Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 20
N or ður landasam- keppni í hárgreiðslu og hárskurði Sunnudaginn 18. september 1977 var haldin í Laugardalshöll Norðurlandakeppni í hárgreiðslu og hárskurði. Var þetta í fyrsta skipti sem Sam- band hárgreiðslu- og hárskerameistara stendur fyrir slíkri keppni. Keppendur voru alls um 50 í hárgreiðslu og liárskurði, en hvert land hafði rétt til að senda 5 keppendur i hárgreiðslu og 5 í hárskurði. Auk þess komu flestir keppenda með eigin fyrirsæt- ur. Mikill fjöldi áhorfenda kom til að fylgjast með keppninni, en alls komu um 2000 áhorfend- ur. Keppnin hófst með því að formaður SHHM, Arnfríður ísaksdóttir, bauð keppendur og aðra þátttakendur velkomna til Islands, en að því loknu setti formaður norrænu samtakanna, Ryno Höglund, keppnina. Norðurlandameistari í hárskurði varð Daninn Nils Schou og landar hans Gert René Jensen og Jens Erik Behrendtz urðu í 2. og 3. sæti. Því miður tókst engum íslendinganna að vinna til verðlauna í keppninni í heild, en þeir unnu þó til verðlauna í einstökum greinum keppninnar. Norðurlandameistari í hárgreiðslu varð Norð- maðurinn Björn O. Thorstensen og í 2. til 3. sæti urðu systurnar Terttu Siikamáki, Finnlandi og Annelie Palmgren, sem keppti fyrir Svíþjóð. Fyrir hönd Islands kepptu: í hárgreiðslu: Guðbjörn Sævar Elsa Haraldsdóttir Kristín Hálfdanardóttir Guðný Gunnlaugsdóttir Sigurður G. Benónýsson Bára Kemp Hanna Kristín Guðmundsdóttir í hárskurði: Gunnar Guðjónsson Þorberg Olafsson Garðar Sigurgeirsson Lýður Sörlason Sigurpáll Grímsson í fjölmennu lokahófi að Hótel Sögu afhentu þau Arnfríður og Ryno Höglund sigurvegurun- um verðlaunin. í tilefni af 10 ára afmæli SHHM var félaginu afhent gjöf frá Sambandi hár- greiðslu- og hárskerameistara á Norðurlöndum. Hlutu aðstandendur keppninnar mikið lof fyrir vel skipulagða keppni. Þess má að lokum geta, að nokkrar skoðunar- ferðir voru skipulagðar fyrir hina erlendu gesti. íslensku keppendurnir í hárgreiðslu. Norðurlandameistarar i hárgreiðslu og hárskurði, ásamt jyrir- scetum. í ?niðju til vinstri: Nils Schou, i miðju til hœgri: Björn O. Thorstensen. Frá verðlaunaafhendingu i hárskurði að Hótel Sögu. Talið frá vinstri: Norðurlandameistarinn Nils Schou (Danmörk), Gert René Jensen (Danmörk) sem varð i öðru sceti, Ryno Hög- lund formaður norrœnu samtakanna og lengst til hœgri Arn- friður ísaksdóttir formaður islensku samtakanna. 14 TÍmarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.