Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 34
Umsögn um frumvarp til laga um Tæknistofnun Islands arins og Iðnþróunarstofnunar ís- lands. Aðild framangreindra stofn- ana að Rannsóknaráði ríkisins, sbr. 2. gr. laga nr. 64 21. maí 1965, skal haldast. 14. gr. Iðnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. 15. gr. Með lögum þessum eru felld úr gildi lög nr. 3116. apríl 1971, um Iðnþróunarstofnun íslands, VI. kafla laga nr. 64 31. maí 1965, um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, svo og önnur lagaákvæði, sem kunna að brjóta í bága við lög þessi. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvœði til bráðabirgða. Gjald samkvæmt 45. gr. laga nr. 64 1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, skal inn- heimt til loka ársins 1978 og renna til Iðntæknistofnunar ís- lands. í frumvarpi iðnaðarráðherra var gert ráð fyrir að sameina allar þrjár stolnanirnar, Rannsókna- stofnun iðnaðarins, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og Iðnþróunarstohrun íslands í eina stofnun, og er umsögn Landssam- bands iðnaðarmanna sem hér fer á eftir miðuð við það. í meðferð Alþingis varð hins vegar sú breyt- ing gerð að Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins var felld úr lögunum og mun áfram starfa eftir þeim lögum sem um hana voru sett. Telja verður að hægt liefði verið að nota allan þann tíma sem frumvarp þetta hefur verið til umfjöllunar, til að samræma og sætta mismunandi sjónarmið manna, og fá fram eina öfluga stofnun sem gæti veitt iðnaðin- um stóraukna tækniaðstoð. Landssambandi iðnaðarmanna hefur borist til umsagnar frum- varp til laga um Tæknistofnun íslands 268. mál 1977—78. Til svars ofangreindu erindi bendir stjórn sambandsins á eft- irfarandi ályktun sem samþykkt var á 37. Iðnþingi íslendinga er lialdið var á Akureyri 25.-27. ágúst 1977: „Iðnþing íslendinga áréttar fyrri ályktanir sínar um að tæknistofnanir iðnaðarins verði efldar verulega með samruna þeirra allra eða á annan þann hátt, sem tryggt gæti stóraukna þjónustu þeirra við iðnfyrirtæk- in. Iðnþing leggur áherslu á það meginmarkmið, að tækniþjón- ustuhlutverk stofnananna verði eflt og að þær stefni markvisst að því í starfi sínu, að ná sem nán- ustum tengslum við iðnfyrirtæk- in í landinu. Á þetta ekki síst við um smæstu fyrirtækin, sem eiga annars erfitt með að tileinka sér tæknijíekkingu og nýjungar. Til þess að svo megi verða jmrfa þær að einbeita sér í auknum mæli að fræðslu og ráðgjöf, ásamt því að sinna áfram nauðsynlegum til- raunum og rannsóknum, sem beinast að öflun nýrrar þekking- ar með ákveðið framkvæmda- markmið í huga. Iðnaðarráðuneytið hefur látið semja drög að frumvarpi, |>ar sem fyrirhugað er að ná jaessu markmiði með sameiningu tæknistofnananna í eina öfluga stofnun. Iðnjaing lýsir fyllsta stuðningi við jaessi frumvarps- driig og væntir þess, að jaau verði lögfest á næsta Alþingi. Jafn- framt ítrekar Iðnjaingið jaá á- bendingu stjórnar Landssam- bands iðnaðarmanna til ráðu- neytisins, að ákvæði frumvarps- draganna um fjármögnun stofn- unarinnar sé mjög mikilvæg for- senda þess að markmiðum frum- varpsins verði náð.“ Frumvarp ]>að sem nú hefur verið lagt fram á AljDÍngi er í flestnm meginatriðum sam- hljóða frumvarpsdrögunum, sem um er rætt í ályktuninni. Þó hefur ákvæðum um fjármögnun stofnunarinnar verið breytt nokkuð. Landssamband iðnaðarmanna lýsir nú sem áður yfir fyllsta stuðningi við meginstefnu frum- varpsins. Landssambandið bend- ir hins vegar enn einu sinni á, að stuðningsyfirlýsingar jæss við þær hugmyndir, sem felast í frumvarpinu, hafa alltaf byggst á jieirri forsendu að starfsemi þeirra stofnana, sem með jjví myndu sameinast, yrði efld veru- lega. Að öðrum kosti verður markmiðinu um aukna tækni- þjónustu ekki náð. Af ofangreindum ástæðum leggur Landssamband iðnaðar- manna mikla áherslu á að tryggt verði að verulegri upphæð af væntanlegu jöfnunargjaldi verði varið til stofnunarinnar og að henni verði séð fyrir nægilegum tekjustofnum til þess að ná markmiði því, sem að er stefnt með þessu frumvarpi. Þórleifur Jónsson. TÍMARIT I BNABARMANNA 28

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.