Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 35
Byggingarlög I. KAFLI Gildissvið laganna. l.gr. Lög þessi taka til hvers konar bygginga ofanjarðar og neðan og annarra raann- virkja, sem áhrif hafa á útlit umhverfis- ins. Undanþegin ákvæðttm þessara laga eru þó götur og vegir, framræsluskurðir, girðingar á lögbýlum, flugbrautir .holræsi, dreifikerfi rafmagns, sfma, hitaveitu og vatns, svo og hafnarmannvirki og virkjun- armannvirki að undanskildum húsbygg- ingum tilheyrandi þessum mannvirkjum. Mannvirki undanþegin ákvæðum þess- ara laga skulu byggð f samræmi við á- kvæði skipulagslaga og laga um náttúru- vernd. Leiki vafi á því, hvort mannvirki er háð ákvæðum laga þessara, skal félags- málaráðuneytið úrskurða um það. 2- gr. I’ar sem sérstaklega stendur á, getur ráðuneytið, að fenginni umsókn hlutað- eigandi sveitarstjórnar og umsögn skipu- lagsstjórnar, heimilað sveitarfélagi tfma- bundna undanþágu frá tilteknum ákvæð- um laganna. II. KAFLI Yfirstjórn byggingarmála, almenn bygg- ingarreglugerð og byggingarsamþykktir. 3. gr. Félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn byggingarmála. Ráðuneytinu til aðstoðar eru Skipulagsstjórn rfkisins, Brunamála- stofnun ríkisins og aðrar stofnanir, sem fara með málefni, sem snerta framkvæntd laga þessara. 4. gr. Félagsmálaráðuncytið setur almenna byggingarreglugerð svo og sérreglugerðir með ákvæðum um staðla á ýmsum sviðum byggingariðnaðarins. í byggingarreglugerð skal mælt fyrir um, hvernig háttað skuli undirbúningi, gerð, tæknilcguin írágangi og viðhaldi bygginga og annarra mannvirkja, sem lög þessi taka til. í byggingarreglugerð skal kveðið á um þær kröfur, sem gerðar eru varðandi m. a. undirstöður, byggingar- efni, burðarþol, einangruu gegn kulda, raka og liávaða, loftræstingu, lagnir, birtu, svo og aðra hollustuhætti og eldvarnir, að því leyti sem ekki er kveðið á um slíkt annars staðar. I>á skulu í byggingarreglu- gerð vera ákvæði um þær lágmarkskröfur, sem gerðar eru varðandi einstaka hluta byggingar og mismunandi tegundir bygg- inga, umgengni á vinnustöðvum og frá- gang lóða. Enn fremur skal f byggingar- reglugerð kveðið á um réttindi og skyld- ur byggingarstjóra, slarfssvið bönnuða og iðnmeistara, hversu háttað skuli bygg- ingareftirliti, verksviði byggingarfulltrúa, gjöldum fyrir byggingarleyfi, mælingar, úttektir og votlorð, sem byggingarfulltrúi lætur i té, og hvernig þau skuli innheimt. í byggingarreglugerð skal setja ákvæði varðandi umbúnað bygginga lil þess að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast leiðar sinnar. í byggingarreglugerð skal skýra orð og hugtök, sem þar er fjallað um og orkað geta tvímælis, s, s. varðandi stærðir og byggingarstig mannvirkja. Birta skal hina alinennu byggingar- reglugerð og sérreglugerðir f B-deild Stjórnartfðinda. 