Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 16
meira, en sérstök könnun í hverju sveitarfélagi leiðir í ljós að þörf sé á. Byggingarsjóður verka- manna verði undir stjórn húsnæðismálastjórnar, en ekki með sjálfstæða stjórn frá launþegafélög- unum eins og krafa A.S.Í. var. Fé í sjóðinn komi frá sveitarfélögum og ríki, lánskjör væru hert verulega, en á síðustu árum hefur byggingasjóður verkamanna verið með ca. 30—33% raunvexti. í lagauppkasti er gert ráð fyrir að raunvextir fari aldrei niður fyrir 0%. Þessar hugmyndir fela það í sér að verkamannabústaðakerfið er þrengt það mikið frá því sem óskir A.S.Í. voru að sæmilega megi við una. Mjög mikil tregða hefur verið hjá öllum fjármálastofnunum á síðasta ári. Innláns- biinding er aukin ár frá ári og gerir það að verk- um að útlánageta bankanna minnkar að sama skapi. Vissulega hafi vaxtabreytingar að undan- förnu gert ])að að verkum að heldur hafa aukist innlán í bankana og Jjannig rýmkast geta þeirra. Iðnlánasjóður, sem er eini fjárfestingalánasjóður- inn sem okkar menn geta leitað til varðandi bygg- ingaiðnað, húsnæðis- og vélakaup, hefur eflst tals- vert nú síðustu árin, eða úr 740 milljónum ’76 í 1205 milljónir 77 og nú 78 1800 milljónir. Þó nær þessi efling hvergi til að mæta aukinni eft- irspum, en hún varð 1977 4,3 milljarðar og sam- kvæmt spá þessa árs um 7 milljarða. Talsvert hefur verið veitt af lánum til aðilja innan okk- ar sambands, þó er Jdví ekki að leyna að betur mætti gera, en mjög oft hef ég staðið frammi fyrir þeirri staðreynd varðandi lánsbeiðnir frá okkar mönnum til bygginga iðnaðarhúsnæðis að þar er í mjög mörgum tilfellum einungis verið að spila inn á verðbólguna. Menn eru að byggja slík hús til sölu, en ekki til eigin Jiarfa og segir það sig sjálft að meðan eftirspurn er nærri fjór- föld, að þá er erfitt að knýja fram lánveitingar til slíkra aðilja. 6. Vinnuveitendasamband Islands Að venju hefur verið fjallað um ótal mál inn- an framkvæmdastjórnar V.S.Í. og hefur þar að sjálfsögðu mest borið á allskonar samningamál- um. Á árinu hefur talsvert verið rætt um breyt- iingar á skipan lramkvæmdastjómar V.S.Í., en hún er nú skipuð 8 aðalmönnum sem kosnir eru á aðalfund, en síðan tilnefnir hver aðalmaður sér varamann sem sitja alla fundi framkvæmda- stjórnar. Nú eru uppi hugmyndir um að allir 16 framkvæmdastjórnarmenn verði kosnir á 1. stjórnarfundi eftir aðalfund. Þeir hefðu sér síðan sína varamenn sem ekki mættu nema í forföllum aðalmanna. Þessari breytingu er ætlað að ná, nú á næsta aðalfundi V.S.Í. Einnig hefur verið rætt talsvert breyting á gjaldafyrirkomulagi í þá átt að samræma gjöld frá hinum ýmsu deildum og einstaklingum sambandsins. Rætt hefur verið um að vera með ákveðið hlutfall af lífeyrissjóðs- stofni. Þær hugmyndir sem uppi hafa verið í þessu efni mundu stórauka gjaldagreiðslu okkar til V.S.Í. frá því sem þær eru í dag, en eins og fram mun koma í fjárhagsáætlun hér á eftir, er reiknað með að við greiðum á þessu ári 2,8 millj- ónir til V.S.Í. og er það í raun greiðsla fyrir árið 1977, en sá háttur hefur smátt og smátt komist á að við erum einu ári á eftir með greiðslu. Ef við ættum að fylgja núgildandi lögum V.S.Í. og greiða um 0,5% af öllum greiddum vinnulaun- um, ættu greiðslur okkar til V.S.Í. að nema um 28 milljónum. Ég held að ýmislegt í þeim hug- myndum sem fyrir liggja sé áhugavert og við eig- um að skoða jnær gaumgæfilega áður en sagt verð- ur af eða á um okkar liug til Jjeirra. T. d. væri hugsanlegt að sameina í J)essu kerfi alla inn- heirntu, bæði fyrir félögin og samböndin og fá þá gjaldagreiðslu út í útselda vinnu. Ekki er áætl- að að koma þessari breytingu á lögum V.S.Í., fram á komandi aðalfundi sem haldinn verður í næstu viku dagana 8.—11. maí. 7. Landssamband iðnaðarmanna Á síðasta ári var iðnjnng haldið á Akureyri. Eins og flestir muna var höfðinglega tekið á móti þingfulltrúum af norðanmönnum, enda ekki við öðru að búast af norðlendingum. Ég mun ekki rekja hér öll þau mörgu mál sem þar voru til um- ræðu, tel að fulltrúum séu þau einn í fersku minni. Fulltrúar frá sambandinu munu koma hér á fundinn á morgun og skýra okkur frá Jdví helsta sem Jjar er á dagskrá. Einnig mun þá verða leitast við að skýra frá nýjum skattalögum og Joeim breytingum sem Jjau hafa á okkar menn. Ég vil þó ekki skilja svo við málefni L.Í., að ég minnist ekki á tvö ákveðin mál sem ég tel að skipti okkar menn miklu. Þar er um að ræða í fyrsta lagi, byggingakönnun þá sem fór í gang á síðasta ári. Slík hagtölugerð og þar var byrjað á, tel ég að geti skipt okkur mjög miklu í framtíðinni, svo framarlega að við séum menn til að byggja hana upp með góðri jxitttöku, en því miður hefur reynsla okkar þeninan stutta tíma verið allt önn- ur. Mjög erfitt hefur verið að fá menn til að skila inn spurningablöðum, Joó J^au séu eins einföld og hugsast getur. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að menn bregðist vel og skjótt við, ef Jæir fá slík spumingablöð, útfylli þau og sendi um hæl. í öðru lagi er um að ræða mál, sem kom upp á síðasta iðnJAngi, um málmbræðslu hér á landi. Nú mun þessi hugmynd vera komin vel áleiðis í 10 TÍMARIT I ÐNAfiARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.