Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 22
Félagið vai' stofnað 26. febrúar 1928 í Baðstofu iðnaðarmanna. Stofnendur voru 16 máíarar, en þeir voru: Einar Gíslason, Osvald Knudsen,Ágúst Lárusson, Daníel Þorkelsson, Kristinn Andrés- son, Helgi Guðmundsson, Jón Jónsson, Guð- bergur Jóhannsson, ]ón Kristjánsson, ísleifur Jakobsson, Kristján Möller, Eiríkur K. Jónsson, Guðmundur Filippusson, Hannibal Sigurðsson, Guðmundur Bjarnason og Sigurður Guðlaugs- son. Fyrsta stjórn var skijtuð þannig: Einar Gísla- son formaður, Ágúst Lárusson ritari og Helgi Guðmundsson gjaldkeri. Einar Gíslason var aðalhvatamaður að stofnun félagsins og á fyrsta fundi þess lagði hann fram drög að lögum þess, sem voru samþykkt með smávægilegum breytingum. Meðal annars segir í lögunum: „Tilgangur félagsins er að efla sam- vinnu meðal málarameistara þessa bæjar, stuðla að menningu og menntun stéttarinnar og að gæta hagsmuna félagsmanna.“ Inntökugjald var ákveðið kr. 10,00 og ársgjald kr. 15,00. Það var fyrir bein og óbein áhrif er lögin um iðju og iðnað voru samþykkt árið 1927, að iðnaðarmenn skijra sér í sérfélög meistara og sveina og Málarameistarafélag Reykjavíkur er eitt af mörgum slíkum sem stofnuð eru á þessum tíma. Áður hafði verið gerð tilraun um stofnun fé- lags meðal málarameistara hér í borg. Það var ár- ið 1917. Félag þetta mun hafa verið við líði í um þrjú ár. Allar ritaðar heimildir um það eru glat- aðar. Árið 1929 er ákveðið að halda verklegt nám- skeið fyrir nemendur og menn þá sem höfðu unn- ið í iðninni fyrir gildistöku laganna um iðju og iðnað 1927. Margir þessara rnanna höfðu unnið Stjórnin: Sigurður Ingóljsson, Ptill Guðmundsson, Ólafur Jóns- son, Sigurður Björnsson og Jens Jónsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 50 ára það lengi að þeir gátu öðlast vinnuréttindi, en margir óskuðu að taka sveinsjrróf. Námskeið þetta mun vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Að loknu þessu fyrsta námskeiði luku 8 menn sveinsprófi. Félagið hefur allar götur síðan unnið að verk- menntun stéttarinnar. Verkleg námskeið eru haldin á vegurn félagsins næstum óslitið þar til árið 1953 að félagið kemur því til leiðar að stofn- uð er málaradeild innan vébanda Iðnskólans í Reykjavík og hefur síðan verið einn liður í námi málaranema. Þá hefur félagið fengið hingað til lands erlenda kunnáttumenn í ýmsum greinum iðnaðarins til að halda námskeið. Fyrsti málefnasamningur milli málarafélag- anna er gerður 1933 til eins árs og á næstu 6—7 árum er þeim sagt ujrjr árlega. Árið 1935 gera málarasveinar verkfall í fyrsta sinn og var þá helsta ágreiningsatriðið takmörkun inemenda. Árið 1937 er aftur gert verkfall. Þá var það vegna ágreinings um kaup. Samkomulag varð að hækka kaujrið úr kr. 1,60 í kr. 1,70. Fyrsta vinnuverðskrá félagsins var samþykkt 1935. Verðskrá þessi var eingöngu ætluð meistur- um til verðmiðunar í tilboðum. Það er ekki fyrr en 1953 að málarafélögin gera með sér samning um að vinna eftir verðskrá. Félögin ráða þá til sfn mælingafulltrúa og reka sameiginlega skrifstofu til að annast alla útreikninga. Þessi mælingastofa er síðan rekin til ársins 1969, en síðan hefur sveinafélagið rekið mælingastofu á eigin ábyrgð, en málarameistarar reka endurskoðunarskrifstofu. Félagið er aðili að I.andssambandi iðnaðarmanna, Vinnuveitendasambandi íslands, Meistarasam- bandi byggingamanna og 1949 gerðist félagið að- TÍMARIT I ÐNAÐARMAN NA 16

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.