5. gr. Sveitarstjórnum er heimilt að setja í sérstaka byggingarsamþykkt fyllri ákvæði m. a. um stjórn og meðferð byggingar- mála, um réttindi og skyldur iðnmeistara og byggingarfulltrúa og slarfsreynslu. Til þess að byggingarsamþykkt öðlist gildi, þarf félagsmálaráðuneytið að staðfesta hana að fenginni umsögn Skipulagsstjórn- ar ríkisins. Byggingarsamþykktir skal birta í B-deild Stjórnartíðinda. III. KAFLI Byggingarnefndir. ö.gr. í hverju sveitarfélagi skal eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar kjósa byggingar- nefnd, sbr. þó 2. mgr. Byggingarnefnd skal skipuð 3, 5 og 7 mönnum eftir á- kvörðun sveitarstjórnar. Sveitarstjórn kýs menn í byggingarnefnd, aðalmenn og varamenn, samkvæmt ákvæðum sveitar- stjórnarlaga. Nefndin skiptir með sér verkum. Heimilit er sveitarfélagi að hafa sam- vinnu við nágrannasveitarfélag eða -félög um kosningu svæðisbyggingarnefndar og ráðningu byggingarfulllrúa, sbr. 24. gr. Hlutaðeigandi sveitarfélög skulu þá gera með sér samning um stofnun svæðisbygg- ingarnefndar. Skal þar m .a. kveðið á um tölu nefndarmanna og kosningu þeirra, svo og hvernig skipta skuli kostnaði af störfum nefndarinnar og störfum bygg- ingarfulltrúa. Félagsmálaráðuneytið skal staðfesta slíka sainninga og úrskurðar jafnframt ágreiningsatriði, sem upp kunna að koma. Starfsmcnn sveitarfélaga eru kjörgengir í byggingarnefnd. Byggingarfulltrúi eða staðgengill hans skal sitja alla fundi byggingarnefndar. Sveitarstjórn og svæðisbyggingarnefnd geta ákveðið, að starfsmenn sveitarfélags og aðrir opinberir starfsmenn, sem fjalla um byggingar- og skipulagsmál, silji fundi byggingarnefndar með málfrelsi og til- lögurétti. Skipulagsstjóri ríkisins eða staðgengill hans hefur rétt til setu á fundum bygg- ingarnefnda mcð málfrelsi og lillögu- rétti. 7. gr. Byggingarnefnd fer með byggingarmál- cfni undir yfirstjórn sveitarstjórnar og ráðuneytis, sbr. þó 7. mgr. 8. gr. Byggingarnefnd fjallar um byggingar- leyfisumsóknir og hefur umsjón með því, að byggt sé í samræmi við skipulag og að lög og reglur um byggingarmálefni séu haldin. Byggingarnefnd annast þau störf, sem greinir í lögum þessum og öðrum lögum og reglum um byggingarmálefni. Enn fremur er sveitarstjórn heimilt að fela byggingarnefnd önnur störf á sviði byggingarmála, s. s. að fjalla um og gera tillögur til sveitarstjórnar varðandi skipu- lagsmál, nöfn gatna, torga og bæjarhluta. 8. gr. Byggingarnefnd skal halda reglulega fundi a. m. k. mánaðarlega, svo framar- lega sem erindi liggja lil afgreiðslu. Nefndin ákveður nánar fundardaga, fund- artfma og fundarstað. Byggingarnefnd skal lialda gerðabók, og skulu viðstaddir fundarmenn undirrita fundargcrð hverju sinni. Byggingarnefnd er ályktunarfær, ef meirihluti nefndarmanna er mættur á fundi og hefur tekið þátt í afgreiðslu máls. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru jöfn, mcð og móti, er mál- ið fallið. Þegar byggingarnefnd fjallar um mál, scm varðar persónulega hagsmuni ein- ltvers nefndarmanns eða manns, sem situr fundi nefndarinnar, skal hann víkja af fundi, meðan það mál er til umræðu og afgreiðslu. Synji byggingarnefnd byggingarleyfis- umsókn, skal nefndin rökstyðja synjunina, sé þess sérstaklega óskað. Ályktanir byggingarnefndar skal bera undir sveitarstjórn lil samþykktar eða synjunar. F.f sveitarstjórn samþykkir á- lyktun byggingarnefndar, öðlast ályktun- in gildi, enda sé skilyrðum IV. kafla laga þessara fullnægt. Ilafi sveitarstjórn ekki tekið ályktun byggingarnefndar lil afgrciðslu innan 2ja mánaða, frá því að hún var gerð, öðlast TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 29

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.