Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 36
ályktunin gildi, enda iiafi ákvæðum IV. kafla laganna verið fullnægt. Rísi ágreiningur milli sveitarstjórnar °g byggingarnefndar um afgreiðslu máls, sker félagsmálaráðherra úr, en leita skal hann áður umsagnar skipulagsstjórnar. Telji einhver rétti sínum hallað með ályktun byggingarnefndar eða sveitar- stjórnar, er honum heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðar félagsmálaráðherra inn- an Jniggja mánaða, frá J)ví lionum varð kunnugt um ályktunina. Félagsmálaráð- herra skal kveða upp úrskurð sinn um ágreininginn innan jiriggja mánaða frá áfrýjun, og skal hann áður hafa leitað umsagnar hlutaðeigandi sveitarstjórnar (byggingarnefndar) og Skipulagsstjórnar. IV. KAFLI Byggingarleyjisumsóknir og byggingar- leyfi. 9. gr. Óheimilt er að grafa grunn, reisa hús, rífa hús eða brcyta [ní eða notkun [)css eða gera önnur |)au mannvirki, sem áhrif hafa á útlit umhverfisins, nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarnefndar. Framkvæmdir samkvæmt i. mgr. skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samjrykkt deildarskipulag, sbr. 4. gr. i. mgr. skipulagslaga. í sambandi við niðurrif og breytingar á húsum og öðrum mannvirkjum skal gætt ákvæða IV. kafla laga nr. 52/1969, um friðun húsa og annarra mannvirkja. Byggingarleyfi skal vera skriflegt og öðlast gildi, þegar eftirtöldum skilyrðum hefur verið fullnægt: 1. Sveitarstjórn hefur staðfest samþykkt byggingarnefndar um veitingu bygging- arleyfis og byggingarfulltrúi áritað að- aluppdrátt. 2. Þeir, sem ábyrgð bera á byggingar- framkvæmdum, liafa undirritað yfir- lýsingu, sbr. 2. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 19. gr. 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd. Staðfesting á samjrykkt byggingarnefnd- ar, skv. 1. tölulið, fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá samþykki sveitarstjórnar. 10. gr. Þegar byggingarleyfi hefur verið gefið út fyrir nýbyggingu á skipulögðu svæði í þéttbýli, er sveitarstjórn skylt að sjá um að götur, rafmagn, vatn og holræsi séu fyrir hendi, eftir Jrví sem þörf er á, nema sérstakur fyrirvari hafi verið gerður á. 11. gr. Sá sem óskar leyfis til framkvæmda samkvæmt 9. gr., skal senda um Jrað skrif- lega umsókn til lilutaðeigandi byggingar- nefndar ásamt nauðsynlegum uppdrátt- um og skilríkjum, Jrar með talið sam- Jrykki meðeigenda ef um sameign er að ræða. í byggingarreglugerð skal kveðið nánar á um, hvaða önnur gögn skuli fylgja ijyggingarleyfisumsókn og hvernig frá umsókn og uppdráttum skuli gengið. í byggingarreglugerð skal enn frernur kveðið á um, hvaða séruppdrætti skuli gera af mannvirkjum og hvenær þeir skuli hafa borist byggingarfulltrúa. 12. gr. Rétt til að gera aðaluppdrætti og sér- uppdrætti af húsum og öðrum mannvirkj- um liafa arkitektar, byggingarfræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar, hver á sínu sviði, svo og búfæðikandidatar úr tæknideildum búnaðarháskóla, að því er landbúnaðarbyggingar varðar, enda hafi viðkomandi tveggja ára starfsreynslu að baki. Þeir, sem hlotið liafa til þess rétt, áður en lög þessi gengu í gildi, halda þeim rétti. Réttur samkvæmt 1. mgr. til að gera uppdrætti er háður löggildingu, sem fé- lagsmálaráðherra veitir að fenginni um- sögn hlutaðeigandi stéttarfélags og Skipu- lagsstjórnar rfkisins. Þeir, sem gert hafa uppdrætti í einstökum