Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 41

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 41
Hann er stór sá hópur nýsveina, sem hér hafa tekið á móti sveinsbréfum sínum og geta nú lagt út á lífsbrautina sem fullgildir húsasmiðir. Og það er, að sjálfsögðu, gleðistund fyrir hvern og einn, sem að prófi loknu tekur á móti þeim skilríkjum, sem votta það að hann hafi lokið sínu námi og skila honum ótvírætt þeim rétti í hendur, að mega stunda það lífsstarf, sem hann hefur valið sér. Og það er gleðistund að koma hér saman við hátíðlegt tækifæri og þiggja svo rausnarlegt boð sem þetta og gleðjast litla stund með þessurn ungu mönnum. Og vissulega vil ég þakka Jretta veglega boð, og ég vil þakka stjórn M. H. sérstaklega fyrir að efna til hátíðar í livert sinn, sem afhending sveinsbréfa fer fram, og skapa með því skemmtilega venju eða iiefð, sem heldur reisn yfir þessu tækifæri. Tækifæri sem þessu hæfði að sjálfsögðu vel að haldin væri háttstemmd og skemmtileg ræða og talað væri um allt jrað jákvæða í þróun iðnaðar- ins, stóraukna möguleika til menntunar iðnaðar- manna ekki síður en til annarra stétta o. s. frv. En þetta tækifæri hefur líka þær hliðar að við höfum gott af að gera smá úttekt á stöðu okkar eins og hún er í dag, hvað snertir kennslu og þjálfun þeirra manna, sem stunda nám í iðninni og aðstöðu okkar til að ynna kennsluna af hendi. Og þar sem svo margir meistarar eru hér sam- ankomnir í dag langar mig til að tala um blákald- ann veruleikann eins og hann blasir við okkur nú að þessum prófum loknum. I staðinn fyrir að tala um Jrað, sem við Jrykjumst vera, en erum ekki. Það, sem okkur dreymir um, en vakan færir okk- ur ekki. Þegar ég lít yfir þau ár, sem ég hefi haft með prófin að gera, get ég ekki neitað því að mér hef- ur fundist skorta á að nemendur kæmu til prófs- ins þannig undirbúnir að ætla mætti að rækt hefði verið lögð við kennsluna. Vafalaust liggja að Jrví ýmsar orsakir, og kem ég að Jrví síðar. En það hljóta allir að vera sammála um það, að ef við ætlum að ala upp hæfa iðnaðarmenn verðum við að veita þeim tilhlýðilega kennslu og verkþjálfun. Það sprettur ekkert upp af engu. Það verður að sá til að fá uppskeru. Og hér held ég að verði að eiga sér stað breyting á aðstöðu og hug- arfari frá Jrví, sem nú virðist vera ríkjandi. Á vorprófi 1977 stóðust 13% ekki próf, og nú á haustprófi féllu 20%. Á Jressunr tölum sést að lrér er ekki allt eiras og það á að vera, og ekki síst Jreg- ar litið er til Jress að kröfurnar hafa líka farið lækkandi frá fyrri árum. í gegnum nreira en 40 ára starfsferil hef ég séð mörg sveinsstykki, og Við afhendingu sveinsbréfa Ræða: Magnús K. Jónsson formaður prófnefndar húsasmiða heyrði það ekki til undantekninga á mínunr yngri árum að sjá sem prófsmíði forstofuhurð úr teak nreð rúðunr, strikuðum sprossunr og spjöld- um. Og mjög algengt að sjá hálfan stiga í fullri stærð nreð lreilbeygju á kjálkanum, eldhúsinn- réttingar eða hluta úr innréttingu með skúffum og skurðbretti, stofuhurðir með strikuðum spjöld- um og geirnegldunr karmi. Allt var þetta unnið í höndunum, nema aðeins tekið á þykkt í vél. Þessi upptalning sýnir að ekki lrefði það vafist fyrir þeinr nrönnum, senr snríð- uðu slíka hluti, að smíða það, sem við bjóðum upp á í dag. Hitt er svo annað, að ekki Jrarf það að vera að- alatriði að prófstykki séu dýr stykki og tímafrek. Etr þau verða að vera þannig úr garði gerð að nemandinn sýni að hann hafi öðlast vald á verk- efninu, og gefist kostur á að sýna að hann ráði yfir Jrokkalegu handbragði á einföldunr og al- gengum hlutum. Ég vil einnritt leggja áherslu á lrandbragðið. Það hlýtur að vera frumkrafa til prófstykkis að handbragðið og ytri svipur stykkisins sé þolanleg- ur. En ltvað skeður ,kæru lærimeistarar, hjá yfir- gnæfandi meirihluta nemenda? Það kemur í ljós að þeim hefur aldrei verið kennt að brýna hefil- tönn. Þeir kunna ekki að velja sér réttan helil til mismunandi þátta verksins, svo dæmi séu nefnd. Maður skyldi þó ætla að það væri frumkrafa til trésmiðs að hann kunni að fá bit í eggjárn, eða kunni skil á algengustu handverkfærum. Sá tré- smíðameistari, sem ekki hefur ]>á aðstöðu að geta kennt nemandanum Jressi frumatriði ltandverks- ins, ætti ekki að sækjast eftir því að taka nema. Því Jtá hlýtur hann að bregðast Jreim skyldum, TÍMARIT IÐ N AÐARMAN NA 35

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.