Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 31
Veita má sama aðila leyfi til að reka verksmiðjuiðnað í fleiri en einni gxein, og leyfi til að reka verksmiðjuiðnað á fleiri stöðum en einum. 8. gr. Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar samkvæmt iðnfræðslulögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, skulu ávallt reknar undir forstöðu meistara. Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af hendi leyst. Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngrein- inni. Heimilt er sérfélögum, sveina- og meistarafélagi í sömu iðn að gera sín á milli samning um það, að nota megi ólært verkafólk til iðnaðarstarfa undir stjórn lærðs iðnaðarmanns um ákveðinn stuttan tírna í senn, þegar sérstaklega stendur á og brýn jiörf er á auknum vinnu- krafti í iðninni. Einnig getur hver og einn nnnið iðnaðarstörf fyrir sjálfan sig og heimili sitt, enn fremur fyrir opinbera stofn- un eða fyrirtæki, sem hann vinn- ur hjá, ef um minni háttar við- hald á eignnm þessara aðila er að ræða. í sveitum, kauptúnum og þorpum með færri en 100 íbúa mega óiðnlærðir menn vinna að iðnaðarstörfum. 9. gr. Rétt til að kenna sig í starfs- heiti sfnu við löggilta iðngrein liafa þeir einir, er liafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni. 10. gr. Hver maður getur leyst meist- arabréf, ef hann fullnægir þeim skilyrðum sem í 3. gr. segir og hefur lokið sveinsprófi í iðngrein sinni, enda hafi hann unnið að henni síðan undir stjórn meistara ekki skemur en eitt ár og lokið meistaraprófi í iðninni frá meist- araskóla. Meðan eigi er meistara- skóli í iðninni, getur hver maður leyst meistarabréf, hafi hann unnið undir stjórn meistara í iðngreininni eða nátengdri iðn- grein að loknu sveinsprófi, eigi skemur en tvö ár. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka jrá iðngrein, er meistarabréf hans tekur til. 11. gr. Sá hefur fyrirgert meistara- bréfi sínu, sem missir einhvers þeirra skilyrða, er fullnægja jDarf til þess að öðlast Joað. 12. gr. Lögreglustjóri, [>ar sem aðili á lögheimili, lætur af hendi meist- arabréf að fenginni umsögn hlut- aðeigandi iðnráðs, svo og iðnað- arleyfi. Nú synjar lögi'egiustjóri um meistarabréf eða iðnaðarleyfi eða ágreiningur verður um )>að, hvort aðili hafi misst rétt sinn, og er aðila þá rétt að bera rnálið undir iðnaðarráðherra. Ennfrem- ur getur hann leitað úrskurðar dómstóla. Gjalda skal í ríkissjóð fyrir iðnaðarleyfi og meistarabréf 13. gr. Halda skal skrá yfir iðnaðar- leyfi og meistarabréf, sem veitt eru lögum Jressum samkvæmt. Leyfishafar skulu jafnan til- kynna lögregiustjóra heimilis- fang atvinnustöðvar sinnar og útibú, og allar breytingar, er Jrar á verða. Lögreglustjóri fram- sendir síðan |>ær tilkynningar til skrár þeirrar, sem haldin er. Ráðherra setur nánari fyrir- mæli um Jressi efni. 14. gi'. í hverjum kaupstað skal vera iðnráð. Skal hlutverk þess vera að veita lögreglustjórum aðstoð við að halda uppi efthiiti með á- kvæðum laga Jressara varðandi handiðnað, auk Jæss aðstarfa sam- kvæmt lögum um iðnfræðslu. í iðnráði skulu vera fulltrúar frá löggiltum iðngreinum. Ráð- herra setur regiugerð um kosn- ingu til |>eirra og starfssvið. 15. gr. Það verðar sekturn: 1. Ef maður rekur iðnað, án Jress að hafa leyst leyfi eða leyfir öðrum að reka iðnað í skjóli leyfis síns. 2. Ef maður tekur að sér störf meistara, án Jress að hafa leyst meistarabréf. 3. Ef rnaður rekur löggilta iðn- grein, án Jjess að hafa meistara til forstöðu. 4. Ef maður kennir sig í starfs- heiti sínu við löggilta iðngrein, án þess að hafa rétt til Jæss samkvæmt 9. gr. 5. Ef maður eða fyrirtæki tekur nemendur til verklegs náms, enda Jrótt hann eða það eigi ekki rétt til J^ess, eða tekur nemendur til náms í annarri iðn en jDeirri, sem hann er meistari í, eða heldur nemend- ur án löglegs samnings. Sektir renna í ríkissjóð. Mál út af brotum þessum skulu rekin sem almenn lögreglu- mál. 16. gr. Heimilt er að dæma mann, er sekur gerist um ítrekað brot gegn lögum þessum, til rnissis iðnað- arleyfis og meistarabréfs, tíma- bundið eða jafnvel ævilangt, ef um mjög gróft brot er að ræða. 17. gr. Oskert skulu atvinnuréttindi þeirra manna er lilotið hafa Jrau samkvæmt ákvæðum eldri laga. 18. gr. Lög Jiessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 79, 13. ágúst 1971. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Núgildandi iðnlöggjöf er að meginstofni frá árinu 1927 (lög TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.