byggingarnefndar- umdæmum fyrir gildistöku laga þessara, ltalda Jreim staðbundnu réttindum. Enn fremur getur ráðherra veitt öðrum en 1. mgr. lekur til slik staðbundin réttindi að fengnum meðmælum viðkomandi bygg- ingarnefndar. Heimilt er að sameina tvö eða fleiri starfssvið varðandi séruppdrætti fyrir ein- föld mannvirki Uppdrættir skulu bera með sér, hverjir hafa gert þá. Sá, sem gerir aðaluppdrátt, skal að öðru jöfnu sjá um, að aðrir upp- drættir séu samræmdir. Þeir, sem aðaluppdrætti gera samkvæmt Jressari grein, svo og þeir, sem gera sér- uppdrætti, hver á sínu sviði, skulu árita uppdrættina með eigin hendi og bera á þeim ábyrgð. Byggingarfulltrúum og starfsmönnum þeirra er ólieimilt að gera uppdrætti að byggingum f hlutaðeigandi byggingar- nefndarumdæmi, nema sérstaklega standi á, enda hafi byggingarnefnd fyrir fram veitt til þess samþykki sitt. Varðveita skal a. m. k. eitt cintak af öllum samþykktum uppdráttum af sam- þykktum byggingarmannvirkjum (aðal- uppdráttum og séruppdráttum) í skjala- safni byggingarfulltrúa. Enn fremur skulu áritaðir uppdrættir jafnan vera aðgengi- legir á byggingarstað. I reglugerð skal nánar kveðið á um J)au atriði, sem um ræðir í Jressari grein. 13. gr. Byggingarnefnd getur veitt leyfi til að reisa verksmiðjuframleidd hús, enda full- nægi þau ákvæðum gildandi laga. Á- kvæði V. kafla laga þessara gilda um slík mannvirki, eftir Jrví sem við á. Seljandi ber ábyrgð á göllum á verk- smiðjuframleiddum húsum eftir almenn- um reglum. 14. gr. Byggingarleyfi veitir ekki heimild til framkvæmda, sem brjóta í bága við skipu- lag og ákvæði laga og reglugerða eða rétl annarra. 15. gr. Byggingarleyfi fellur úr gildi, ef bygg- ingarframkvæmdir eru ekki hafnar innan 12 mánaða, frá því leyfið var gefið út. Byggingarframkvæmdir teljast hafnar í Jressu sambandi, þegar undirstöður hafa verið steyptar. Nú stöðvast byggingarfram- kvæmdir eitt ár eða lengur og getur byggingarnefnd J)á fellt úr gildi þann hluta leyfisins, sem ekki er farið að nota. Hafi byggingarframkvæmdir stöðvast í tvö ár hið skemmsta, getur sveitarstjórn, að fengnum tillögum byggingarnefndar, með sex mánaða fyrirvara lagt dagsektir á byggingarleyfishafa, sbr. 36. gr., eða tek- ið ófullgerðar byggingarframkvæmdir eignarnámi samkvæmt lögum um fram- kvæmd eignarnáms. Sveitarstjórn er heim- ilt að setja strangari ákvæði um bygging- arhraða. V. KAFLI Utnsjón með byggingarjramkvccmdum. 16. gr. I-Ieimilt er við gerð hvers mannvirkis að hafa einn ábyrgan aðila, sem nefnist byggingarstjóri. Byggingarnefnd veitir byggingarstjórum viðurkenningu. 17. gr. Byggingarstjóri er framkvæmdastjóri byggingarframkvæmda .Hann ræður iðn- meistara í upphafi verks í samráði við eiganda eða samþykkir ráðningu þeirra. Sama gildir um uppsögn iðnmeistara. Að öðru leyti fer um umboð byggingarstjóra, verksvið hans og ábyrgð gagnvart eiganda byggingarframkvæmda eftir lögum og samningi Jreirra. 18. gr. Byggingarstjóri ber ábyrgð gagnvart byggingarnefnd og öðrum aðilum á því, að framkvæmdir séu í samræmi við sam- Jrykkta uppdrætti og að öðru leyti í sam- ræmi við lög. Byggingarstjóri skal, áður en byggingar- framkvæmdir hefjast, undimta yfirlýs- ingu um ábyrgð sína, eftir því sem nánar verður ákveðið f reglugerð. Nánari ákvæði um réttindi og skyldur byggingarstjóra skulu sett í reglugerð. 30 TÍMARIT IÐNABARMAN NA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.