viðskiptalífinu og dafn- að vel. Rúmlega tólf hundruð hluthafar og þús- undir viðskiptamanna liafa á umliðnum árum sýnt bankanum traust og stuðning. Bankiinn mun á komandi árum treysta á þennan stóra hóp til að veita bankanum áfram það brautargengi. Bankaráðsmenn Iðnaðarbanka íslands hj. Á stofnfundi bankans 18. október 1952 var skipuð bráða- birgðastjórn, sem starfaði til 26. október 1952, eða þar til framhaldsaðalfundur var haldinn og bankaráð kjörið. í stjórninni áttu sæti: Helgi H. Eiriksson, Helgi Bergs, Páll S. Pálsson, Kristján Jóh. Kristjánsson og Guðmundur H. Guð- mundsson. NB. Ártölin hér á eftir tákna að viðkomandi bankaráð var kjörið á aðalfundi það ár. 1952 Páll S. Pálsson, Guðmundur H. Guðmundsson, Kristján Jóh. Kristjánsson, Einar Gíslason, Helgi Bergs. 1953 Óbreytt. 1954 Óbreytt. 1955 Páll S. Pálsson, Sveinn Guðmundsson, Kristján Jóh. Kristjánsson, Einar Gíslason, Helgi Bergs. 1956 Kristján Jóh. Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmunds- son, Páll S. Pálsson, Einar Gíslason, Helgi Bcrgs. 1957 Kristján Jóh. Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmunds- son, Sveinn Guðmtindsson, Helgi Bergs, Magnús Ást- marsson. 1958 Óbreytt. 1959 Óbreytt. 1960 Kristján Jóh. Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmunds- son, Sveinn Guðmundsson, Einar Gíslason, Magnús Ást- marsson. 1961 Óbreytt. 1962 Sveinn B. Valfells, Guðmundur H. Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Einar Gíslason, Magnús Ástmarss. 1963 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Sveinn Guðmunds- son. Tilnefndir af ráðherra: Einar Gíslason, Magnús Ást- marsson. 1964 Óbreytt. 1965 Óbreytt. 1966 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Sveinn Guðmunds- son. Tilnefndir af ráðhcrra: Einar Gíslason, Guðmundur R. Oddsson. 1967 Óbreytt. 1968 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Sveinn Guðmunds- son. Tilnefnlir af ráðherra: Guðmundur R. Oddsson, Eyþór H. Tómasson. 1969 Óbreytt. 1970 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Davíð Sch. Thor- steinsson. Tilnefndir af ráðherra: Eyþór Tómasson, Guðmundur R. Oddsson. 1971 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Haukur Eggertss. Tilnefndir af ráðherra: Eyþór H. Tómasson, Guðmund- ur R. Oddsson. 1972 Sveinn B. Valfells, Vigfús Sigurðsson, Haukur Eggertss. Tilnefndit' af ráðherra: Benedikt Davíðsson, Guðmund- ur Ágústsson. 1973 Óbreytt. 1974 Gunnar J. Friðriksson, Vigfús Sigurðsson, Haukur Egg- ertsson. Tilnefndir af ráðherra: Benedikt Davíðsson, Guðmnnd- ur Ágústsson. 1975 Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Kristinsson, Haukur Eggertsson. Tilnefndir af ráðherra: Magnús Helgason, Páll Sigurðss. 1976 Óbreytt. 1977 éfbreytt. 1978 Öbreytt. 6 TÍMARIT I ÐN'ADARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.